Unga fólkið og alþjóðasósíalismi ESB

burning EU flagAlþjóðasósíalistar ESB gengu út með það í kosningabaráttunni til ESB-þingsins að "stærsta hætta ESB og heimsins" væri hægriöfgastefna og popúlismi. Gengu þeir svo langt að bera saman hefðbundna lýðræðisflokka við nazistaflokk Adolf Hitlers í Þýzkalandi sem framið hefur mannskæðustu hryðjuverk gegn mannkyninu.

Á sama tíma skilgreina varnarmálayfirvöld fleiri ríkja ESB, að löndunum steðji mest hætta af hryðjuverkaógn fyrst og fremst íslamskra vígamanna. T.d. er ástandið í Svíþjóð enn á stigi 3 á 5-stiga skala um yfirstandandi hryðjuverkaárás.

Þessi mismunur í hættumati stafar vegna stjórnmálalegrar ákvörðunar sósíalista að plata unga fólkið til að kjósa fulltrúa sósíalismans í stað lýðræðisafla sem telja sjálfstæðar þjóðir betur tryggja framgang mála fyrir landsmenn en alþjóða miðstýringu ókjörinna kommissjónera í Brussel.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leggja áherslu á að "unga fólkið þekki aðeins líf í EES og vilji því einungis EES". Eiga þetta að vera "rök" fyrir samþykkt orkupakka 3 því Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að standa vörð um "úreltar hugmyndir sem þóttu einu sinni góðar". Síðan afgreiða þau gagnrýni á orkupakka 3 með sömu rökum og alþjóðasósíalistar afgreiða gagnrýni á ESB.

Staðreyndir um unga fólkið (16-26 ára) ár 2017 í Frakklandi, Þýzkalandi, Grikklandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni og Bretlandi sem hefur reynslu af verunni í ESB:

  • 60% ungra Grikkja vilja fá völdin tilbaka frá ESB til Grikklands
  • Helmingur ungs fólks telur ESB vera á rangri leið
  • 42% ungra Breta vildi fara út úr ESB
  • 40% unga fólksins vill að ESB skili til baka völdunum til aðildarríkjanna
  • 21% alls ungs fólks vill að landið sitt gangi úr ESB

Saga íslenskrar þjóðar frá ánauð nýlenduveldis til sjálfstæðrar þjóðar þótti góð hugmynd sem nær öll þjóðin studdi 1944. Að standa á þeim grundvelli veitir farsælustu leið þjóðarinnar inn í framtíðina.

Alþjóðasósíalistar treysta á vankunnáttu ungu kynslóðarinnar um nazismann. Ofangreindir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysta á vankunnáttu ungu kynslóðarinnar um alþjóðasósíalismann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

21% alls ungs fólks vill að landið sitt gangi úr ESB?

Nú þá vilja semsagt 79% vera áfram í ESB....semsagt ESB á vel upp á pallborðið hjá unga fólkinu.

Ívar Ottósson, 31.5.2019 kl. 09:00

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þetta er könnun frá 2017 og ástandið hefur ekki batnað séð frá bæjardyrum ESB-sinna eftir það. Að fimmtungur vildi exit þá þýðir ekki að 79% vildu vera áfram, þú hefur misst að helmingur unga fólksins taldi ESB vera á rangri leið þegar 2017. 

Gústaf Adolf Skúlason, 31.5.2019 kl. 09:09

3 Smámynd: Ívar Ottósson

Nei, Sá það hjá þér Gustaf..en munur að finnast sambandið vera á rangri leið og að vilja yfirgefa það alveg....

Ívar Ottósson, 31.5.2019 kl. 11:28

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góð grein hjá þér Gústaf að vanda.

Öfga vinstrimenn gera í því að útmála alla hægrimenn sem öfga þetta og hitt. Þeir hafa gleymt því viljandi að Nasistaflokkur Hitlers var "national socialist" sem var í raun vinstri sósíalista flokkur.

  Glópalistarnútímans haga sér eins og nasistar gerðu á sínum tíma, strá hatursorðræðu gegn þeim sem þeim eru ósammála og reyna þannig að þagga niður í mótstöðumönnum sínum. Kjósendur til ESB-þingsins um daginn sáu víða í gegnum þessa taktík glópalista og höfnuðu þeim. Þeir sem elítan talaði niður til unnu sigra og þá einkum á Bretlandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.5.2019 kl. 13:53

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Tómas einmitt og hakakrossinn á rauðum fána sósílismans. Þá NATIONAL SOCIALISM í dag interNATIONAL SOCIALISM. Miðað við að Þýzkaland dregur allt til sín gegnum ESB (EU á ensku) ætti sambandið að heita ÞSB eða Þýzka sambandið á íslensku (GU eða Germanic Union á ensku). Þjóðverjar ná greinilega lengra faldir á bak við "samband" en að koma sjálfir fram sem NATION. En sú gríma mun ekki haldast um aldur og ævi.

Gústaf Adolf Skúlason, 31.5.2019 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband