Ríkisstjórnin er kosin af þjóðinni og vinnur fyrir hana. Það skilja ekki öll sérhagsmunasamtök.

Skärmavbild 2014-04-26 kl. 17.32.09Frétt í Vísi 3. febrúar 2011.

 

 

 

 

 

 

Enn reyna samtök eins og Viðskiptaráð Íslands og samtök atvinnulífsins að fá ríkisstjórnina til að hlunnfara viðskiptavini banka og fjármálafyrirtækja.

Þessir sömu aðilar reyndu með aðstoð fyrri ríkistjórnar að þvinga skattgreiðendur til að bera kostnað af illræmdum viðskiptum Baugsmanna og annarra Bankstera með Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Þessir aðilar hafa hvað ákafast, - fyrir utan að koma misheppnuðum viðskiptum meðlima sinna yfir á þjóðina svo meðlimirnir kæmust undan ábyrgð gjörða sinna, einnig reynt að koma Íslandi í hendur Brusselbúrókrata með tilheyrandi afsali sjálfsákvörðunarrétts þjóðarinnar yfir samningum við erlend ríki, fjármálum og sjávarlögsögu Íslands.

Að hvetja Alþingi til að koma í veg fyrir uppfyllingu lagaákvæða með stjórnmálasamningum áður en látið er á reyna að lögum verði fullnægt jaðrar við lagabrot. Slík ráð gagna hvorki meðlimum samtakanna hvað þá þjóðinni. Icesave átti að afsala lögsögu Íslands í hendur Bretum sem nýverið höfðu skilgreint Ísland sem hryðjuverkasamtök. Sannleikurinn er sá, að Samspillingin, þ.e.a.s. samstarf óhreinna viðskiptaaðila og mútuspilltra stjórnmálamanna vildi gera þjóðina að Kúbu norðursins með inngöngu í ESB. Það er enn markmið þessa hóps að fá sleif úr aski Brussel. Ísland þyrfti að greiða himinhá "aðildargjöld" sem tekin verða af skattfé landsmanna. Hluti þess fjár er greiddur tilbaka í ýmis "verkefni" og með þeim koma "verkefnastjórar" og "ráðgjafar" sem taka féð til sín en árangur verkefna lítill sem enginn. Þess vegna vilja einstaklingar innan VÍ og SA endilega koma Íslandi inn í ESB svo þeir geti látið landsmenn halda áfram að vinna fyrir sig eftir að tilraunin með Icesave mistókst.

Mörg hundruð miljarðar ef ekki þúsundir hurfu í falli bankanna. Hvert fór það fé? Til peningahimnaríkis segir Björgólfur. Ég á fyrir diet kók segir Jón.

Það er kominn tími til fyrir bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins að hreinsa út lögleysuna úr röðum sínum. Það er hreint ekkert að því að stunda heiðarleg viðskipti. Ríkisstjórnin okkar er að vinna hið þarfasta verk að rétta af skútuna eftir slagsíðu, síðubrot og kafsiglingu útrásarvíkinganna og kaffæringu samspillingarinnar. 

 


mbl.is Greiði frekar niður skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hreint aldeilis afbragð þessi grein þín Gústaf. Það er nákvæmlega spillingin sem límir "viðskiptajöfrana" við Samfylkinguna. Og nú er reynt að festa Ísland í brusselfjötrana áður en almenningur fær sína uppreisn.

Ragnhildur Kolka, 27.4.2014 kl. 14:11

2 Smámynd: Elle_

Afar vandaður pistill, Gustaf, sammála Ragnhildi.  Líka mætti stjórn ASÍ vera með, þeir vilja líka hafa af okkur fullveldið og nánast heimtuðu lögleysuna ICESAVE.  Við skulum endilega halda spillingu samfylkingarfólks á lofti.  Þau nálgast í sífellu að vera undir 5%.

Elle_, 27.4.2014 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband