Aumkunarverð hylling kommúnismans á kostnað skattgreiðenda

44713568_302377460351892_3911251267053158400_nÞað var eins og ég skrifaði í lokaorðum greinar minnar í Mbl. s.l. mánudag "Mér finnst bara sorglegt að sjá suma jafnaldra mína enn á sama stað eftir tæpa hálfa öld." Sorglegast að vita af bróður sínum í þessu. 

Byltingarþríeykið skrifar:

"Sendiráðstakan í Stokkhólmi er fyrst og fremst minnisverður atburður um mótspyrnu og hugrekki".

Réttlæta þannig og hylla árásina á íslenska lýðveldið. Normalísera beitingu ofbeldis sem aðferð við að koma skoðunum sínum á framfæri.

Kannski var Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra of hógvær, þegar hann lýsti því yfir, að íslensk yfirvöld aðhefðust ekkert gegn ellefumenningunum "því þeir vita ekki hvað þeir gjöra". Hann benti réttilega á, að 11 námsmenn voru aðeins brot íslenskra námsmanna á Norðurlöndum. Það örbrot lýsti yfir sósíalískri byltingu við sendiráðstökuna. 

Rauðhöfundar myndarinnar höfðu og hafa engan áhuga hvorki á kjörum námsmanna eða vinnandi fólks, afleiðingu heilaþvottar eða hættu af hryðjuverkastarfsemi. Breiða enn út byltingarrómantík og hylla opnar dyr hryðjuverkastarfsemi sem "fagrar hugmyndir sósíalismans". Kvikmyndin ristir ekki djúpt í gerð heimildarmynda. Verið er að kreista síðasta gloríudropann úr sítrónunni 50 árum seinna blandað með karlagrobbi og opinberum fréttaklippum. 

Það sem eftir stendur er að almannafé er notað við framleiðslu myndar sem hyllir kommúnismann. 

Aumkunarvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, var þetta ekki tilefnislaus árás á sendiráðið?

Og á ungmennum bara að leyfast að "æfa sig" þannig fyrir byltingu?

Voru kveðnir upp refsidómar eða athæfið umborið eftir á sem strákapör og grínagtugheit?

Skaut þetta engum skelk í bringu í sendiráðinu?

Jón Valur Jensson, 25.10.2018 kl. 00:46

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón Valur. Þakka innlit og athugasemd. Heilaþveginn marx-lenínískur hópur námsmanna í Svíþjóð ákvað að nota óánægju námsmanna með skert kjör til að ráðast á landið okkar og lýsa yfir sósíalískri byltingu. Yfirvöld lögsóttu okkur ekki en eins og þú segir umbáru þetta sem strákapör. Sendiráðsritarinn neitaði að ganga út. En hann mátti sín lítils einn á móti ellefu. Enginn vaktmaður, öryggisvörður eða neitt. Sendiráðsmanninum var "lyft" yfir þröskuldinn. Ég bið þennan mann ævinlega fyrirgefningar.

Hjálmtýr og Siggi vildu fá mig í viðtal en ég treysti þeim ekki og afþakkaði, þar sem mig grunaði að myndin yrði einmitt sá áróður sem hún varð. Grunur minn var því á rökum reistur.

Gústaf Adolf Skúlason, 25.10.2018 kl. 05:44

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef aðeins fylgst með viðbrögðum manna við mjög góðri grein þinni í Mogganum um daginn þar sem þú harmaðir þátttöku þína í töku sendiráðsins á sínum tíma.  Fannst mér þú sýna mikinn þroska í þeirri grein, þar sem þú lýstir því yfir að þarna hefði verið um að ræða BERNSKUBREK og KJÁNAGANG sem skrifaðist á ungan aldur og REYNSLULEYSI.  Um leið sýndir þú af þér að HUGREKKI AРBIÐJAST AFSÖKUNAR Á ÞINNI ÞÁTTTÖKU Á ÞESSU HRYÐJUVERKI OG ÞAR SÝNDIR ÞÚ AÐ ÞÚ HEFUR ÞROSKAST OG VITKAST MEÐ ÁRUNUM, SEM ER MEIRA EN VERÐUR SAGT UM SUMA AÐRA SEM TÓKU ÞÁTT Í ÞESSUM VERKNAÐI.  Ekki sé ég neina ástæðu til að horfa á þessa mynd því ekki get ég séð heimildargildi hennar eða hún geti haft neitt fræðandi við sig heldur nema kannski í öfgum og rugli.......

Jóhann Elíasson, 25.10.2018 kl. 17:24

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Jóhann fyrir góð orð þín og stuðning. Ég get ekki breytt því sem hefur gerst en ég hef haft ærinn tíma til að hugsa um hvað ég gerði rangt. Aðstandendur myndarinnar eiga erfitt með að kyngja því að ég var ekki tilkippilegur í halelújaferð fyrir byltingarruglið. Hálf öld er síðan og þú getur alveg verið rólegur þótt þú sjáir ekki myndina, þú missir ekki af neinu, hún ristir ekki djúpt sem heimildarmynd, þarna er verið að reisa minnisvarða á kostnað skattgreiðenda sem hyllir þessa árás á Ísland. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 25.10.2018 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband