Frjáls verzlun á undanhaldi vegna glæpaöldu í Svíþjóð

Svensk Handel eða Sænsku verzlunarsamtökin fóru nýlega í auglýsingaherferð fyrir "Þjófaflokkinn". Var það til að vekja athygli á því ömurlega ástandi sem búðareigendur og starfsfólks verzlana býr við vegna skipulagðrar glæpastarfsemi í Svíþjóð. Glæpamenn ráða ferðinni, stjórnmálamenn skella við skollaeyrum og verzlunin er ekki lengur frjáls, þegar hætta verður við fjárfestingar vegna ríkjandi glæpaöldu.

Á auglýsingaspjöldum mátti lesa eftirfarandi boðskap:tjuvpartiet_annonser_1

Það á að vera tryggt að stela!
Sænsku verzlunarsamtökin vilja að búðareigendur geti stöðvað kunnuga þjófa við búðardyrnar. Fáranlegt! Í dag eru búðirnar forðabúr okkar svo við getum daglega birgt okkur upp. Ef ógnvekjandi og ofbeldissinnaðir þjófar verða stöðvaðir munu þúsundir atvinnutækifæra glatast í atvinnuglæpamanna- bransanum. Þjófaflokkurinn.

Enga afbrotamenn í fangelsi!
Ef stjórnmálamenn hlusta á Sænsku verzlunarsamtökin er hætt við að okkur verði stungið í steininn. Refsing fyrir þjófnað eru í flestum tilvikumtjuvpartiet_annonser_2 sektir. Það fyrirkomulag á að ríkja áfram. Það er ekki auðvelt að strjúka úr fangelsi. Í dag eru um 14 000 þjófar með ógreiddar skuldir. Það virkar mjög vel. Hvernig á að vera hægt að stunda atvinnuglæpastarfsemi sitjandi í steininum? Þjófaflokkurinn.

Við fjarlægjum ekki vinnandi glæpastörf!
Sem betur fer eru skipulagðir glæpir gegn verzluninni næstum aldrei rannsakaðir. Það leiðir til þess að búðareigendum finnst tilgangslaust að kæra okkur til lögreglunnar. Það er stórfínt! Röfl Sænsku verzlunarsamtakanna um að "núlla dagleg afbrot" sendir út merki um að glæpastörf séu ólögleg. Það er slæmt fyrir okkur atvinnuglæpamennina. Þjófaflokkurinn.

Hróflið ekki við refsiafslættinum!
Í dag fáum við atvinnuglæpamenn minni refsingu fyrir að fremja fleiri glæpi. Nokkurs konar magnafslátt. Það finnst okkur vera sanngjarnt. Það á að borga sig að vinna meira. En Sænsku verzlunarsamtökin vilja afnema afsláttinn. Ef stjórnmálamenn hlusta á það gæti réttarfarskerfið verið notað til að handtaka og refsa reyndustu og best skipulögðu glæpamönnunum - slíkt er óréttlátt. Þjófaflokkurinn.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband