Ekki eftirsóknavert að apa eftir öllu frá Svíþjóð

bb_2Sé að núna virðist sænska bílaíkveikjusýkin hafa náð til Íslands. Vonandi standa íslenskir slökkviliðs- og lögreglumenn betur að vígi en sænskir kollegar þeirra, sem ráða ekki við neitt í mörgum borgum Svíþjóðar. Vonandi hafa íslensk yfirvöld betri skilning en þau sænsku að útbúa lögreglu, slökkvilið og sjúkraflutningamenn með nauðsynlegum tækjum og mannafla til að takast á við sýkina svo hún nái ekki að breiðast út um landið og skaða líf íbúanna eins og í Svíþjóð.

Það bætir ekki úr skák eftir íkveikju yfir 100 bíla fyrir rúmri viku síðan í mörgum bæjum og borgum á vesturströndinni, að í dag berast fregnir af eyðileggingu yfir 100 bíla í nýjum bílaíkveikjum í Uppsala s.l. nótt. Lögreglan segir að um morðíkveikju sé að ræða en kveikt var í nokkrum bílum í bílaskýli með þeim afleiðingum að allt að 100 bílar eyðilögðust. Í millitíðinni hafa fjölmargir bílar orðið eldinum að bráð í mörgum borgum Svíþjóðar. En það ratar varla lengur í fréttir, því slíkt "tíðkast fyrir skólasetningu á haustin".

Það hjálpar heldur ekki til, að skólaíkveikjur hafa aukist um 47% á tveimur árum og hefur Svíþjóð nú þann vafasama heiður, að sögn Anders Bergqvist hjá Brunaeftirlitinu, að eiga heimsmet í skólaíkveikjum. Talið er að einungis sé tímaspursmál þar til einhver deyji í slíkum íkveikjum.

Þó huggun harmi gegn, að blaðið GöteborgsTidningen hefur kært ákvörðun dómstóls um að hylma yfir nöfnum og þjóðerni þeirra þriggja ungmenna sem eru í varðhaldi vegna brunanna í Gautaborg. Skv. netmiðlinum Samhällsnytt þeirra Dahud Kavak, Mahamed Abdishakur og Mohannad Ali Easar á aldrinum 18-20 ára. Allir áður dæmdir glæpamenn í Svíþjóð fyrir eiturlyfaafbrot, vopnaafbrot, ofbeldi og vopnuð rán. Þessi ákæra er til marks um aukinn þrýsting venjulegra Svía að koma á gegnsæi um hverjir fremja glæpi í Svíþjóð. 

Reiði Svía gegn vanmætti yfirvalda á eftir að magnast um helming, þegar þeir fá að sjá það svart á hvítu, að oftast er um sömu glæpamenn að ræða, sem hljóta litla sem enga dóma og er jafnharðan sleppt út eftir að yfirheyrslum líkur.

Glæpamennirnir fá óáreitt að halda áfram iðju sinni. 

Morðkvótinn í skotbardögum er þegar komin fram úr 2017 árs meti og núna er bara ágúst. 

Kratar eru samir við sig. Hafa komið upp beinni línu ríkisstjórnarinnar til Facebook og Youtube til að láta fjarlægja efni, sem ekki er yfirvöldum að skapi. Apa eftir Hillary Clinton og segja Rússa í samstarfi við innlenda hægriöfgamenn hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir Svía svo þeir velji aðra en krata í komandi kosningum. 

Eins gott að Ísland fari ekki forgörðum eins og sænsk yfirvöld nota alla krafta sína til að koma Svíþjóð í.

 


mbl.is Kveikt í bílum við Öskju í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greinilega bera þessi þrír nafngreindu gerendur (og síbrotamenn) miðausturlenzk nöfn: Dahud Kavak, Mahamed Abdishakur og Mohannad Ali Easar.

Um þessi mál í víðara samhengi skrifaði ég hér:  Ó, hvað ef Svíþjóðardemókratar vinna stórsigur 9. september?

 --- og þar áttirðu, ágæti Gústaf, góða athugasemd, sem ég þakka, eins og líka fyrir þessa grein þína. smile

Jón Valur Jensson, 21.8.2018 kl. 06:25

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, þakka þér fyrir góðu orðin. Gott að vita að aðrir sjá og skilja þau gríðarlegu vandamál sem Svíar standa frammi fyrir. Þöggun yfirvalda birtast m.a. í því, að talsmenn ríkisstjórnarinnar ráðast gegn m.a.Ulf Kristersson formanni Móderata (að ekki sé nú minnst á eineltið gegn Svíþjóðardemókrötum) sem segir í Financial Times í gær að núverandi innflfytjendakreppa Svíþjóðar sé af svipaðri stærðargráðu og fjármálakreppan í Svíþjóð á tíunda áratug síðustu aldar. Ulf segir að ekki eigi að ásaka kjósendur fyrir að vera gramir út í stjórnmálamenn fyrir að hafa ekki unnið störfin sín og segir að stjórnmálamenn sýni ekki í verki, það sem þeir hafa lofað kjósendum. Segir hann vandamálin vera á ábyrgð bæði vinstri og hægri blokkarinnar og allir flokkar þurfi að taka höndum saman til að leysa vandann. "Vandamálið er ekki að við eigum ekki að tala um það heldur eru vandamálin orðin það stór að það verður að tala um þau svo hægt sé að koma með lausnir." Mikið til í því. Kær kveðja

Gústaf Adolf Skúlason, 21.8.2018 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband