Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Hin nýja helför: Þýzkaland uppfært til 4.0

max1.png

 

 

 

Max Keiser þekkir vel til fjármálamarkaða og lýsir atburðaferli evrusvæðisins með tveimur orðum:

EFNAHAGSLEG HELFÖR

Segir hann í viðtali við RT að Fjórða ríkið sé orðin staðreynd; Þýzkalandi hafi tekist að ná að nýju ægishjálmi yfir öðrum löndum álfunnar - sér í lagi á evrusvæðinu, þar sem Grikkjum, Portúgölum og Spánverjum hefur verið breytt í  Gyðinga nútímans.

Telur Max, að samruni Þýzkalands að nýju í eitt ríki á grundvelli evrunnar hafi í raun lagt grundvöllinn að Fjórða ríki nútímans, þar sem fjármálaveldi Þýzkalands sé slíkt, að enginn í Evrópu fái rönd við reist. Segir Max frá því, að öllum hafi mátt ljóst vera, að Grikkland var tekið með í evrusamstarfið án þess að uppfylla kröfurnar og það hafi verið gert til að setja ljóta leikinn af stað.

Bendir hann á, að engu máli skipti, að lánardrottnar þurfi að "skrifa niður" skuldir, þar sem þeir séu tryggðir og geti ekki tapað. Hins vegar græða þeir meira á að Grikkland, Portúgal og Spánn neyðist til brunaútsölu á eigum sínum og geta þannig komist yfir miklar eigur fyrir lítið.

Hvernig sem á málin er litið situr Þýzkaland uppi með öll spilin og að mati Max Keiser spila þeir þeim afar vel fyrir sig og sína hagsmuni. Suður-Evrópa situr uppi með Svarta-Pétur, eitraðar skuldir sem ekki er hægt að borga og verið sé að murka lífið úr íbúunum þar.

"Þetta er Fjórða ríkið, það er eins gott að átta sig á því."

 


Hart sótt að Angelu Merkel

Merkel-bokomslag

Óhætt er að segja, að kosningabaráttan sé komin á fullt skrið í Þýzkalandi. Hart er sótt að Angelu Merkel úr öllum áttum, t.d. er búið að gefa út bók um fyrstu ár hennar, þar sem því er haldið fram, að Merkel hafi starfað fyrir æskulýðsdeild kommúnistaflokks Austur-Þýzkalands og verið á móti sameiningu Þýzkalands. Í staðinn hafi hún viljað fá "umbótakommúnískt" Austur-Þýzkaland.

Höfundar bókarinnar Gunther Lachmann og Ralf Georg Reuth segja, að Merkel neiti þessum upplýsingum en þeir segjast hafa sannanir skv. Die Welt. Meina höfundarnir, að fyrir sameiningu Þýzkalands hafi Merkel reynt að má burtu allar upplýsingar um stjórnmálaferil sinn í Austur-Þýzkalandi.

 Frá öðru horni er sótt að Merkel, Gerhard Schick þingmaður Græningja telur að stjórnin sé ómeðvituð um vandamál peningaþvottar í Þýzkalandi og geri ekki neitt í málunum. Skv. þýzku sjónvarpsstöðinni Dautsche Welle voru 13 þúsund ákærur gerðar vegna peningaþvottar á s.l. ári sem er nýtt met. Angela Merkel rak harða línu gagnvart Kýpur eins og þekkt er, vegna peningaþvottar og þá var í lagi að refsa Kýpurbúum með beizku meðali. Núna sýnir skýrsla þýzkra lögreguyfirvalda, að peningaþvottur í Þýzkalandi er alvarlegt og vaxandi vandamál vegna bankafærslna frá Ítalíu, Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Fasteignasalar, veitingahúsaeigendur og  eigendur spilahalla eru í þeim hópi, sem leyfa glæpamönnum að nota bankareikninga sína fyrir peningaþvott.


Barrósó kveikir bál út um allt. Krefst að Svíar innleiði evru.

karlsigfrid

Er maður læstur í faðmi draugsins er ekki svo létt að losna. Barrósó sagði í ræðu í vikunni, þegar hann krafðist afnáms sjálfstæðra þjóðríkja fyrir nýja stórríki Evrópusambandsins, að öll lönd ESB fyrir utan tvö væru skuldbundin að taka upp evruna vegna samninga um að ganga í myntbandalagið. Löndin tvö sem ekki eru skuldbundin eru Danmörk og Bretland, sem sömdu um undanþágu frá evrunni.

Krafa framkvæmdastjórans hefur vakið furðu í Svíþjóð, reiði og jafnframt óhug, þar sem Svíar eru ekkert á því að fara að skipta út sænsku krónunni fyrir evruna. Í viðtali við Aftonblaðið 10. maí er þingmaður Moderatanna Karl Sigrid (sjá mynd) vægast sagt niðri fyrir vegna kröfu Barroso og kallar hana ögrandi gagnvart Svíum:

"Það sem Barroso segir er að öll lönd fyrir utan Danmörku og Stóra Bretland séu skuldbundin að taka upp evru sem gjaldmiðil - og við stefnum á það. Í samhenginu er þessi skoðun afar ögrandi. Hvorki stjórnmálamenn eða kjósendur skilja málin þannig, að við séum á leiðinni í gjaldmiðlasamstarf."

Karl Sigfrid krefur framkvæmdastjórn ESB um skýringar á yfirlýsingu Barrósó. Formlega séð eru það bara Danir og Bretar sem hafa samið um undanþágu frá myntsamstarfinu, engin slík undanþága gildir fyrir Svíþjóð.

Lars Calmfors prófessor í alþjóðafjármálum segir, að:

"Þegar Svíþjóð gekk með í ESB, þá gáfu Svíar yfirlýsingu um, að við mundum seinna taka afstöðu til myntsamstarfsins. Þá kom ESB ekki með neinar athugasemdir heldur tók því sem pólitískrí staðreynd. Það er pólitískt út í hött ef það á að reyna að þvinga einhvern að ganga með í myntsamstarfið. Það er algjörlega óhugsandi. Það væri hægt að halda því fram, að við hefðum brotið gegn sáttmálanum, en ég get ekki ímyndað mér þess konar pólitískar aðfarir."

Nýlega hefur ESB birt skoðanakönnun, sem sýnir að almenningur í löndum ESB hefur misst traust og trú á stofnunum ESB. Evrukreppan hefur breytt skoðunum fyrri gallharðra evrusinna, sem nú hrópa út um alla Evrópu að leggja beri evruna niður áður en hún framkalli ragnarrök evrusvæðisins. Einungis 9% Svía segjast geta mælt með að Svíar taki upp evruna. 

Í þessu ljósi eru yfirlýsingar Barrósó hrein stríðsyfirlýsing við almenning ESB og lýðræðið.

 


Úrslitakostir Barrosos til aðildarríkja ESB: Afnemið sjálfstæðið eða yfirgefið sambandið

Barroso_ZedongManuel Barroso framkvæmdastjóri ESB hefur ákveðið að hraða myndun alríkisins og leggja til breytingar á Lissabonsáttmálanum í því skyni, þegar fyrir Evrópuþingkosningarnar 2014. Hið nýja stórríki á að ná yfir öll lönd Evrópusambandsins jafnt innan sem utan evrusvæðisins.

"Þetta hljómar kanski eins og vísindaskáldsaga í dag en verður raunveruleiki eftir fá ár" samkvæmt Barroso, sem nú vill hraða niðurleggingu þjóða innan ESB fyrir stórríkið og hið "þéttara stjórnmálasamband."

The Telegraph birti frétt um málið og hefur fengið yfir þúsund komment á greinina á stuttum tíma. Talið er að þrýstingur Barroso og hröðun fyrir stofnum alríkisins muni endalega kljúfa Evrópusambandið og virka sem olía á eldinn í þeirri upplausn, sem nú þegar ræður ríkjum. Tillaga Barroso hefur kveikt upp mikla reiði í Bretlandi, þar sem öldurnar rísa hátt fyrir því, að Bretar segi sig úr sambandinu.

Sænska blaðið Fria Tider greinir einnig frá áætlun Barroso um breytingu á Lissabonsáttmálanum til að steypa löndum ESB saman í stórríkið. Barroso telur þörf vera fyrir nýja stjórnmálalega uppbyggingu, sem breytir í grundvallaratriðum, hvernig Evrópusambandið starfar.

Hugmynd Barroso er að aðildaríki ESB séu "all in" eða yfirgefi sambandið að öðrum kosti. Þetta eru í raun úrslitakostir til aðildarríkja ESB um að þau leggi niður sjálfstæði sitt og myndi alríki ESB með eigin ríkisstjórn og forseta. Þau lönd sem ekki samþykkja skilmálana mega sigla sinn sjó.


Nei Ísland

mbl2

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fer á kostum í dag vegna krafna "Já Íslands" um að ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum:

"Samtökin "Já Ísland eru ekki félagsskapur þeirra sem vilja standa vörð um fullveldi landsins og koma í veg fyrir að fleiri þættir fullveldis þess glatist, en orðið er. Í upphafi kynningar þessara samtaka á sjálfum sér segir orðrétt: "Já Ísland er sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka." Það væri nokkru nær ef þessi samtök kölluðu sig Já Evrópa, en þó væri það heiti aðeins nokkru nær. Ef samtökin vildu að nafnið þeirra eindurspeglaði markmiðin færi best á því að þau hefðu skírt sig Já Evrópusambandið. Hvers vegna gerðu þau það ekki?"

Bendir leiðarahöfundur á að það sé ekkert hræðilegt við það að hafa þá sannfæringu að Íslendingum myndi farnast best ef þýðingarmestu málum tilveru þeirra væri stjórnað af öðrum en þeim sjálfum. 

"En þetta trúaða fólk á undursamleg gæði regluverksins forðast samt eins og heitan eld að kenna sig við ESB. Það fer ekki einu sinni í næsta kostinn og berst undir yfirskriftinni Já Evrópa. Nei. Já Ísland skal herferðin gegn fullveldi heimalandsins heita."

Síðan talar leiðarahöfundur um "viðræður" sem miðast að því að Ísland gangi í ESB:

"Og það er ekki aðeins svo, að "viðræðurnar" miði að því að í lok þeirra sjálfra skuli það markmið nást, heldur skuli landið ganga í ESB í áföngum allan þann tíma sem "viðræðurnar" standa!" 

Bendir Morgunblaðið réttilega á að íslenzkir talsmenn, stjórnmálamenn og því miður embættismenn utanríkisráðuneytisins einnig hafi komið fram sem fullkomnir ósannindamenn gagnvart sinni eigin þjóð:

Í heil fjögur ár hafa engar samningaviðræður átt sér stað, hvorki hinar venjulegu sem fara fram á jafnréttisgrundvelli á milli ríkis og alþjóðastofnunar né aðrar. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar hlýtur að vera að afturkalla hina illa fengnu umsóknarheimild."

Það er bara að taka undir með Morgunblaði og leiðarahöfundi þess. Meirihluti þjóðarinnar og flokkarnir í umræðu um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa engan áhuga á aðild að ESB. En "Já Ísland" sem ætti eiginlega að heita "Já Evrópusambandið" gæti

"þá gert sérstakt átak fyrir áframhaldi viðræðna. Átækið mætti t.d. heita Nei viðræður."

Ég þakka Morgunblaðinu fyrir góðan Uppstigningardagsleiðara, sem lyfti húmornum á topp þennan góða dag. 


Evran hrikalegustu mistök heimsins að mati leiðandi sænsks krata. Íslenskir ESB-sinnar út úr hól við umræður meginlandsins.

stefan.pngÞað er mikill munur á stefnu íslenskra ESB-sinna og fyrrverandi ESB-sinna í Svíþjóð og fleiri löndum. Fyrrverandi verður að segjast, þar sem hrun ESB og evrunnar á meginlandinu er álíka stórt og ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi. Af borðum sænskra flokkssystkina Samfylkingarinnar er evran fallin og verður ekki tekin þar upp aftur, Moderatarnir hafa marglýst því yfir, að evran komi ekki til greina og eru virkir í baráttu gegn ofurveldi Brussel. Þeir einu sem opinberlega þora að tala jákvætt um evruna eru nokkrir gallharðir Folkpartistar.

Þjóðhagfræðingurinn Stefan de Vylder er ein leiðandi radda sænskra krata um efnahagsmál samtíðarinnar. Að hans mati mun myntbandalagið springa með skelfilegum afleiðingum, sem varla er mögulegt að sjá fyrir en samt sé betri valkostur en að keyra hrikalegustu tilraunastarfsemi heims áfram eins og nú er gert.

Í myndinni "Leiðin í stálbaðið" gerir hann grein fyrir skoðunum sínum og lýsir íslensku leiðinni, að láta eigendur banka sjálfa fá standa fyrir gjörðum sínum, sem einu réttu leiðinni. Hann fer hörðum orðum um stjórnmálamenn nútímans, sem hlekkt hafa miljónir manna í föstu gengi gjaldmiðils og séu búnir að eyðileggja efnahagslíf margra þjóða með tilraunastarfsemi sinni.

"Stjórnmálamenn nútímans hafa ekkert lært af kreppu fjórða áratugs fyrri aldar og munu tortíma okkur með áframhaldi stefnu sinnar."

Hverjir á fætur öðrum koma áróðursmenn Svía um aðild að ESB og evrunni og snökta á opinberum vettfangi og lýsa yfir mistökum sínum eins og t.d. fyrri Evrópuþingmaðurinn Anders Wijkman. 

Já-sinnar á Íslandi prédika skoðanir, sem heyrast vart lengur innan ESB, nema hjá launuðu klíkunni í Brussel.

Fá íslenskir ESB-sinnar engar fréttir frá skoðanabræðrum sínum á meginlandinu?


mbl.is Ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB stefnir á 0% lýðræði

seuro

42% Svía eru enn jákvæðir til ESB en einungis 15% Svía styðja framkvæmdastjórnina og Evrópuþingið, 11% styðja hugmynd um sambandsríki og einungis 9% vilja, að Svíar taki upp evruna.

Spurningin er, hvort ESB sé í lýðræðissamkeppni með öfugum formerkjum og þegar einungis 5% íbúa ríkis styðji evruna sé kominn grundvöllur að taka hana upp.

Könnunin er gerð á vegum Sænsku stofnunarinnar Evrópupólitískar rannsóknir og er mjög áreiðanleg. Hinn þjóðkunni sænski stjórnmálaprófessor Sören Holmberg við Gautaborgarháskólann gerði skýrsluna og greindi frá henni í fjölmiðlum.

Alls staðar úr Evrópu berast upplýsingar um þverrandi traust, fallandi lýðræði og stjórnmálalega upplausn innan Evrópusambandsins. Greinilega veit fólk meira en ráðamenn ESB halda, því engu er líkar en ráðamenn þess keppi til úrslita hvaða stofnun kemst fyrst í mark með 0% stuðning íbúa ESB. Kanski eru veðmál í gangi og afleiðuviðskipti til að einhverjir geti gert sér pening á lýðræðisfallinu.

Nú er bara fyrir Össur, Jón Baldvin og aðra evrukrata að kaupa sér miða til Brussel og hjálpa framkvæmdastjórninni að ná 0% markinu. Þeir hafa ómetanlega reynslu frá Íslandi, sem gæti orðið búrókrötunum í Brussel að leiðarljósi.


mbl.is 9% Svía vilja taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"You can´t handle the truth!"

bankrutt.pngOrð úr sígildri kvikmyndasenu með Jack Nicholson gæti verið kjörorð ríkis- og Baugsmiðla á Íslandi og þannig ver Seðlabanki Evrópu sig gegn fréttastofunni Bloomberg, sem krafist hefur gagna, sem fréttastofan telur að sýni, hvað SE vissi um stöðu Grikklands áður en skuldabólan sprakk. Bankinn neitar að afhenda gögnin, því "það grefur undan trausti almennings á efnahagsstefnunni, sem framkvæmd er innan ESB og Grikklands." Bloomberg vill fá svar við tveimur einföldum spurningum:

1. Hvenær varð SE ljóst, að Grikkland fegraði skuldastöðu sína?
2. Hvað vissi SE um gæði trygginga grísku ríkisstjórnarinnar á lánum frá SE?

Á wobbing.eu er því haldið fram, að málaferli Blomberg gegn Seðlabankanum geti aðeins endað illa fyrir SE, þrátt fyrir að SE hafi unnið fyrri hálfleik í EU-dómstólnum:

a) Ef bankinn þekkti til tölusvindlsins lendir hluti ábyrgðarinnar á SE.
b) Ef bankinn þekkti það ekki, er hægt að segja, að SE brást skyldu sinni að fylgja reglum myntbandalagsins (EMU).

Dómstóllinn telur, að það varði ekki "almannahag" að vita, hvort SE sé illa eða vel upplýstur. Dómstóllinn vísaði til reglu, sem gefur SE réttinn að birta ekki skjöl, sem skaðað geta almannahag. Með öðrum orðum: Best er að fólk sé hamingjusamlega óvitandi um, hversu slæmt ástandið er.

Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Bloomberg fer til dómstóla til að fá upplýsingar. 2008 kærði fréttastofan Seðlabanka USA og krafðist gagna, sem sýndu hverjir hefðu fengið neyðarlán. Federal Reserve neitaði að birta gögnin en tapaði málinu. Upplýsingarnar gjörbreyttu myndinni af því, sem raunverulega gerðist haustið 2008, þegar Federal Reserve lánaði stóru bönkunum á Wall Street 1200 miljarði dollara.

Svo þykjast valdhafarnir í Brussel vera hissa, hvers vegna almenningur ESB er hættur að treysta þeim.

(byggt á grein Cervenka í Sænska Dagblaðinu)


Samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum

1162f79ce3-380x230_o.pngSíður sem eiga að líta út fyrir að vera komnar frá Sjálfstæðis- mönnum á ýmsum stöðum hafa birtst á Fésbókinni og er þar farið niðrandi orðum um formann Framsóknarflokksins Sigmund Davíð Gunnlaugsson og stjórnarmyndunarumboði hans.

Sem betur fer hafa Sjálfstæðismenn brugðist við þessu og svarið sig frá þessum síðum, enda ekki siður málefnalegra Sjálfstæðismanna að birta róg hvorki á netinu né annars staðar. Sjálfstæðismenn byggja afstöðu sína á staðreyndum og vinna saman með öllum þeim, sem vilja byggja upp þjóðfélagið á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Þar er virðing fyrir einstaklingnum efst á blaði.

Hér er augljóslega um skipulagða herferð gegn Sjálfstæðisflokknum að ræða af andstæðingum flokksins, sem skortir öll rök til að ræða stjórnmál á málefnalegum grundvelli og grípa þess vegna til lyga og sóðaskaps af þessu tagi. Þetta kemur einnig fram í skoðanakönnunum vissra Baugsmiðla sem létu högg fylgja um 18% fylgi flokksins í aðdraganda kosninganna, þegar ljóst var að úrslit Icesave dómsins hafði áhrif á kjósendur. Einnig var eitthvað skrýtið við skoðanakönnun Viðskiptablaðsins að einungis mæla afstöðu milli formanns og varaformanns Sjálfstæðismanna en ekki annarra flokka í aðdraganda kosninganna.

Mér virðist nokkuð ljóst að einhverjir einstaklingar, jafnvel launaðir af þriðja aðila, vaki yfir umræðum Sjálfstæðismanna á netinu og öðrum fjölmiðlum og sigti upp umræður með ólíkum skoðunum og blanda sér síðan í leikinn í gervi "Sjálfstæðismanna" til að villa um fyrir venjulegu fólki og hafa áhrif á skoðanir. Þetta á sér líklega rætur allt frá langvarandi farsælum stjórnartímum Sjálfstæðisflokksins undir leiðsögn Davíðs Oddssonar og hefur verið að þróast á tímum þar sem óaldaröfl samfélagsins tóku saman höndum og reyndu að krossfesta bæði Davíð og Geir sem og sjálfan Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er enn haldið áfram og full ástæða að upplýsa hverjir eru á ferð og stöðva þennan blekkingarleik. 

Þetta eyðileggur líka áhrifamátt ágætis samskiptavefja t.d. blogga, Fésbókar o.fl.

Best væri að þetta yrði kært til lögreglunnar svo rannsakað verði og upplýst, hverjir sökudólgarnir eru og þeir leiddir fyrir dómstól vegna tilrauna til eyðileggingar mannorðs réttkjörinna stjórnmálamanna og tilraun til eyðileggingar á netmiðlum. 

Þetta þjappar Sjálfstæðismönnum enn frekar saman um gildi sjálfstæðisstefnunnar og góðum ásetningi um framgang hennar.


mbl.is Fordæma árásir á Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband