Fjögurra daga vinnuvika skapar lélegan vinnumóral

5d78ba7f-93e8-4127-8f67-abcf132122bcÍ dag er laugardagur. Það þýðir Reykjavíkurbréf og besta dag vikunnar. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins klikka aldrei. Kitla oft hláturstaugarnar og leyfa lesendanum að skyggnast inn í víðáttu sem oft er hulin venjulegu fólki. Í dag spurninguna um fjögurra daga vinnuviku sem sumir telja paradís - aðrir leið til hins verra. Spurningin um vinnu hlýtur þó alltaf að vera í hvað tíminn er notaður. Þeir sem eru andlega fjarverandi vinna ver en þeir sem einbeita sér og keppast við að ná árangri. Þetta verður mikilvægara í opinberum störfum en annars staðar, þar sem launin eru tekin úr sameiginlegum fjárhirslum meðborgaranna.  

Þegar ég opnaði Sænska dagblaðið eftir lestur Morgunblaðsins sé ég svo viðtal við Bandaríska forstjórann Ryan Carson sem skapaði fyrirsagnir út um allan heim 2015, þegar fyrirtæki hans Treehouse tók upp fjögurra daga vinnuviku. Þá gat litla fyrirtækið hans skyndilega keppt um starfsfólk við risa eins og Google og Amazon. Þá lýsti Ryan Carson því sem "win-win" og að hann fengi meiri tíma með börnunum. Núna þremur árum seinna er hljóðið allt annað, - reynslan er skýr. 

"Ég var opinbert nafn fyrir 32-tíma vinnuviku. En hún virkar ekki. Hún eyddi vinnumóralnum og olli starfseminni grundvallartjóni". 

2016 hætti fyrirtækið við 32 tíma vinnuviku og tók aftur upp 40 stunda vinnuviku.

"Það var hræðilegt. Ég hafði skapað menningu sem ég varð að þvervenda. Sjálfur vinn ég í dag um 65 tíma á viku". 

Aðrir sem mæla gegn styttingu vinnuvikunnar segja að stytting vinnuvikunnar skapi auka streitu þegar þarf að klára sömu vinnu á færri dögum. Grunnur ellilífeyris snarminnkar.

Ryan Carson segir að ekki sé hægt að stytta sér leið. "Þú verður að berjast til að ná árangri". Sjálfur vaknar hann 4.30 á hverjum morgni, snæðir morgunmat með fjölskyldunni og mætir til starfa 8.30. Vinnudeginum lýkur 4.45 og eftir það fer hann í ræktina til kl. 6.30.  

"Ég vinn stanslaust. Tek engan hádegismat, engar pásur. Ég vinn bara stanslaust. Ég vinn mikið og einbeiti mér. En aldrei á kvöldin. Þú verður að leggja þig fram, allt annað er della."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband