Þess vegna þjáist ég ekki af loftslagskvíða

Góður Svíi, Lars Bern, tæknifræðidoktor, fyrirtækjarekandi, rithöfundur og þáttakandi í þjóðfélagsumræðu skrifar mikið um svo kallaða "loftslagsvá." Í nýrri grein útskýrir hann hvers vegna hann þjáist ekki af loftslagskvíða:dc3b6dsors
"Stóra áhugamálið mitt fyrr á ævinni voru umhverfismálin en þeim hef ég snúið mér að í næstum 50 ár. Ég hafði leiðandi stöður við umhverfisverkefni hjá fyrirtækjum og samtökum. Að sjálfsögðu leiddi þessi áhugi mig inn á ríkjandi yfirdrifinn boðskap um loftslagsmálin."

"Eins og þið sjáið á töflunni stafar mannkyninu minnst hætta af náttúruhamförum af öllum uppreiknuðum hættum. Tölur dagsins hafa lækkað gríðarlega frá 500.000 árið 1920. Við höfum tíma á okkur að þróa nýja tækni til að mæta viðbúnum loftslagsbreytingum. Þess vegna tek ég afstöðu gegn loftslagsváboðskapnum sem hefur alfarið eitrað alla þjóðfélagsumræðu síðari ár. Því er alls ekki svo farið að heimsendir verði eftir 10 ár nema að við hættum að notast við jarðefnisorku. Hins vegar og alfarið hið gagnstæða, þá mun mannkyn örugglega lúta í lægra haldi ef við hættum allri jarðefnisorkunotkun á tíu árum. Heimurinn í dag er 85% háður jarðefnisorku sem tekur a.m.k. 100 ár að skipta út."

"Eins og sést (á töflunni) er hægt að hafa áhyggjur af fjölmörgu öðru í heiminum í dag. Spyrjið ykkur, hvers vegna næstum enginn kraftur er lagður í að koma í veg fyrir metabola sjúkdóma og bjarga þannig tugum milljónum mannslífa á hverju ári? Í staðinn velta stjórnmálamenn okkar hundruðum milljörðum króna í gjörsamlega tilgangslausa s.k. loftslagspólitík sem hvorgi framlengir eða bjargar nettó einu einasta lífi. Sú stjórnmálastefna leiðir til hrópandi fjársveltis til að hjúkra öllum sjúklingum í heilsukerfinu, þannig að í reynd þá kostar loftslagsstefnan mannslíf."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Þetta er alveg rétt hjá honum.

Haukur Árnason, 18.1.2020 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband