Ef Dagur segir ekki af sér á að reka hann úr starfi

EythorVigdisVið getum öll glaðst yfir því, að glæta ljóss hefur loksins komist inn í andrúmsloft gjörspilltrar borgarstjórnar Reykjavíkur. Að öðrum ólöstuðum má þakka það ötulum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sem leggja heiður sinn í árangursríkt og fórnfúst starf í þágu Reykvíkinga. Eyþór Arnalds og Vigdís Hauksdóttir ber þar hæst og er mikill akkur fyrir Reykvíkinga að hafa þau í störfum. Loksins er í alvöru tekist á við sukk og svínarí vinstri meirihlutans í borgarstjórn.

Andstaðan vinnur hárrétt með því að loka fyrir möguleika svindlaranna að jarða allt í þöggun. Það er ekki fallegt, það sem glyttir í, þegar Eyþór og Vigdís kíkja undir teppið. Sjálfsagt er það sem hingað til hefur sést af fjármálaspillingunni aðeins byrjunin og miklu meira á eftir að koma í ljós. Krafan um afsögn borgarstjórans er fyllilega réttmæt og mátti ekki seinni vera.

Þetta er svo ógeðfellt allt saman og vonandi verður hægt að kæra og dæma þá seku og svipta öllum embættum.

Undirskriftarsöfnun er hafin með áskorun um að Dagur B. Eggertsson segi af sér. Sjálfsagt biður hann einhvern vin sinn um að fórna sér og segja af sér í staðinn. Það færi því vel á því að víkja borgarstjóranum eins fljótt og mögulegt er úr embætti.

Enginn borgarstjóri hefur nokkurn tímann valdið íbúum höfuðborgarinnar jafn miklu tjóni og Samfylkingarmaðurinn  Dagur B. Eggertsson. Það er súrt fyrir stritandi Reykvíkinga að þurfa að axla kostnaðinn eftir hann. Vegna stærðarinnar hefur spillingin í Reykjavík því miður einnig áhrif á landið allt og eftir er að fá þann reikninginn. 


mbl.is „Svei þér Eyþór Arnalds“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vigdís er reyndar fulltrúi Miðflokksins, Gústaf.

Hins vegar tek ég undir þennan pistil þinn og nú hefur píslarvotturinn stigið fram. Æra Dags batnar þó lítið við það.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2018 kl. 11:07

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Gunnar og kærar þakkir fyrir leiðréttinguna, yfirsást þetta alveg en er leiðrétt hér með. Að sjálfsögðu starfar sú góða kona Vigdís Hauksdóttir fyrir Miðflokkinn! (áður Framsóknarflokkinn). Hrólfi mun ekki takast að hvítþvo borgarstjórann í þessu máli enda allt of miklir peningar í spilinu til að hægt sé að yppa öxlum yfir málinu: og segja "Æi, ég gleymdi þessu víst".

Gústaf Adolf Skúlason, 18.10.2018 kl. 11:22

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Vörn Hrólfs fv. slökkviliðsstjóra um að það eigi að dempa umræðuna til að hlífa starfsfólki Reykjavíkur heldur ekki vatni. Ekki heldur að skálda fram afsökun fyrir borgarstjórann sem ætlar að reyna enn á ný að koma eftir á og segja "Ég vissi ekki neitt". Betur má ef duga skal. Burt með spillingarbáknið, nýjan borgarstjóra takk sem sýnir borgarbúum lágmarks áhuga. 

Gústaf Adolf Skúlason, 18.10.2018 kl. 12:39

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Meirihlutinn í Reykjavík" áttar sig ekki á því að þessi leikflétta þeirra breytir ENGU, málið er komið það langt að svona æfingar gera bara illt verra ef eitthvað og ég er bara hissa á Hrólfi að láta hafa sig út í þessa vitleysu.......

Jóhann Elíasson, 18.10.2018 kl. 12:45

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, já algjörlega sammála, Hrólfur er hættur hjá borginni þannig að hann getur "talað". Hann er að biðja annars vegar um að fólk hætti að tala um málið (=gagnrýna meirihlutann), þar til innri endurskoðun hefur sér stað og hins vegar er hann að reyna að skapa svið fyrir borgarstjórann að geta spilað sig saklausan og sagt eins og hann hefur alltaf gert hvort sem um saursýkla er að ræða eða ekki: "Ég er saklaus, því ég vissi ekki neitt". Hrólfur er góður slökkviliðsmaður en þennan eld ræður hann ekki við.

Gústaf Adolf Skúlason, 18.10.2018 kl. 13:15

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mér þykir nokkuð ljóst að maðkur er í mysunni. Af hverju vill meirihlutinn ekki fá óháðan aðila til að fara ofan í saumana á þessum málum sem upp eru komin??

Getur verið að það eigi að fela eitthvað sem ekki má koma fram í Dagsljósið???

Hvað varð um allan heiðarleikann, hafa allt uppi á borðinu þar sem gagnsæi er aðalsmerkið????

Vilji meirihluti borgarstjórnar vera trúverðugur taka þeir undir þá sjálfsögðu kröfu að fá utanaðkomandi aðila til að fara ofan í málin og sýna fram á að allt hafi verið gert lögum samkvæmt og ekki sé verið að fela neitt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.10.2018 kl. 15:03

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Tómas, skyndilega fær orðið Dagsljós nýja merkingu! Greinilega er spillingin svo mikil að dagsbirtan kemst ekki inn, en það mun gerast með kröfunni um utankomandi hlutlausa úttekt. Trúlega er Dagur B. sá eini sem kemur með myrkrið með sér. Aðrir koma með ljósið. Takk fyrir innlitið!

Gústaf Adolf Skúlason, 18.10.2018 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband