Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Á barmi styrjaldar

Gudrun-Persson-992

Sænska sjónvarpið átti viðtal við Rússlandssérfræðinginn Gudrun Persson hjá rannsóknarstofnun Varnarmála í Svíþjóð í gærkvöldi, þar sem Gudrun lýsti yfir áhyggjum vegna þróunar mála í Úkraínu.

”Ástandið í Austur - Úkraínu minnir á það sem gerðist á Krím. Nú eins og þá segja Rússar að rússneskar hersveitir séu ekki að verki. Við höfum séð eins konar rússneskar úrvalssveitir í gær og í dag, sem hafa hertekið byggingar á mörgum stöðum. Þetta getur verið aðdragandi að meiriháttar innrás,” sagði Gudrun.

Hún telur, að Úkraína standi frammi fyrir örlagastundu, því ef Úkraína skerst í leikinn gegn rússneskt sinnuðum aðildarsinnum sem hafa hertekið opinberar byggingar, þá muni það verða Rússum tilefni að halda aðgerðum áfram. Ef Úkraína grípur ekki í taumana muni ástandið líkjast því, sem gerðist á Krím-skaganum.

Á Krím lét úkraínska stjórnin ekki hart mæta hörðu en segist ætla að gera það núna?

”Það er það sem er svo alvarlegt, við erum á barmi innanríkisstyrjaldar í Evrópu. Það er athyglisvert, að Vladimir Putín talar um ”rétt okkar til sögulegra landssvæða.” Ef við lyftum þeim steini getur það leitt okkur afar langt,” sagði Gudrun Persson.

Hvernig geta ESB, USA og NATO brugðist við?

”USA talar um áframhaldandi fjárhagslegar refsiaðgerðir sem einnig er uppi á teningnum hjá ESB. Ég á erfitt með að sjá hernaðaríhlutun fyrir mér. NATO hefur lýst því yfir, að það muni aðstoða meðlimi en ekki aðra. NATO hefur flutt herdeildir í austri en það eru táknrænar aðgerðir,” segir Gudrun Persson.

Fréttaritari sænska sjónvarpsins Elín Jönsson lýsti, í viðtali frá Moskvu í gær, að ákvörðun ríkisstjórnar Úkraínu um að beita hervaldi er í Rússlandi talin marka upphaf innanríkisstyrjaldar og að stjórnin í Kænugarði vilji spilla blóði og lífum til að styrkja eigin völd.

”Það er mjög uppskrúfuð umræða hér í Rússlandi. Það er talað um frumkvæði Vesturvelda og að bandaríska leyniþjónustan liggi að baki ákvörðunarinnar og að Vesturlönd séu að innlima Úkraínu.”

Gudrun Persson sagði að það væru rússneskir hermenn að störfum í Úkraínu og það sama segja margir aðrir?

”Þessu neita Rússar. Utanríkisráðherrann segir þetta lygar sem bandarískir fjölmiðlar dreifi til að villa um fyrir fólki,” sagði Elin Jönsson.

Ef ástandið magnast enn frekar og úkraínski herinn grípur inn – hvað gera Rússar þá?

”Það er erfitt að vita. Fáir sáu það fyrir hvað mundi gerast á Krím og það er einnig erfitt að sjá fyrir í stöðunni núna. En það er ljóst að Rússar vilja skapa upplausnarástand og jafnvel koma í veg fyrir kosningarnar í Úkraínu í maí.”


mbl.is Forsetinn hótar hernaðaraðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar á góðri leið með að koma af stað styrjöld um Úkraínu

karta_ukraina.jpg

 

 

 

 

 

 

"Vopnaðir menn í óeinkennismerktum hermannabúningum hertóku lögreglustöðuna í Slavíansk. Viðbrögðin munu verða hörð, því það er greinarmunur á mótmælendum og hryðjuverkamönnum," er haft eftir innaríkisráðherra Úkraínu Arsen Avakóv.

Það eina sem hingað til hefur komið í veg fyrir blóðuga styrjöld er þolinmæði stjórnvalda í Úkraínu sem og annarra Úkraínubúa, sem hafa gert allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að Rússum takist fyrirætlanir sínar með útsendum "mótmælendum" sem þykjast vera rússneskt mælandi Úkraínubúar og biðja um "vernd" Rússa. Mörg teikn benda til að bráðlega sjóði uppúr vegna sífelldra ögrana Rússa, sem hafa það markmið að ná austurhluta Úkraínu ef ekki öllu landinu á vald sitt. Rússar hafa yfirburðarstöðu með a.m.k. 40 þús. manna her tilbúinn til að taka Úkraínu á 3-5 dögum ef skipun kemur. 

Nærliggjandi lönd við Rússa:

Kazakstan: fjórðungur íbúa eru Rússar. "Finnsk" stefna gagnvart Rússum, þ.e.a.s. ekki of hörð til að styggja vinskapinn.

Moldávía: Rússar eru 6% og rússneskan hefur sérstöðu sem mál milli fólks í landinu. Nálgast ESB samtímis sem ríkisstjórnin reynir að viðhalda vinskap við Moskvu.

Hvíta-Rússland: Rússar eru 11% og rússneskan er allsráðandi í landinu. Alexander Lukasjenkó forseti er dyggur Moskvuþjónn í skiptum fyrir efnahagslegan stuðning. Landið er sjálfskipaður aðili í áætlun Pútíns um "evrópuasíska bandalagið" sem á að stofna á næsta ári.

Litháen: Rússar eru 5,3%. Spenna í samskiptum við Rússland, Nato með loftgæslu yfir Eystrasaltslöndunum. 

Lettland: Rússar um 30,5% af íbúum og enn fleiri rússneskt mælandi. Hefur nýlega slökkt útsendingar rússneska sjónvarpsins vegna áróðurs. 

Eistland: Rússar um 26% en í borginni Narva eru Rússar yfir 90%. Enn ósamið um landamærin við Rússa. Samskipti við Rússland við frostmark. 

Finnland: Ekki margir Rússar. Vinátta við Rússland hátt skrifuð í Finnlandi, t.d. vill viðskiptalífið alls ekki móðga Rússa á neinn hátt. 

Orkufyrirtæki Úkraínu Naftogaz hefur stöðvað allar greiðslur á gasi til Rússa, þar til Rússar semji um annð verð í stað einhliða hækkunar rúmmetrans frá 268 til 485 dollara. "Við sjáum enga ástæðu til breytst verðs. Okkur finnst 500 dollara verð ómarkaðshæft, óútskýrt og ósættanlegt. Við höfum því stöðvað allar greiðslur fyrir gas á meðan verðsamningar eru í gangi" segir Andrej Kobólev forstjóri Naftogaz.  

Það er tæplega helmingi lengra til Reykjavíkur en til Kíev frá Stokkhólmi.  


mbl.is Lögreglustöð á valdi vopnaðra manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband