Endurkoma núllanna

cool-guys-dont-look-at-explosions-profileÁrið 1981 voru tvö núll tekin úr umferð myntskráningar á Íslandi. 100 kr urðu að 1 kr.

Í óðaverðbólgu er ekki haldandi á reiðufé heldur verður umsvifalaust að festa það í einhverju sem hugsanlega heldur í við verðbólguna. 

Hrunamannastjórn sú sem nú er í spilunum mun - ef af fæðingu verður, þýða endurkomu núllanna. 

Í Reykjavíkurbréfi dagsins skrifar höfundur: 

"Það hefur vissulega streymt mikið fé í ríkiskassann og margir kalla eftir ríkulegum skerf. En ef gengið verður hratt um þær dyr gleðinnar, þá er vaxandi verðbólga skammt undan og hratt hækkandi vextir. Ekki í kjölfar fyrirsjáanlegrar verðbólgu heldur strax og áformin birtast og peningastjórn landsins kemst ekki hjá því að grípa til lögbundinna aðgerða til að streitast á móti þenslu sem stjórnlaus veislan mun óhjákvæmilega skapa".

Uppbyggingarstjórn núllanna brennir göt í seðlaveski landsmanna.  

Gott mál að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur ræða saman.

En verður bóndanum í Hruna bjargað úr villtum dansi núllanna?

 

 


mbl.is Fyrsti formlegi fundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband