Kommúnistaveiran drepur á hryllilegan hátt

HemtjänstFrétt Morgunblaðsins um ástandið í Svíþjóð er ekki einu orði ofaukin. Ef eitthvað er má bæta frekar við til að nálgast ástandið eins og myndin ofan sýnir af einum starfsmanni heimilisþjónustunnar Anooni í Upplands Väsby norður af Stokkholmi, sem þjónar öldruðum og sjúkum á heimilum sínum.

Ástandið var svo slæmt, að starfsfólkið notaðist við klósettpappír í stað andlitsgrímu, glærublöð í stað hjálma, hettu úr skóplasti og svuntu og ermar úr ruslapokum til að hafa einhverja vörn, þegar annar búnaður var ekki til staðar. Seinna kom svo útbúnaður og frétt á Facebook um málið var fjarlægð. 

Anders Tegnell talsmaður Lýðhælsunnar sagði upphaflega að veiran kæmi aldrei til Svíþjóðar en varð að breyta því. Síðan sagði hann að ekkert smit kæmi frá fólki án einkenna en varð að breyta því. Smit er nú komið í elliheimili í 80% af Svíþjóð. Fyrir viku voru 40% allra látinna yfir 70 ára fólk frá elliheimilinum sem Lýðheilsan sagðist vernda sérstaklega. 

Núna hafa allir Svíar lært hvað fína orðið TRIAGE þýðir: Val á sjúklingum í yfirfullar öndunarvélar. Yfir 80 ára (heilsufarslegur aldur)= enginn möguleiki á að komast í öndunarvél. Eldri en 65 ára með bakliggjandi sjúkdóma = enginn möguleiki á að komast í öndunarvél. Aðrir eldri "frískir" með möguleika að ná sér = teknir úr öndunarvélum þegar "heilsufarslega yngri" þurfa að komast í vélarnar. 

Sjúkrabílarnir hringsóla tímum saman með dauðvona sjúklinga fyrir utan sjúkrahúsin í Stokkhólmi í bið að komast að með sjúklinga og unnið er á vöktum í líkbrennslum og dugar ekki til.  

Sverige er fantastiskt!


mbl.is Fullkomlega vanhugsað frá a til ö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sorglegt Gústaf, sorglegt. Alltumvefjandi ´´stóri´´ bróðir, sem kratar falla flatir fyrir sem drulluklessur, er sennilega ekkert svo góður stóri bróðir, eftir allt saman. Svíar eru sennilega heilaþvegnasta land veraldar. Þar bærist enginn án skipana frá stjórnvöldum. Afleiðingin mun hitta þjóðina fyrir af slíkum ógnarkrafti næstu dægrin að leitun er að annari eins skelfingu. Lövren fer í sögubækurnar sem einhver mesti hryðjuverkamaður Svíþjóðar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.4.2020 kl. 01:08

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Gleðilega páska Gústi minn!

Ekki er lýsingin af ástandinu í Svíþjóð fögur og vonandi að úr fari að rætast. Ég óska ykkur alls hins besta sem og öðrum Svíum.

Ekki svo að það skipti nokkru máli og þó veit maður aldrei, en magnað að veiruskömmin skuli hafa stjórnmálaskoðun; hélt að kommúnistminn væri kominn í sögubækurnar að mestu, en svo er sem sagt ekki: hann dafnar sem aldrei fyrr og nú í formi veiru, sem herjar jafnt á kommúnista, íhaldskurfa og krata, sé eitthvað að marka athugasemdina hér að ofan!
Bestu kveðjur til þín og Olly yfir hafið, frá hjónum úr sunnlenskri sveit!smile

Ingimundur Bergmann, 14.4.2020 kl. 10:49

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir fyrir athugasemdir og góðar kveðjur. Ástandið er því miður afskaplega slæmt í Svíþjóð og sér ekki fyrir endanum og engar tilslakanir í sjónmáli eins og á Íslandi. Kommúnistaveiran er svo kölluð vegna þróunar lífefnavopna kínverska hersins undir stjórn kommúnistaflokks Kína (sjá t.d. https://www.utvarpsaga.is/veiran-kina-throun/). 

Kærar þakkir Ingimundur fyrir kveðju ykkar Þórunnar sem við Ollý endurgjöldum!

Gústaf Adolf Skúlason, 14.4.2020 kl. 12:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef þessi fjandi vofir yfir heimsbyggðinni um framtíð alla,er mál að finna annan hnött til að byggja upp!!!! Menn hafa upplifað ógnir úr ólíklegustu áttum;Séð góða gæjann breytast í meðreiðarsvein þeirra sem ógninni valda.Það er ekki eftirsóknarvert að þurfa að laumast um af hræðslu við þessa kóna því allir vilja verja sína. Þakka þér fyrir tryggðina við landið og guð blessi þig.   

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2020 kl. 15:01

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl kæra Helga Kristjánsdóttir og þakka þér sérstaklega fyrir mjög svo fagra kveðju. Guð blessi þig með, við stöndum saman í þessu og þurfum að verða fleiri til að koma í veg fyrir stórslys meðreiðarsveinanna sem vilja nota þessa lífefnavopnaveiru kínverskra kommúnista til að endurtaka glæpi fjármálahrunsins. 

Gústaf Adolf Skúlason, 14.4.2020 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband