Verið að breyta okkur öllum í þjóðlausa jarðarbúa

Skärmavbild 2018-12-05 kl. 03.03.24Í viðtali við Laura Ingraham Fox News í gær gagnrýnir Nigel Farage leiðtogi Brexit harðlega samkomulag Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn sem fyrirhugað er að undirrita í Marrakesh 10. desember:

"Verið er að refsivæða gagnrýni á fjöldainnflutning og gera ólöglega innflytjendur löglega með því að skilgreina alla sem flytjast milli landa sem "flóttamenn". Verið er að breyta okkur öllum í alþjóða meðborgara.

Margar ríkisstjórnir munu skrifa undir samkomulagið án þess að ræða málin við meðborgara sína."

Í fréttinni er einnig sagt frá því að Evrópuþingmaðurinn Marcel de Graaffs óttist að samningurinn leiði til þess að fjölmiðlar sem gagnrýna hömlulausan fólksinnflutning verði taldir ólöglegir og þeim lokað.

Fjöldi ríkja hefur ákveðið að hunsa "samkomulagið" og mæta ekki til fundarins í Marokkó 10. desember. Sum ríki hafa frestað umræðum um málið og í Belgíu gæti samkomulagið valdið stjórnarkreppu, þar sem Charles Michel forsætisráðherra vill skrifa undir en stjórnarandstaðan er alfarið á móti.

Hægt er að sjá viðtalið hér 


mbl.is Landamærin verði opnuð fyrir nánast öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thad er umhugsunarefni hvers vegna svo virdist sem fjölmidlar hér á landi og their sem thar starfa, fylgjast lítid med athöfnum og gerdum Althingis. Ekki stendur a vidbrögdum thegar ógaetilega er maelt á börum borgarinnar og thad gert ad adalumraeduefninu dögum saman.

Ef hins vegar stendur til ad taka ákvardanir á Althingi sem snert geta thjódina med skelfilegum afleidingum heyrist hvorki hósti né stuna í fjölmidlum. Ekki nokkrum. Allt tal um mikilvaegi fjölmidla eru ordin tóm. Metnadarleysi theirra og hreinn og klár aumingjaskapur rídur ekki vid einteyming. Thetta gaeti hitt thá illa fyrir, ef t.a.m. thessi flóttamannasamningur verdur samthykktur í Marokkó. Samkvaemt honum verdur nefnilega haegt ad skrúfa endanlega nidur í allri umraedu um flóttamannamál á theirri forsendu ad um hatursordraedu sé ad raeda. Thetta aettu aularnir á fjölmidlunum ad taka til alvarlegrar skodunar og girda sig í brók, ef ekki á ad kaefa alla gagnrýna umraedu í thjódfélaginu.

Á medan enginn segir neitt, vedur stjórnmálaelítan óáreitt yfir sjálfstaedid, á skítugum skónum.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.12.2018 kl. 10:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir sem fyrri daginn, Gústaf, fyrir snarpan pistil sem sýnir þetta stórmál í skýru ljósi, og ekki er lítið lið í Nigel Farage.

Ég þakka líka hinum árvökula Halldóri Agli, sem bendir á aumlega frammistöðu fjölmiðla og setur á þá sporann til að knýja þá úr spori í þessu máli, ella komi það sér verst fyrir þá sjálfa.

Tveir fjölmiðlar hafa þó tekið á þessu máli: Mbl.is þó ekki fyrr en í gær, að ég hygg, en það er þó gagn að þessari frétt þar eða viðtali við nýjan og glöggan varaþingmann: Landamærin verði opnuð fyrir nánast öllum

Hinn er Útvarp Saga, en þar hefur þetta mál verið rætt í vaxandi mæli síðustu viku, tíu dagana, mest af hálfu þáttastjórnandans Péturs Gunnlaugssonar lögfræðings, sem og Arnþrúðar, en með góðri þátttöku allnokkurra, m.a. Lindu Einarsdóttur og undirritaðs (nú síðast í morgun). 

Nú eru aðeins FJÓRIR dagar þar til Marokkó-ráðstefnan fer fram! Lengri er fresturinn ekki fyrir almenning að skrifa sínum þingmönnum og hringja án afláts í Valhöll og aðrar skrifstofur stjórnarflokkanna með hvatningu til þeirra að taka ekki í vanhugsuðu bráðræði þátt í þessu risaskemmdarverki býrókrata Sameinuðu þjóðanna, þvert gegn þjóðarhag og raunar Evrópu í heild.

Jón Valur Jensson, 5.12.2018 kl. 11:25

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit ykkar heiðursmanna og efnismiklar athugasemdir. Já Halldór, það er áreiðanlega efni í heila bók, hvernig sumir fjölmiðlar "standa sig" á Íslandi. Þetta er marktækur samanburður að tímanum skuli eytt í slúðurfrásagnir á meðan stórum málum er haldið leyndum fyrir þjóðinni. Viss hluti pressunnar græðir peninga á kjaftasögum og hneykslum, gula pressan svo kallaða. Það á lítt skylt við staðreyndir eða málefnalega umfjöllun.

Þakka þér Jón ævinlega fyrir kraft þinn í umfjöllun og aðhaldi og núna með upplýsingum um hvaða fjölmiðlar minnast á málið.

Af hverju þegir utanríkisráðherrann og forsætisráðherrann?

Er það vegna þess að þau eru búin að lofa SÞ atkvæði Íslands 10. desember í skiptum fyrir varaforsætisstólinn í Mannréttindarráði SÞ? 

Gústaf Adolf Skúlason, 5.12.2018 kl. 11:52

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Slúðurfréttum er komið á í þeim tilgangi að halda athyglinni frá þeim málum sem skipta máli. 

Sameinuðu þjóðirnar stendur fyrir "Allar þjóðir sameinaðar undir einni yfirstjórn".  New Worl Order er elítustjórn, þ.e. þeir tæplega 1% sem eiga yfir 50% auðæfa jarðarinnar.  Þeim finnst þeir eiga rétt á að ráðskast með heimsbyggðina.  Eitt af því sem þeir stefna að er að fækka mannfólkinu verulega, ég meina mjög svo verulega.  Þeim finnst fátækir bara afætur sem ekki eiga rétt á sér.  Við erum að tala um verulega siðblint fólk sem vill ráða yfir öllu og öllum.

Stjórnmálamönnum víða um heim er mútað og þar á meðal íslenskum.  Þeim er mútað með gjöfum s.s. peningum og kynlífsmútur, þ.e. þeir leiddir í gildrur þar sem þeir falla fyrir freistingum sem síðan er notað gegn þeim og þeir þvingaðir til að taka ákveðna afstöðu til mála sem jafnvel fer gegn þeirra eigin sannfæringu.  Við getum svo sem rétt ímyndað okkur hverjir eru í þeim sporum hér á landi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.12.2018 kl. 13:37

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fæstir Íslendingar hafa vitað af þessu máli, þar sem því hefur einfaldlega verið haldið leyndu að því að virðist af stjórnvöldum.  Þau hafa reyndar ekki verið merkileg á þessum tíma sem þetta mál á að hafa legið þar inni.  En hvað með Ríkisútvarpið sem bara eiðir peningunum okkar en er í raun óvinur lýðræðis nr. 1.

Sumir þeigja til þess að leyna heimsku sinni en slíkir ættu þá að vera ekki að þvælast fyrir, en aðrir þegja til að leyna annarlegum sjónarmiðum, sem þeir vilja ekki að uppum komist.  

Best væri að engin færi til þessa fundar fyrir okkar hönd, því að ég treysti engum innan stjórnkerfisins fyrir fjöreggjum þjóðarinnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.12.2018 kl. 15:06

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit ykkar góðu manna Tómasar og Hrólfs, tek undir hvert orð. Tómas þú segir leiddir í gildru, ég minnist eiturbyrlunar gegn Robert Spencer fyrir minna en tveimur árum, kannski eru slúðurmiðlar með fólk á börum kringum alþingi til að ná sér í hneykslissögur. Hvað fær fólk eiginlega í glösin á Klaustur bar? Er það eðlilegt að þjást af minnisleysi eftir nokkra bjóra?

Konungsborið fólk þekkir þetta alltof vel því miður, gula pressan lýgur og býr til "hneykslismál" til að selja. Sænska konungsfjölskyldan verður bæði að hafa lífvörð og eigin upplýsingastjóra sem annast sambandið við fjölmiðla. 

Hrólfur, hjartanlega sammála þér með RÚV og þögn stjórnvalda. Af hverju gerir ríkisstjórnin ekki fyrirætlanir sínar í þessu máli sýnilegar? Betra heima setið en af stað farið.....

Gústaf Adolf Skúlason, 5.12.2018 kl. 16:54

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, góður hann Hrólfur hér, ég tek undir það með þér, Gústaf.

Krefjumst þess að héðan fari ekki einn einasti maður á þessa ofríkisfullu ráðstefnu!

Merkilegt það sem hann Tómas ritar; mönnum gæti þótt það lykta af samsærishyggju, en hitt er þó algengara en menn ætla, að það, sem getur gerzt í pólitík og í baráttu um völd, það gerist.

Þetta er vitaskuld þekkt í njósnum ríkja, sem eru partur af þeirra viðleitni til að koma ár sinni vel fyrir borð, að þau koma því svo fyrir, að valdamenn falli auðveldlega í freistni, en þá er það líka tekið upp og notað gegn þeim eftirleiðis til að hræða þá eða gera þá leiðitama, því að ekki vilja menn t.d. að maki sinn komist að framhjáhaldi, hvað þá að það komist í slúðurblöðin!

Jón Valur Jensson, 5.12.2018 kl. 17:42

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sammála þér Jón, enginn á að fara fyrir Íslands hönd. Ísland hefði aldrei átt að ganga með í mannréttindarráð SÞ, sorglegt að örþjóð láti plata sig, þegar vinir okkar Bandaríkjamenn ganga út. Virðist sem ríkisstjórnin vilji innleiða samning sem af sumum er talinn "sjálfsmorðssamningur" eða "kommúnistaávarp nr 2".

Allt leyft í valdabaráttu ríkja eins og þú skrifar...meira um sóma og slúður seinna...

Gústaf Adolf Skúlason, 5.12.2018 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband