Stærsta tryggingarfélag heims spáir stórauknum gjaldþrotum fyrirtækja um heim allan 2013

bankruptcy_0

 

 

 

 

 

 

 

Skv. frétt Dagens Industri 24.apríl hefur eitt stærsta tryggingarfélag heims Euler Hermes nýlega birt skýrslu, þar sem spáð er stóraukinni fjölgun fyrirtækjagjaldþrota um gjörvallan heim. Euler Hermes er með starfsemi í 50 löndum og telur að mest aukning fyrirtækjagjaldþrota verði i miðjarðarhafslöndunum, þar sem Spánn toppi með 40% aukningu gjaldþrota í ár. Fyrir miðjarðarhafssvæðinu reiknar Euler Hermes með 33% aukningu.

Slæmt efnahagsástand í Evrópu með áframhaldandi samdrætti evrulandanna samtímis því sem hagvöxtur Þýzkalands veikist leiðir til 21 % fleiri fyrirtækjagjaldþrota í Evrópu.

Global Insolvency Index er mælikvarði á gjaldþrot sem Euler Hermes notar og sýnir að í öllum heiminum munu gjaldþrot fyrirtækja aukast um 8% í ár. Þetta er tvöföldun á spá Euler Hermes frá desember 2012 en þá var reiknað með 4% aukningu.

"Í Svíþjóð jókst fjöldi fyrirtækja mjög mikið, sem fóru í gjaldþrot bara á fyrsta ársfjórðungi í ár og við reiknum með því að fjöldi gjaldþrota verði meiri en á kreppuárunum 2008/2009. Byggingariðnaðurinn, vöruflutningar og smásöluverslun eru greinar sem standa upp úr í neikvæðum skilningi," segir Alexis Spanos, yfirmaður Euler Hermes í Svíþjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband