Í ár kom lóan með alvöru forsetaframbjóðenda

gundi.width-800Hressilegt var að lesa tilkynningu Guðmundar Franklíns um að gefa kost á sér í forsetaembættið. Þar ber við öðrum tón nærri grasrót og góðri mold í tali og skrifum Guðmundar sem ekki finnst í rykföllnum skjölum sagnfræðinga að fást við "fávísann lýðinn". Uppstoppaðir "fræðimenn" geyma sig jafnan á bak við innihaldslausan orðavaðal og endalausa bjúrókratíu og tútna út á svita skattgreiðenda sem borga ballið. 

Það er vel að sagnfræðingurinn fái eldhressan keppinaut. Vonandi tekst Guðmundi Franklín að storka svo að Bessastaðabónda að hann lyppist úr embætti með sínar vitlausu söguskýringarnar í eftirdragi. Það yrði hressilegasta tiltektin á Bessastöðum frá upphafi - mögulega með þeirri undantekningu þegar fyrsta lýðræðiskjörna konan komst þar inn, hin alúðlega og dásamlega Vigdís Finnbogadóttur. 

Ég óska Guðmundi Franklín gæfu og gengis og komi enginn annar forsetaframbjóðandi honum hæfari fram gegn Guðna, þá á Franklín atkvæði mitt.


mbl.is Guðmundur Franklín gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Alltaf góður Gústaf!

Hjartanlega sammála með forsetaframbjóðabdann,Guðmundur gegn niðurrifi guðstrúar á Íslandi,og Guðmundur með niðurrifi spillingaraflanna.

Óskar Kristinsson, 23.4.2020 kl. 20:17

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, þetta er auðvitað mikill snillingur sem þú hefur fundið þarna. Hann hefur svo miklar ranghugmyndir um hver völd forseta eru að slíkar eru vandfundnar. En ég legg til að þú fylgist bara með skoðanakönnunum Útvarps Lygasögu fram á kjördag. Þær munu tryggja frambjóðanda þínum yfirburða fylgi. Passaðu svo bara að sofa yfir þig á kjördag og hlusta ekki á fréttir. Þá fer þetta allt vel.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2020 kl. 21:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Gústaf! Ekki fannst þú frambjóðandann túi ég,en ef hann er búinn að tilkynna framboð er hann öllum kunnur. Ég hefði nú kosið að hann yrði í framboði til Alþingis,en gott og vel forseti verður hann þá.-- 

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2020 kl. 02:23

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit og athugasemdir, Guðmundur Franklín er góður maður að gefa kost á sér í embætti forseta. Ráðlegg Þorsteini að hlusta á fróðleg viðtöl útvarps Sögu við stjórnmálamenn og venjulega Íslendinga um málefnin sem eru heitust hverju sinni. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu utvarpsaga.is en þar skrifa ég reglulega fréttir sem byggjast á raunsönnum heimildum.

Gústaf Adolf Skúlason, 24.4.2020 kl. 09:19

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Forsetinn hefur ekki völdin til að framkvæma allt það sem Guðmundur Franklín segist ætla að gera. Mér finnst það ábyrgðarleysi, sérstaklega við þessar aðstæður, að láta ríkið eyða mörg hundruð milljónum í forsetakosningar til þess eins að fáeinir rugludallar geti kosið rugludall sem hefur ekki hugmynd um hvað embættið gengur út á.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.4.2020 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband