Sjálfstæðisflokkurinn vex við hverja raun - Takk Morgunblaðið fyrir frábæran leiðara!

Skärmavbild 2014-04-23 kl. 07.36.56Það var einstaklega ánægjulegt að vakna í morgun. Það sem gerði daginn svo góðan var lestur Morgunblaðsins með morgunverðarkaffinu. Leiðari Morgunblaðsins er afdráttarlaus í staðfestu og alhliða samhengis við ástand þjóðarinnar og reynslu Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafls Íslands. Þar er tekinn af allur vafi um misheppnaða tilraun vinstri og hægri Evrópusinna að reyna að klína því á Sjálfstæðisflokkinn, að fulltrúar flokksins og kjósendur vilji ganga með í ESB. 

Leiðarinn segir: "Enda dettur frekustu mönnum landsins, íslenskum Evrópusinnum, ekki annað í hug en að forysta Sjálfstæðiflokksins beygi sig fyrir þeim í ESB-málinu og láti það eftir þeim að Ísland verði áfram umsóknarríki í Evrópusambandið. En þar gera þeir sér þó of miklar vonir. Jafnvel forystumenn Sjálfstæðisflokksins vita að ef þeir bregðast í því máli núna, hafa þeir brennt allar brýr að baki sér. ESB-málið verður það fyrsta í langan tíma þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki gefast upp að óþörfu."

Um umsókn meirihluta Alþingis um að ganga í ESB segir:

"Þegar hvorki ríkisstjórn né meirihluti Alþingis vill ganga í Evrópusambandið kemur ekki til greina að Ísland sé áfram umsóknarríki. Þess vegna verður að afturkalla inngöngubeiðnina í Evrópusambandið með algerlega ótvíræðum hætti. "

Leiðarinn gerir skil þeim einstaklingum sem notað hafa stöður sínar til að vinna gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins:

"Hinn fámenni en freki hópur hefur því valdið flokknum meiri skaða innan frá en hann getur nokkru sinni gert utan frá." 

Evrópusinnar hvorki lesa né ræða ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins eða Lissabonsáttmálann. Það gerir hins vegar leiðarahöfundur Morgunblaðsins ásamt fjölmörgum af flokksmönnum, stuðningsmönnum og kjósendum flokksins.

Stefna Sjálfstæðisflokksins verður skýrari og betri með degi hverjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Morgunblaðið er eini íslenski fréttamiðillinn sem staðið hefur fastur á fótunum með fullveldi landsins.  Og lang vandaðastur.  Í orðunum liggur líka gagnrýni á núverandi eða seinni tíma forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa gefið eftir eða vissa óstaðfestu gegn frekasta fólki landsins. 

Þessi fámenni hópur er örugglega frekasta fólk landsins, Gustaf, gott að sjá það frá Morgunblaðinu.  Þetta fólk heimtar að mikluminnihlutinn fái að að galopna land og mið fyrir evrópskum stórveldum og útlendingum og heimtaði líka að ríkissjóður yrði galopnaður, þó það þýddi gjaldþrot þjóðarinnar.   

Elle_, 23.4.2014 kl. 12:05

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Elle fyrir athugasemd, kjarni málsins eins og þú skrifar að lítill minnihluti reyni að þvinga gjaldþroti og yfirráðum útlendra ríkja m.a. yfir sjávarlögsögu Íslands. Þetta er náttúrulega óheyrilegt að þessi frekja fái yfirleitt umfjöllun. Núna gildir að standa þétt með lýðræðislega kjörnum fulltrúum okkar á þingi til að fylgja málum eftir fyrir þjóðarheill.

Gústaf Adolf Skúlason, 23.4.2014 kl. 12:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að fá að ganga með ykkur og öllum þeim sem ætla að standa þétt með lýðræðis kjörnum fulltrúum okkar á þingi.

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2014 kl. 02:29

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Helga sömuleiðis, þakka þér vísur og önnur góð skrif á bloggi þínu.

Gústaf Adolf Skúlason, 24.4.2014 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband