Betri er Gnarr í fangelsi en fangastjóri á Bessastöðum

Skärmavbild 2016-01-14 kl. 22.47.34Baráttan um Bessastaði er byrjuð. Það sem hefur breyst miðað við undanfarna áratugi er að núna hverfur sá forseti þjóðarinnar frá Bessastöðum, sem leiddi þjóðina til sigurs yfir óprúttnum bankaræningjum og mútuðum stjórnmálamönnum þeirra.

Bessastaðir í höndum þjóðarvinar er rétt.

Svarti Pétur íslenskra stjórnmála, nútíma kratinn, á sér mörg andlit og hreyfingar: Samfylking, Besti flokkur, Björt framtíð, Vinstri grænir, Píratar o.s.frv.  

Íslenskir kratar alias Svarti Pétur reyndu allt sitt til að kasta kynslóðum Íslendinga í skuldafangelsi til að borga þýfi bankaræningja sem þeir stálu bæði frá hægri og vinstri en mest frá saklausu fólki í útlöndum. Krataklíkan í Rvík 101 hefur farið hamförum til að koma ríkinu, fullveldi Íslands og sjávarauðlindum þjóðarinnar í hendur ESB í Brussel. 

Herferð krata í skjóli auðvalds Jóns Ásgeirs Jóhannesarsonar og 365 fjölmiðla heldur áfram. Eftir svíðandi Þóruskell verður Jón Gnarr settur í forsetaframboð til að reyna nýtt áhlaup á Bessastaði. Gnarr mun þjóna fangelsuðum sem ófangelsuðum skjólstæðingum og taka þjóðina í gíslingu komist hann til valda.

Bessastaðir í höndum þjóðaróvinar er rangt. 

Betri er Gnarr í fangelsi en fangastjóri á Bessastöðum.

 


mbl.is Jón Gnarr er „til alls vís“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einmitt Gústaf, það er einmitt kratinn sem glittir í gegn hjá 365. Áhuginn á forsetaframboðinu er allur þar, þó svo aðeins hafi smitast yfir á RÚV. En þeir eru enn sárir eftir sneypuför Þóru.

Ragnhildur Kolka, 15.1.2016 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband