Seđlabanki Svíţjóđar undirbýr útgáfu rafkrónu

Skärmavbild 2018-10-27 kl. 09.18.34Nýlega birti sćnski Seđlabankinn yfirlýsingu um ađ bankinn athugađi í fullri alvöru upptöku á rafrćnni krónu í stađ myntar og seđla. Tekur bankinn upp sćnska krónu sem rafkrónu verđur ţađ í fyrsta skipti í heiminum sem slíkt verđur gert af opinberum ađila.

Ekki er veriđ ađ rćđa svindlpeninga eins og bitcoin heldur alvöru gjaldmiđil gefinn út af sćnska ríkinu. Ekki er víst ađ allir einkabankar séu hrifnir af hugmyndinni, ţótt ţeir ýti sjálfir undir peningalaust samfélag međ sífellt meiri kortanotkun. Seđlabankinn fyrirhugar nefnilega ađ opna reikninga í rafkrónum fyrir almenning og spyrna ţannig á móti sífellt minni tryggingu fjármálafyrirtćkja í minnkandi bindiskyldu viđ Seđlabankann. 

Margir ađilar í ferđa- og hótelgeiranum taka einungis viđ kortagreiđslum í dag í Svíţjóđ. Ef ţú gleymir kortinu heima en ert međ seđla á ţér áttu samt á hćttu ađ verđa neitađ t.d. um hádegismat á veitingastađ eđa kaffi á kaffihúsum. Svíţjóđ er trúlega ţađ land í heiminum sem notar minnst seđla og mynt í dag eđa um 1% af efnahaginum. Í Evrópu er notkun myntar um 10%.

Bankarnir skapa peninga viđ útlán en eru háđir bindiskyldu viđ Seđlabankann. Sú kjölfesta hefur minnkađ stöđugt undanfarin ár og vilja sum fjármálafyrirtćki afnema bindiskyldu međ öllu. Ţađ mun ţó ekki stöđva banka sem eru í óreiđumálum ađ leita á náđir Seđlabankans. Seđlabankinn sér tilgang í viđhaldi fullveldi gjaldmiđilsins í höndum ríkisins sem tryggingu í fjármálakrísum og bregst ţví viđ međ hugmyndinni um rafkrónu.

Í dag hafa bankarnir gert viđskiptavinum sínum erfitt fyrir ađ taka út peninga í seđlum. Hrađbönkum hefur fćkkađ og einungis hćgt ađ taka út litlar upphćđir. Flest bankaútibú skylta međ ađ ţar sé enga seđla ađ fá. Rafkróna myndi auđvelda viđskiptavinum bankanna ađ taka út peninga sem aftur á móti yki ţrýsting á bankana ađ tryggja viđskiptalega kjölfestu. Verđur spennandi ađ fylgjast međ framvindu málsins og hvenćr rafkrónan verđur sett í umferđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband