Hart sótt að Angelu Merkel

Merkel-bokomslag

Óhætt er að segja, að kosningabaráttan sé komin á fullt skrið í Þýzkalandi. Hart er sótt að Angelu Merkel úr öllum áttum, t.d. er búið að gefa út bók um fyrstu ár hennar, þar sem því er haldið fram, að Merkel hafi starfað fyrir æskulýðsdeild kommúnistaflokks Austur-Þýzkalands og verið á móti sameiningu Þýzkalands. Í staðinn hafi hún viljað fá "umbótakommúnískt" Austur-Þýzkaland.

Höfundar bókarinnar Gunther Lachmann og Ralf Georg Reuth segja, að Merkel neiti þessum upplýsingum en þeir segjast hafa sannanir skv. Die Welt. Meina höfundarnir, að fyrir sameiningu Þýzkalands hafi Merkel reynt að má burtu allar upplýsingar um stjórnmálaferil sinn í Austur-Þýzkalandi.

 Frá öðru horni er sótt að Merkel, Gerhard Schick þingmaður Græningja telur að stjórnin sé ómeðvituð um vandamál peningaþvottar í Þýzkalandi og geri ekki neitt í málunum. Skv. þýzku sjónvarpsstöðinni Dautsche Welle voru 13 þúsund ákærur gerðar vegna peningaþvottar á s.l. ári sem er nýtt met. Angela Merkel rak harða línu gagnvart Kýpur eins og þekkt er, vegna peningaþvottar og þá var í lagi að refsa Kýpurbúum með beizku meðali. Núna sýnir skýrsla þýzkra lögreguyfirvalda, að peningaþvottur í Þýzkalandi er alvarlegt og vaxandi vandamál vegna bankafærslna frá Ítalíu, Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Fasteignasalar, veitingahúsaeigendur og  eigendur spilahalla eru í þeim hópi, sem leyfa glæpamönnum að nota bankareikninga sína fyrir peningaþvott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband