Árni Páll Árnason vill ríkisrekna útgerð

theodor-kittelsen-sjc3b8trollet_1887_the_sea_troll

 

 

 

 

 

 

Það er með eindæmum, þegar busar eins og Árni Páll Árnason vilja þjóðnýta aðalgrundvallaratvinnugrein Íslendinga á þeirri forsendu, að greinin hafi "ókeypis" aðgang að auðlindunum.

Svona rétt eins og það séu allt saman þjófar og misyndismenn, sem hafa stundað útgerð og róið til fiskjar á Íslandi frá örófi alda, þangað til að Árni Páll kom auga á þjófnaðinn og lagði á refsitolla.

Sannleikurinn er sá að allir þeir hugrökku menn og konur sem hætt hafa lífi og limum til að skapa auð úr gulli sjávar hafa fært þjóðfélaginu ómældar tekjur í formi skatta og gjalda að viðbættum öllum störfum í fiskvinnslu í landi, vélsmiðjum auk allra annarra fyrirtækja, sem taka þátt í rekstri greinarinnar. Án þessa fólks alls og óeigingjarnrar vinnu þess væri ekki um neinn auð að ræða, hvorki fyrir Árna Pál eða nokkurn annan Íslending. Það þarf nefnilega öðruvísi fólk en landkrabba á borð við Árna Pál Árnason til að skapa þau verðmæti sem felast í því að sækja sjóinn, veiða þorskinn, flytja hann í land, verka og flytja út og selja á erlendum mörkuðum. Án vinnu allra þeirra, sem starfa við atvinnugreinina væri auðurinn enginn. Hrokafullur lögfræðingur sem aldrei hefur dýft hendi í kaldan sjó veit ekkert, út á hvað sjómannsstörfin ganga.

Sjómenn mega minnast þess, að Samfylkingin afnam viðurkenningu á áhættusömum og oft á tíðum afar erfiðum störfum þeirra með afnámi sjómannaafsláttarins. Réttast væri að leyfa Árna Pál að fá "ókeypis" aðgang að gulli sjávar með því að starfa á togara. Hætt er við að maðurinn fái sama andlit og grasið í fyrsta túr.

Fyrri ríkisstjórn var svo sannarlega úti á túni með ÁPÁlfinn á frekjuþekju.


mbl.is Fyrri ríkisstjórn „úti á túni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gústaf þetta er alveg rökrétt hjá Samspillinar formanninum, þá getur hann raðað spenaliðinu alveg hægri vinstri í eitthvað gagnsleysi hjá útgerðinni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 19:14

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Kristján, takk fyrir athugasemd. Já einmitt spenaliðið :)

ÉG henti Baldinn út, hann skrifar ekki einu sinni blogg sjálfur né undir nafni svo það er ekki hægt að taka hann alvarlega.

Gústaf Adolf Skúlason, 28.4.2014 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband