Jólakort frá Stokkhólmi

25383170_10155277437002725_210551255_oÍ auglýsingabruminu fyrir jólin er létt að vinda upp á 72 snúninga hraða og hlaupa, hlaupa út í búð til að kaupa, kaupa, kaupa. Pakka fyrir fullorðna og krakka - fleiri en þrjá eða fjóra og alls enga litla heldur bara stóra.

Viðvörunarbjöllurnar klingja. Margir bílar í bílaskýli gista í raun á eyðibýli. Loftið er mettað hátalararödd á öllum hæðum og Hó Hó maðurinn segir Gleðileg jól í sínum ræðum. Röddin blönduð málmi speglar brot úr engum sálmi.

Gleðileg jól, kaupið hó, hó tól segir rödd sem er svo sálarlaus um vetur að gervimaður gæti talað betur. Hó hó sveinninn er úr plasti með haus sem hreyfist í hasti en er svo skakkur og valtur, að maður verður af sjóninni einni saman haltur.

Hver vill sína daga á þessum nótum enda og í hó, hó kistunni lenda? Verzlunarmiðstöðin er full af lokkandi tilboðum og sálin verður á nálum. Hvað er ekta? Hvað er hilling? Er þetta allt saman eintóm spilling?

Búðarstúlkan brosir. Viltu kvittun? Mundu að borga. Gakktu út án þess að orga. Krítarkortin af silfurpeningum eru full. Enginn hefur áður séð annað eins lánagull.

Ding dong, ding dong - hringja klukkurnar fyrir King Kong? Súra, súra - er kærleikurinn horfinn á bak við múra, múra?

Frelsari er fæddur en hann er hæddur og ekki yrði ég hissa þótt hann væri hræddur. Skotin hvína, hverjir falla? Sumir fyrir vörubílum sem ekki eru með öllum mjalla.

Guð sé með oss. Í sál og hjarta og lýsi veginn úr myrkri yfir í veröld bjarta. Ég þakka öllum fyrir samfylgdina á árinu. Heims um ból.

Gleðileg jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heill og sæll! Eftir 72 snúninga;

Þessi er góður,ert'ekki móður?

En þakka þessa skemmtilegu vísna þulu og
óska þér Gleðilegra Jóla!

Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2017 kl. 16:36

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka þér Helga fyrir innlit og athugasemdir og skrif á árinu. Gleðileg jól til þín og þinna.

Gústaf Adolf Skúlason, 23.12.2017 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband