Fuglarnir koma!

fuglarnirkomaÍ dag ganga Bandaríkjamenn til kosninga og má segja að sjaldan hafi jafn mikið verið í húfi venjulegra Bandaríkjamanna. 

Spilltir, valdagráðugir demókratar eiga á hættu að missa völdin í báðum deildum þingsins. Við slík valdaskipti mun mörgum valdþóttaákvörðunum þeirra verða snúið við í hraði en óvíst hvort dugi til að snúa ógæfu Bandaríkjanna og heimsins að fullu við eftir rústun Bidens á efnahagslífi Bandaríkjanna og friði í heiminum. 

Einhvern vegin hafa bláu fuglarnir, sem vilja tísta sitt frjálsir óháðir öðrum sem eina af dásemdum lífsins, orðið tákn kosninganna eftir að Musk keypti Twitter. Byrjaði hann á að staðreyndakanna fullyrðingar Hvíta hússins um hækkun ellilífeyris, sem gaf Biden heiðurinn af hækkuninni. Það reyndist hins vegar fals þannig að Twitter hengdi viðvörun á lygar Hvíta hússins, sem dró tístið tilbaka og hótar með fasískum ritskoðunarlögum í staðinn. 

Slíkt hið sama gerðu einnig Sameinuðu þjóðirnar í sérstöku bréfi til Musk, þar sem þess er krafist að hann haldi ritskoðun fyrri eigenda Twitter áfram. Að gagnrýna bóluefni lyfjarisanna gegn covid er tekið sem dæmi um hatursumræðu og Sameinuðu þjóðirnar komnar í stöðu heimsstjórnar með skerðingu lýðræðis hins vestræna heims.

Megi smáfuglarnir - hvort sem þeir koma frá Twitter eða sem atkvæði venjulegs fólks fella þessa alræðistilburði sem margar ríkisstjórnir Vesturlanda eru svo ginkeyptar fyrir þessa dagana. 

Kosningarnar í dag gætu orðið sannkölluð Hitchcock hrollvekja fyrir núverandi Bandaríkjastjórn og vonandi fá demókratar rassskellingu sögunnar fyrir vestan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg á hreinu að nú á að múlbinda Tusk eins og gert var við Zuckenberger (Facebook) og það versta er að WEF-liðar eru  orðnir svo vissir um sig að nú á að nota Sameinuðu þjóðirnar í að vinna "skítverkin"........

Jóhann Elíasson, 8.11.2022 kl. 13:20

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar pistill að venju hjá þér Gústaf.

Vonandi rætist það að demókratar falli og sem allra fyrst.

Valdagræðginni hjá þeim má líkja við Dag B Eggertsson sem notar

öll meðul og lygar til að sitja áfram. Enda allt í rúst eftir

hann, svipað og með Biden.

Stórhættulegt fólk.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.11.2022 kl. 13:33

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þetta Gústaf.

Ég velti fyrir mér hversu mörgum talningastöðum verði lokað í nótt og talningamenn sendir heim svo hægt verði að "leiðrétta" tölurnar sem stefnir í. Um daginn var D-kjósandi sem starfaði á kjörstað gripinn við að dæla inn D-atkvæðum, en kjörstaðir eru opnir fyrir þá sem vilja kjósa snemma og það í einhverja daga fyrir kjördag.

Við skulum ekki láta okkur dreyma um að kosningarnar og talningar muni fara fram án þess að átt verði við atkvæði og talningar. Fróðlegt verður að vita hversu margir dánir, sumir í áratugi, muni kjósa núna, hversu margir ólöglegir innflytjendur sem ekki þurfa að sýna skilríki til að sanna rétt sinn til kosninga og hversu margir fara úr einu ríki í annað til að kjósa aftur og aftur eða úr einni sýslu í aðra til hins sama.

Það verður að viðurkennast að kosningakerfið í USA er mein gallað, kosningavélarnar hakkanlegar og hægt að eiga við útkomu kosninganna og vélarnar flestar í eigu George Soros.

Það verður að teljast kraftaverk ef Demókratar haldi ekki völlum í báðum deildum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.11.2022 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband