Velkomin í "skítkastaraklúbbinn" - tízka staðreyndaleysis í hámarki 2017

christmas-card-wh_1513191445Það er ógæfulegt fyrir Ísland að hafa greitt atkvæði með stjórnmálayfirlýsingu gegn sjálfsákvörðun Bandaríkjastjórnar að flytja sendiráð sitt til Jerúsalem, höfuðborgar Ísraels. Eins og að SÞ hafi eitthvað með það að gera, hvar USA staðsetur diplómata eða hvaða ríki USA velur að vinna með.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna er heil. Hún gerir það sem hún segir. Hún segir það sem hún gerir. En bara af því að það er Trump sem er forseti er öllu tjaldað til að leggja Bandaríkjmenn í einelti. 

Bæði Fredrik Reinfeldt og Carl Bildt fyrrum forsætisráðherrar Svíþjóðar eru meðlimir í "skítkastaraklúbbi" heimsins gegn réttkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Fyrst Bildt sem sagði að Trump hefði "reykt", þegar Trump benti réttilega á ofbeldið í Svíþjóð. Núna Reinfeldt sem sagði í viðtali við Aftonbladet, að Trump svaraði Kim Jong-un alltaf með "testesteróni". Sem sagt ef brjálæðingnum í Norður Kóreu tekst að myrða fjölda manns, þá er það Trump Bandaríkjaforseta að kenna. 

Paul Craig Roberts fv aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna skrifar í pistli: 

"Ráðandi ólígarki gerir núna upp dæmið með Trump til að tryggja að engir forsetaframbjóðendur í framtíðinni geti beint máli sínu beint til fólksins. Þegar Trump sagði, að hann myndi stjórna í þágu fólksins og flytja aftur inn útflutt störf, þá réðst hann á gróða alþjóða fyrirtækjanna og þegar hann sagðist ætla að koma samskiptum við Rússland í eðlilegt horf, þá réðst hann á völd og gróða hernaðar- og öryggismálasamsteypunnar. Hann þarf núna að gjalda fljótfærninnar. Stóra spurningin er: Hvaða verð þurfa Bandaríkjamenn og allur heimurinn að borga fyrir þær takmarkanir sem hernaðar/öryggismálasamsteypan hefur lagt á getu Trumps til að gera samskiptin eðlileg við Rússland?"

Kosningin hjá SÞ þar sem Ísrael er gert að bitbeini sýnir hvoru megin í skítkastinu og falsfréttaflóðinu fólk velur að standa. Ísland hefur tekið niður fyrir sig og vikið af braut sjálfsagðrar virðingar fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Ísland er komið í "skítkastaraklúbbinn" þar sem málefnin víkja fyrir persónulegum árásum og einelti. 

Gott mál hjá Bandaríkjastjórn að skera niður fé til fólks sem ekkert hefur annað við tímann að gera.


mbl.is Skerða framlög til Sþ um 258 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Okkur hefur mistekist að styðja við ráðherrana, þannig að þeir þori og geti tekið ákvarðanir, sem „bakstjórnin“ sem á fjármálakerfið og fjölmiðlana, er andsnúin.

Sá ráðherra sem vinnur fyrir fólkið, liggur undir stanslausum árásum frá bakstjórninni.

Trump, er nærtækasta dæmið.

Það þarf að ná fjölmiðlunum, frá bakstjórninni.

Hvernig?

Við hugsum það út í hvelli.

Hjálpum Morgunblaðinu, íslensku blöðunum, Rúv og öðrum fjölmiðlum, svo að þau geti stundað sanna og uppbyggilega fréttamennsku.

Við verðum að trúa því að það sé hægt, það er hægt.

Egilsstaðir, 27.12.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 27.12.2017 kl. 15:16

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Af hverju verða semikommurnar svona.

Jónas Gunnlaugsson, 27.12.2017 kl. 15:20

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Í ljósi þess hve vel tókst til að fá SÞ til að mótmæla innanríkisákvörðun USA varðandi Jerúsalem, hef ég ákveðið að beita mér fyrir því að allsherjarþing SÞ mótmæli ákvörðun Svíþjóðar að viðurkenna Reykjavík sem höfuðborg Íslands og sænska ríkið verði skikkað til að flytja sendiráð sitt (eða ræðismann?) til Ísafjarðar, sem hinnar einu réttu miðstöðvar stjórnsýslu á Íslandi.

Annars gleðileg jól og áramót.

Theódór Norðkvist, 27.12.2017 kl. 17:17

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þeir, sem halda að milljarðamæringurinn Donald Trump vinni fyrir einhverja aðra en sjálfan sig og aðra milljarðamæringa eru á algjörum villigötum.  Það hefur ekkert komið frá Trump um efningar kosningaloforðanna.  Heldur hefur hann verið upptekinn af að mæra glæpamenn og öfugugga í nasistahreyfingunni og klaninu, koma þeim sem minna mega sín á kaldan klaka með afnámi heilbrigðistrygginga, auka skattaívilnanir stórfyrirtækha og þeirra ríkustu og auka við ríkishallann. Einfeldningar á Íslandi, sem eru í aðdáendaklúbbnum hafa ekki minnstu hugmynd um raunveruleikann, sem venjulegir Bandaríkjamenn glíma við dags daglega. 

Trump hefur unnið ljóst og leynt gegn þeim, sem hafa viljað og verið að reyna að ná friðsamlegri lausn á deilunni við Norður Kóreu, þ.m.t. bæði utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna!  Trump ber mikla ábyrgð á þeirri þróun, sem hefur orðið í því máli, með því að láta eins og smákrakki, sem hefur týnt snuðinu sínu.  Sem betur fer stendur Tillerson á sínu og getur etv. komið vitinu fyrir Trump, en nú eru uppi vangaveltur um að Trump láti Rex taka pokann sinn í næstu viku, enda má ekki andmæla Trump opinberlega og reglan í Hvíta Húsinu nú er sú að segja sem minnst svo hann taki ekki æðisköst, sem minna á Hitler þegar hann var að ruglast endanlega.  Þetta er "þjóðhöfðinginn" sem við höfum!  Kexruglað, elliært hró, sem er orðinn svo þvoglumæltur að hann getur ekki einu sinni sagt nafn landsins, sem hann "stjórnar" svo það skiljist.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.12.2017 kl. 18:27

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Arnór Baldvinsson, vel mælt ... en athuga máttu, að afnám "obamacare" er ekkert af verra taginu.  Obamacare er og var aldrei sem fólk hér heldur að það sé. En ég er sammála um T.Rex.  Trump, maðurinn sagði það sem rétt var ... en hann er ekki maðurinn til að framkvæma það.

Örn Einar Hansen, 27.12.2017 kl. 19:15

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt hjá þér, Gústaf, eins og treysta mátti þér til. Og gleðilega hátíð, vinur, í þínum ranni.

Arnór þessi fer með fleipur, eins og jafnvel Bjarne bendir á að hluta (um Obamacare). Trump stóð líka við loforð sitt um að taka 100 millj.$ árlegan styrk af International Planned Parenthood, sem notaður var til að drepa ófædd börn í massavís í heiminum, og vonandi efnir hann það einnig nú að skerða styrki til ríkistjórna landa sem setja sig upp á móti fullveldi Ísraels og Bandaríkjanna.

Jón Valur Jensson, 27.12.2017 kl. 19:27

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit og athugasemdir, hlægilega fáránlegt eins og Theódór bendir á, alvarlegt, íhugavert og krefst samvinnu allra lýðræðisafla eins og Jónas sýnir, þakka þér og Jón Valur fyrir gott innlegg. Meira fylgir.....

Gústaf Adolf Skúlason, 27.12.2017 kl. 20:09

8 Smámynd: Örn Einar Hansen

Jón Valur, ég er sammála Arnóri í þvi, að ég tel Trump vera of mikin "business" mann til að framkvæma öll loforð sín.  En, við skulum bíða og sjá. T.Rex, eins og hann kallast, er maður sem ég myndi treysta alveg út í fingurgóma.  Síðan er ég ekki sammála Ísrael af trúarástæðum, en Kristni og Gyðingatrú eru "andstæð" trúarbrögð (annað segir alla menn vera börn Guðs, hitt segir aðeins útvaldir séu það).  Hinsvegar styð ég Ísrael af þeirri ástæðu, að þetta er ríki með lög.  Af þeirri ástæðu styð ég aðgerðir Bandaríkjanna í þessu samhengi.

Örn Einar Hansen, 27.12.2017 kl. 22:14

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bjarne og Arnór. Horfði á staðreyndir með Trump. verið hlutlausir í dómum. Gangið úr skítkasta klúbbnum sem Gústaf bendir á.

Valdimar Samúelsson, 28.12.2017 kl. 08:43

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enmitt Valdemar! Gústaf er einn allra áreiðanlegisti íslenski ættjarðarvinurinn sem sem býr erlendis.
Ég er honum hjartanlega sammála um óheppilega ákvörðun Íslands (raunar andstyggilegt)að vera kominn í  "skítkastaraklúbbinn".Hvar værum við stödd ef við hefðum hann ekki til að deila fréttum frá Svíþjóð,rétt eins og Hauki frá Rússlandi. Heyrum við nokkurntima sannleikann frá ríkismiðlinum? Íslendingar verða að stöðva þessa framþróun á innflutngi frá Austurlöndum. hafa stóru fjölmiðlarnir flutt fréttir frá Austurríki,sem setur sig upp ámóti ESB í þeirri þróun með rökum sem ekki er hægt að véfengja.
 

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2017 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband