Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Tikkandi bankasprengja Evrópusambandsins

Einfaldast að taka þá peninga sem til eru, þ.e.a.s peninga viðskiptavinarins.

eu2011bAð halda því fram að efnahagurinn sé bágborinn innan ESB er að taka vægt á málunum. Sjöunda ársfjórðunginn í röð minnkar efnahagurinn og það sem óróar mest er áframhaldandi hningnun Frakklands samanber graf frá Bank of America (1), sem sýnir stærð bankakerfisins miðað við þjóðarframleiðslu.global_bank_assets_of_gdp_0.jpg

Efnahagsstærð banka í ESB-löndunum er tröllvaxinn miðað við þjóðarframleiðslu og önnur lönd í heiminum. Frakkland er einna verst úti og minnkandi efnahagur með vaxandi atvinnuleysi (3) þýðir meira útlánatap. Samtals eru slæm lán um 720 miljarði evra og þar af um 500 miljarði evra í verst stöddu löndunum. Slæm lán bankanna í löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu hafa stóraukist og um 25% allra lána Grikklands eru slæm og 13% lána á Ítalíu. (2).20130517_npl1_0.jpg 20130517_npl2_0.jpg

Graf 2 (t.v.) Graf 3 (neðan t.v.) Engum þarf að koma á óvart, að þverstopp er á útlánum til fyrirtækja í kreppulöndunum, bankarnir eru uppteknir af bókfærslukúnstum og þjóna ekki lengur atvinnulífinu. Sjóðir evrulandanna í suðri eru tómir og hættan er – eins og portúgalskir bankamenn vara við, að Kýpursjúkdómurinn breiðist út, þ.e.a.s. að einu peningarnir sem eftir eru – peningar viðskiptavinanna – verði ”skattaðir”. Standard&Poor bendir á að skattgreiðendur verði sífellt mótfallnari að greiða skuldir banka annarra ríkja og sérstaklega hefur Þýzkaland lagst gegn bankabandalagi, sem dregið hefur úr krafti hugmyndarinnar og gerir banka háðari heimalöndunum.

Kýpuraðferðin er fordæmi komandi efnahagslausna og ekki skrýtið, að Portúgalir m.fl. treysti svefndýnunni í ríkari mæli en bönkum fyrir peningum sínum.

Bankagjaldþrot evruríkjanna verða umfangsmikil, þegar stíflan brestur.


mbl.is Evruríki geti farið í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

70% mjólkurbænda Svíþjóðar hafa neyðst til að hætta búskap eftir aðild Svía að ESB

svenskamjolkbonder.png

 

 

 

 

 

Á síðustu 10 árum hafa yfir 5 þúsund mjólkurbændur hætt búskap í Svíþjóð. Árið 2003 voru um 10 þúsund starfandi mjólkurbændur í Svíþjóð. Þegar litið er á tímabilið frá inngöngu Svía í ESB 1994, þá voru mjólkurbændur Svía um 17 þúsund en eru í dag einungis 5 þúsund eða tæplega 30% þess fjölda sem framfleytti sér við mjólkurbúskap, þegar Svíar gengu með ESB.

Þróunin hefur verið sú, að kostnaður við tækniþróun samfara lækkandi mjólkurverði hefur slegið út lítil og meðalstór bú og býlin, sem lifað hafa af, hafa stækkað og gengið saman. Í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru sagði einn kúabóndi, sem hafði lánað og fjárfest í nýjustu tækni þar sem mannshöndin kemur varla nálægt mjólkun, að það skipti engu máli, hversu mikla tækni hann keypti eða hversu mikil afköstin yrðu, því hann næði samt ekki að framleiða mjólk án tapreksturs.

Lækkandi mjólkurverð, aukinn innflutningur landbúnaðarafurða frá m.a. Danmörku, Frakklandi og Finnlandi, hefur leitt til þess að verslanir ICA í vissum landshlutum Svíþjóðar hafa hækkað mjólkurlíterinn um eina sænska krónu, sem gengur beint til mjólkurbóndans. Svíar vilja ekki að landbúnaðurinn leggist niður og vilja því borga dýrari mjólk, til að halda lífi í sænska bóndanum.

Í viðtali við sænska sjónvarpið 22. maí sagði landbúnaðarráðherra Svíþjóðar Eskil Erlandsson, að hann ætli að styrkja stöðu kýrinnar með því að ríkið greiði 1.500 sænskar krónur árlega fyrir hverja mjólkurkú til bænda.


Hin nýja helför: Þýzkaland uppfært til 4.0

max1.png

 

 

 

Max Keiser þekkir vel til fjármálamarkaða og lýsir atburðaferli evrusvæðisins með tveimur orðum:

EFNAHAGSLEG HELFÖR

Segir hann í viðtali við RT að Fjórða ríkið sé orðin staðreynd; Þýzkalandi hafi tekist að ná að nýju ægishjálmi yfir öðrum löndum álfunnar - sér í lagi á evrusvæðinu, þar sem Grikkjum, Portúgölum og Spánverjum hefur verið breytt í  Gyðinga nútímans.

Telur Max, að samruni Þýzkalands að nýju í eitt ríki á grundvelli evrunnar hafi í raun lagt grundvöllinn að Fjórða ríki nútímans, þar sem fjármálaveldi Þýzkalands sé slíkt, að enginn í Evrópu fái rönd við reist. Segir Max frá því, að öllum hafi mátt ljóst vera, að Grikkland var tekið með í evrusamstarfið án þess að uppfylla kröfurnar og það hafi verið gert til að setja ljóta leikinn af stað.

Bendir hann á, að engu máli skipti, að lánardrottnar þurfi að "skrifa niður" skuldir, þar sem þeir séu tryggðir og geti ekki tapað. Hins vegar græða þeir meira á að Grikkland, Portúgal og Spánn neyðist til brunaútsölu á eigum sínum og geta þannig komist yfir miklar eigur fyrir lítið.

Hvernig sem á málin er litið situr Þýzkaland uppi með öll spilin og að mati Max Keiser spila þeir þeim afar vel fyrir sig og sína hagsmuni. Suður-Evrópa situr uppi með Svarta-Pétur, eitraðar skuldir sem ekki er hægt að borga og verið sé að murka lífið úr íbúunum þar.

"Þetta er Fjórða ríkið, það er eins gott að átta sig á því."

 


Evran hrikalegustu mistök heimsins að mati leiðandi sænsks krata. Íslenskir ESB-sinnar út úr hól við umræður meginlandsins.

stefan.pngÞað er mikill munur á stefnu íslenskra ESB-sinna og fyrrverandi ESB-sinna í Svíþjóð og fleiri löndum. Fyrrverandi verður að segjast, þar sem hrun ESB og evrunnar á meginlandinu er álíka stórt og ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi. Af borðum sænskra flokkssystkina Samfylkingarinnar er evran fallin og verður ekki tekin þar upp aftur, Moderatarnir hafa marglýst því yfir, að evran komi ekki til greina og eru virkir í baráttu gegn ofurveldi Brussel. Þeir einu sem opinberlega þora að tala jákvætt um evruna eru nokkrir gallharðir Folkpartistar.

Þjóðhagfræðingurinn Stefan de Vylder er ein leiðandi radda sænskra krata um efnahagsmál samtíðarinnar. Að hans mati mun myntbandalagið springa með skelfilegum afleiðingum, sem varla er mögulegt að sjá fyrir en samt sé betri valkostur en að keyra hrikalegustu tilraunastarfsemi heims áfram eins og nú er gert.

Í myndinni "Leiðin í stálbaðið" gerir hann grein fyrir skoðunum sínum og lýsir íslensku leiðinni, að láta eigendur banka sjálfa fá standa fyrir gjörðum sínum, sem einu réttu leiðinni. Hann fer hörðum orðum um stjórnmálamenn nútímans, sem hlekkt hafa miljónir manna í föstu gengi gjaldmiðils og séu búnir að eyðileggja efnahagslíf margra þjóða með tilraunastarfsemi sinni.

"Stjórnmálamenn nútímans hafa ekkert lært af kreppu fjórða áratugs fyrri aldar og munu tortíma okkur með áframhaldi stefnu sinnar."

Hverjir á fætur öðrum koma áróðursmenn Svía um aðild að ESB og evrunni og snökta á opinberum vettfangi og lýsa yfir mistökum sínum eins og t.d. fyrri Evrópuþingmaðurinn Anders Wijkman. 

Já-sinnar á Íslandi prédika skoðanir, sem heyrast vart lengur innan ESB, nema hjá launuðu klíkunni í Brussel.

Fá íslenskir ESB-sinnar engar fréttir frá skoðanabræðrum sínum á meginlandinu?


mbl.is Ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"You can´t handle the truth!"

bankrutt.pngOrð úr sígildri kvikmyndasenu með Jack Nicholson gæti verið kjörorð ríkis- og Baugsmiðla á Íslandi og þannig ver Seðlabanki Evrópu sig gegn fréttastofunni Bloomberg, sem krafist hefur gagna, sem fréttastofan telur að sýni, hvað SE vissi um stöðu Grikklands áður en skuldabólan sprakk. Bankinn neitar að afhenda gögnin, því "það grefur undan trausti almennings á efnahagsstefnunni, sem framkvæmd er innan ESB og Grikklands." Bloomberg vill fá svar við tveimur einföldum spurningum:

1. Hvenær varð SE ljóst, að Grikkland fegraði skuldastöðu sína?
2. Hvað vissi SE um gæði trygginga grísku ríkisstjórnarinnar á lánum frá SE?

Á wobbing.eu er því haldið fram, að málaferli Blomberg gegn Seðlabankanum geti aðeins endað illa fyrir SE, þrátt fyrir að SE hafi unnið fyrri hálfleik í EU-dómstólnum:

a) Ef bankinn þekkti til tölusvindlsins lendir hluti ábyrgðarinnar á SE.
b) Ef bankinn þekkti það ekki, er hægt að segja, að SE brást skyldu sinni að fylgja reglum myntbandalagsins (EMU).

Dómstóllinn telur, að það varði ekki "almannahag" að vita, hvort SE sé illa eða vel upplýstur. Dómstóllinn vísaði til reglu, sem gefur SE réttinn að birta ekki skjöl, sem skaðað geta almannahag. Með öðrum orðum: Best er að fólk sé hamingjusamlega óvitandi um, hversu slæmt ástandið er.

Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Bloomberg fer til dómstóla til að fá upplýsingar. 2008 kærði fréttastofan Seðlabanka USA og krafðist gagna, sem sýndu hverjir hefðu fengið neyðarlán. Federal Reserve neitaði að birta gögnin en tapaði málinu. Upplýsingarnar gjörbreyttu myndinni af því, sem raunverulega gerðist haustið 2008, þegar Federal Reserve lánaði stóru bönkunum á Wall Street 1200 miljarði dollara.

Svo þykjast valdhafarnir í Brussel vera hissa, hvers vegna almenningur ESB er hættur að treysta þeim.

(byggt á grein Cervenka í Sænska Dagblaðinu)


Þjóðverjar telja Frakka "vandræðagemling" Evrópu

91210516-franco-german-relationship_1199771.jpgSamkvæmt þýzka Viðskiptablaðinu Handelsblatt, sem komist hefur yfir starfsgögn úr þýzka fjármálaráðuneytinu, eru Frakkar taldir "vandræðabarn" og talin eru upp atriði eins og "sífellt hækkandi vinnuaflskostnaður", "næstminnsti vinnutími" innan ESB og "hæsta skattbyrði á evrusvæðinu".

Viðskiptablaðið telur að "sætabrauðsdögum" Þjóðverja og Frakka "sé lokið". Blaðið vitnar í Rainer Bruderle yfirmann þýzka fjármálaráðuneytisins, sem kallaði Frakkland "vandræðagemling Evrópu" í greiningarskýrslu. 

Samtímis ásaka Jean-Francois Copé og Francois Fillon frá frönsku stjórnarandstöðunni stjórnandi Sósíalistaflokk Frakklands fyrir "Þjóðverjafóbíu".

Á sama tíma berast fréttir um "uppreisn" Ítala gegn ofríki Þjóðverja og nýkjörinn forsætisráðherra Ítala Enrico Letta hefur lýst því yfir, að "Ítalir munu deyja með aðhaldsstefnunni einni, ekki verður lengur beðið með hagvaxtaraðgerðir." Um þetta skrivar Evrópuvaktin í dag.

Ljóst er á þessum yfirlýsingum öllum, að ekki sætta allir sig við krumlur Þjóðverja, sem evran þjónar fyrst og fremst. Búast má við harðnandi stjórnmálaátökum og í kjölfarið útgöngu ríkja frá evrusvæðinu.


ESB gæti ekki gengið í ESB vegna lýðræðisskorts, bókhaldssvindls og skuldasöfnunar

image.phpBrjálæðisvegferð jafnaðarmanna með eitt sambandsríki í Evrópu og eina mynt er búin að eyðileggja lífskjör fólks í fjölda löndum evrusvæðisins og hvergi dregur úr eyðileggarmættinum heldur fer hann vaxandi ef eitthvað er.

Sama hlutskipti óska jafnaðarmenn og vinstrimenn á Íslandi löndum sínum.

Þegar Lissabonmarkmiðin 2000 um að ESB yrði samkeppninshæfasta markaðssvæði heims ár 2010 voru ákveðin, þá var sagt að hagvöxtur yrði að meðaltali um 3% árlega og að 20 miljónir ný starfa mundu skapast á tímabilijnu. Rúmum tíu árum eftir upptöku evrunnar eru meira en 27 miljónir manna atvinnulaus í sambandsríkjunum og fjölgar með ógnarhraða. Flest ríkin brjóta Maastrichtsáttmálann með fjárlagahalla yfir 3% og ríkisskuldir umfram 60% af þjóðarframleiðslu. 

Í 18 ár hafa endurskoðendur neitað að undirrita ársskýrslur ESB vegna fjármálaóreiðu. Lýðræðisskorturinn, þar sem sjálfsákvörðunarréttur þjóðríkja hefur verið færður til stofnana í Brussel að kjósendum forspurðum ásamt upptöku evrunnar hefur nú skapað þvílíka andstöðu, að 72% Spánverja, 69% Breta, 59% Þjóðverja, 56% Frakka og 53% Ítalíu eru andsnúnir og rúnir trausti stofnana ESB.

Ástandið hjá ESB er orðið það slæmt, að ef ESB væri ríki og sækti um inngöngu í ESB, þá gæti það ekki orðið meðlimur.

  


Stærsta tryggingarfélag heims spáir stórauknum gjaldþrotum fyrirtækja um heim allan 2013

bankruptcy_0

 

 

 

 

 

 

 

Skv. frétt Dagens Industri 24.apríl hefur eitt stærsta tryggingarfélag heims Euler Hermes nýlega birt skýrslu, þar sem spáð er stóraukinni fjölgun fyrirtækjagjaldþrota um gjörvallan heim. Euler Hermes er með starfsemi í 50 löndum og telur að mest aukning fyrirtækjagjaldþrota verði i miðjarðarhafslöndunum, þar sem Spánn toppi með 40% aukningu gjaldþrota í ár. Fyrir miðjarðarhafssvæðinu reiknar Euler Hermes með 33% aukningu.

Slæmt efnahagsástand í Evrópu með áframhaldandi samdrætti evrulandanna samtímis því sem hagvöxtur Þýzkalands veikist leiðir til 21 % fleiri fyrirtækjagjaldþrota í Evrópu.

Global Insolvency Index er mælikvarði á gjaldþrot sem Euler Hermes notar og sýnir að í öllum heiminum munu gjaldþrot fyrirtækja aukast um 8% í ár. Þetta er tvöföldun á spá Euler Hermes frá desember 2012 en þá var reiknað með 4% aukningu.

"Í Svíþjóð jókst fjöldi fyrirtækja mjög mikið, sem fóru í gjaldþrot bara á fyrsta ársfjórðungi í ár og við reiknum með því að fjöldi gjaldþrota verði meiri en á kreppuárunum 2008/2009. Byggingariðnaðurinn, vöruflutningar og smásöluverslun eru greinar sem standa upp úr í neikvæðum skilningi," segir Alexis Spanos, yfirmaður Euler Hermes í Svíþjóð.


Álíka einfalt að leysa evrukreppuna eins og að negla sultu á vegginn

stjornuklukkanPrag

Nýkominn heim frá Prag. Það var eins og að hoppa inn í söguna, gamli bærinn er fullur af varðveittum húsum frá 12. öld og framúr. Myndin ofan er af stjörnuklukkunni frægu við gamla torgið, sem gengur á sinn eigin hátt, hvað sem evrukreppunni líður.

Las nýja grein eftir þann góða penna Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu. Hann hefur ítrekað bent á, hversu ónýtar leiðir ESB eru að "spyrna fótum" við evru/skuldakreppunni og líkir því við að negla sultu á vegginn.

Með smá íslenskri aðlögun: Veðrið Einar Sveinbjörnsson, hvernig verður það 17. júní? Myndavélin súmar inn á náfölan mann fyrir framan veðurkortið. Ræskingar. - Jú, svæðið sem kemur hér inn frá austri er Rússaklakinn. Snjóhengja í norðri. Eins og dæmið lítur út núna verður ekkert sumar fyrr en árið 2015.

Þannig spá fengi hvern sem er að vilja gleypa kjallaraþvalan haglabyssukjaftinn. 24 mánaða langur vetur, sem veldur usla í hversdagslífinu, er auðskilinn. Bæði kolagrillið og uppblásna sundlaugin breytast í tilgangslaus kaup.

Sami hluturinn gildir um efnahagslífið. Þúsundir ofaná þúsundir miljarða sem gufað hafa upp í fjármálakreppunni -  afleiðing brostinna vona um framtíða hagvöxt. Munurinn á raunveruleikanum og vonum er risakok sem gleypir heilu löndin.

Þetta sést svo vel í Evrópu. Bitur sannleikurinn er sá, að hagvöxturinn var fallandi löngu áður en kreppan byrjaði. Á síðustu fimm árum hefur vandinn orðið aðkallandi.

Efnahagur Evrópu sem verg þjóðarframleiðsla er enn langt undir 2008. Eina undantekningin er Þýzkaland. Verg þjóðarframleiðsla evrulands skrapp saman 2012 og heldur áfram að gera það 2013.

Og Cervenka heldur áfram: Dökkt og illa falið leyndarmál Evrópu er, að bankarnir eru enn í ófremdarástandi. Meira en fjórðungur telst vera háður ríkisstyrkjum og peningum Seðlabanka Evrópu til að lifa af. Þessi stuðningur hefur háðslega nóg aukið á vandann, þar sem hann fegrar myndina og dregur þannig úr þrýstingi á stjórnmálamenn að grípa í taumana. Til þess að skilja, hvað zombíbankar þýða fyrir hagvaxtarbroddinn nægir að gúggla nokkrar mínútur á Japan. Wolfgang Munchau skríbent hjá Financial Times reiknar með að bankar í Evrópu þurfi á milli 500 - 1000 miljarða evru í nýtt fjármagn. Það er óljóst hvaðan peningarnir eiga að koma. Bankaslysavarðsstofa gæti verið lausnin en Þýzkaland hefur sökkt þeirri hugmynd af fullum krafti. Önnur leið er að kreppulöndin segi skilið við evruna og gefi fyrirtækjum sínum möguleika á að komast út úr vonlausri kostnaðsstöðu. Hér er það líka nei. Í nánustu framtíð verður því að taka áætlunum evrukratanna um að kreppunni sé lokið með sömu vandlætingu og þegar spilasjúklingur lofar að borga skuldir sínar með hnefafylli af skraplottómiðum. Allt í einu getur maður unnið. Eða ekki.

Stjörnuklukkan á gamla torginu í Prag heldur áfram eins og stjörnur himinsins. Evrukreppan einnig. 

 

 


"Stjórnlausar" skuldir Kína - upphaf alvarlegrar fjármálakreppu

ska_776_rmavbild_2013-04-18_kl_03_14_47.png

 

 

 

 




Kínverskur endurskoðandi með góða innsýn í fjármálaiðnað Kína hefur sent frá sér alvarlega viðvörun um, að skuldir héraðsstjórna í Kína séu "stjórnlausar" og geta komið af stað verri fjármálakreppu en hrun fasteignamarkaðarins í Bandaríkjunum segir Dagens Industri í dag og vitnar í grein í Financial Times.

Zhang Ke segir við blaðið, að endurskoðendafyrirtæki hans ShineWing hafi hætt að koma nálægt verðbréfaútboðum og hafi þungar áhyggjur af ástandinu. "Við höfum rannsakað útboðin og þau eru mjög hættuleg." Hann segir, að flestar héraðsstjórnir skorti hæfni til að meðhöndla skuldir og þróunin geti orðið "mjög alvarleg".

"Þetta er stjórnlaust. Kreppa er möguleg en það er erfitt að segja, hvenær hvellurinn kemur, þar sem reynt er að rúlla skuldunum á undan sér."

Myndin að ofan er tekin úr sjónvarpsþætti 60 minutes, sem nýverið sýndi tómar miljónaborgir en Kínverjar hafa byggt að meðaltali 18 - 25 slíkar árlega á undanförnum árum. Búið er að taka sparnað þriggja kynslóða Kínverja og binda í íbúðum og húsum, sem enginn býr í og eru á verði, sem enginn hefur efni á. Fólk er platað með tölum á blaði, sem sýna stöðugt hækkandi verð eignanna og píramídaspilið hefur gengið meðan hægt hefur verið að framleiða peninga sem skuldir. Margir gera sér grein fyrir að um fasteignabólu er að ræða en fólk, sem hefur fjárfest í íbúðum skilur ekki, að kerfið getur hrunið og það glatað öllu sparifé sínu. 

Trúlega er draugaborgamarkaður Kína, sem okkur er sagt að sé kínverska "undrið", stærsta píramídaspil veraldar og hvellurinn við hrun mun trúlega orsaka nýja byltingu í Kína, þegar fólk missir aleiguna. Búast má við nýjum Maó eða Kim il Sung í kjölfarið. 

Slóð á myndina hér 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband