ESB stefnir á 0% lýðræði

seuro

42% Svía eru enn jákvæðir til ESB en einungis 15% Svía styðja framkvæmdastjórnina og Evrópuþingið, 11% styðja hugmynd um sambandsríki og einungis 9% vilja, að Svíar taki upp evruna.

Spurningin er, hvort ESB sé í lýðræðissamkeppni með öfugum formerkjum og þegar einungis 5% íbúa ríkis styðji evruna sé kominn grundvöllur að taka hana upp.

Könnunin er gerð á vegum Sænsku stofnunarinnar Evrópupólitískar rannsóknir og er mjög áreiðanleg. Hinn þjóðkunni sænski stjórnmálaprófessor Sören Holmberg við Gautaborgarháskólann gerði skýrsluna og greindi frá henni í fjölmiðlum.

Alls staðar úr Evrópu berast upplýsingar um þverrandi traust, fallandi lýðræði og stjórnmálalega upplausn innan Evrópusambandsins. Greinilega veit fólk meira en ráðamenn ESB halda, því engu er líkar en ráðamenn þess keppi til úrslita hvaða stofnun kemst fyrst í mark með 0% stuðning íbúa ESB. Kanski eru veðmál í gangi og afleiðuviðskipti til að einhverjir geti gert sér pening á lýðræðisfallinu.

Nú er bara fyrir Össur, Jón Baldvin og aðra evrukrata að kaupa sér miða til Brussel og hjálpa framkvæmdastjórninni að ná 0% markinu. Þeir hafa ómetanlega reynslu frá Íslandi, sem gæti orðið búrókrötunum í Brussel að leiðarljósi.


mbl.is 9% Svía vilja taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband