Viðreisn tekur yfir einsmálaskikkju Samfylkingarinnar - fer sömu leið og fyrirrennarinn

falkinn_gamli-150x150Línurnar í íslenskum stjórnmálum eru að skýrast. Það er gott. ESB-sinnar Sjálfstæðismanna eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru komnir út úr skápnum til að axla hjartans mál Samfylkingarinnar, sama málið og íslenska þjóðin hefur hafnað og kostað hefur Samfylkinguna stjórnmálatraustið. Viðreisn mun fara sömu leið.

Viðreisn ESB-gilda á Íslandi mun mistakast. Ekki eingöngu vegna þess að það er Ísland sem á í hlut, heldur vegna Evrópusambandsins sjálfs sem er í upplausn, fjármálakreppu, stjórnmálakreppu, flóttamannakreppu, stofnanakreppu, elítukreppu....kreppulistinn er langur. 

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom fram í prýðilegu viðtali í íslenska sjónvarpinu og útskýrði stefnu Sjálfstæðismanna varðandi Evrópusambandið. Bjarni Benediktsson hefur eflst í starfi formanns og tekist að keyra fram hjá ESB-gryfjunni. Hann benti réttilega á, að þróunin í Evrópu er sú að sífellt stærri þjóðfélagshópar leggjast gegn markmiðum Evrópusambandsins. Formaður Sjálfstæðisflokksins hvikar ekki frá grundvelli lýðræðis og lýðræðislegra vinnubragða og slíkt vekur vonir og eflir traust. 

Viðreisn er fullkomin tímaskekkja og viðkomandi til vansæmdar. Einstaklingar, sem sækjast eftir völdum til að geta selt út þjóðina fyrir eigin hag, sýna afneitunareinkenni á háu stigi og skilja ekki staðreyndir þess lífs sem fjöldinn deilir. Viðreisn er fangi sögulegs ósigurs, sem stofnendurnir geta ekki sætt sig við. Viðreisn mun aldrei ná fylgi til miðjunnar. Viðreisn er sértrúarsöfnuður í sama stíl og Samfylkingin og er um megn að leiða stjórnmálahreyfingu allra stétta eins og Sjálfstæðisflokkurinn er. 

Bjarni Benediktsson hefur hins vegar sýnt góða burði til að gera það.

Boðskapurinn stétt með stétt á ekki minna erindi til okkar í dag en fyrir 70 árum síðan.

 

 

 


mbl.is Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband