Skeifa Miðflokksins farin að marka spor

photo_2019-11-09_15-00-34Það eru góð tíðindi að Íslendingar fylki sér í ríkari mæli um Miðflokkinn sem staðfastur varði fullveldið í orkupakkamálinu. Á mynd sést formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson halda á fundahamri með skeifu á endanum og víst er að bæði skeifa og reiðskjóti Miðflokksins eru besta trygging á ferð landans frá vanstjórn, ofsköttum, kerfisræði, græðgisspillingu og því almenna vinstra ofríki sem ríkir á Íslandi um þessar mundir.

Ríkisstjórnin var stofnuð fyrir ráðherrastóla og að hindra að sá maður þingheims sem leiddi þjóðarbaráttu Íslendinga gegn Icesave í samtökum InDefence kæmist til valda. Kalla mætti ríkisstjórnina Icesave-stjórn; bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir greiddu atkvæði um að hneppa landsmenn í skuldafjötra Icesave margar kynslóðir fram í tímann en dómstóll hnekkti ákvörðun þeirra. Samt sem áður hefur hvorugt enn beðist afsökunar á framferði sínu.

Ríkisstjórnarflokkarnir selja út eigur landsmanna sem Íslendingum tókst að stöðva tímabundið með uppreisn þjóðarinnar í Icesave. Sjálftökuliðið sem tapaði Icesave hefur hreiðrað um sig í helstu stjórnstofnunum lýðveldisins og heldur áfram uppteknum hætti. Þjóðin þarf því að rísa upp eina ferðina enn og hreinsa í stofnunum sínum og koma misyndisfólki út úr þingsölum og öðrum stjórnarstofnunum.

Afar eðlileg viðbrögð landans að snúa baki við ríkisstjórnarflokkunum og veita Miðflokknum brautargengi. Ég vorkenni sönnum Sjálfstæðismönnum, hver verður til að storka útfarastjóra Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssyni?

Ég óska Miðflokknum til hamingju með árangurinn og vonast til að hann njóti áframhaldandi vaxandi trausts landsmanna sem vantar óspilltan, baráttusækinn flokk fyrir alla landsmenn á grundvelli lýðveldisins.


mbl.is Kjósendur kunni að meta stefnufestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Icesave málinu lauk með dómi í janúar 2013.

Miðflokkurinn var stofnaður í september 2017.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2019 kl. 17:15

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Guðmundur og takk fyrir innlit. Já, og í ár er 2019 og bankahrunið 2008 enn með spor í þjóðarsálinni.

Gústaf Adolf Skúlason, 23.11.2019 kl. 18:07

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mikið rétt. Ég hef að atvinnu að fást við afleiðingar hrunsins og ólíkt því sem haldið hefur verið fram er því alls ekkert lokið. Ef svo væri hafa innheimtudeildir bankanna að minnsta kosti ekki fengið afrit af minnisblaðinu þar sem það kom fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2019 kl. 18:15

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Nákvæmlega.

Gústaf Adolf Skúlason, 23.11.2019 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband