Sendiherra Svía á Íslandi spáir endalokum lýðræðis í Svíþjóð

Skärmavbild 2017-10-15 kl. 12.30.44Er Ísland staður fyrir óþægilega sænska stjórnmálamenn sem sænskir sósíaldemókratar vita ekki almennilega, hvað þeir eiga að gera við?

Håkan Juholt, sendiherra Svía á Íslandi er í löngu viðtali við Svenska dagbladet laugardag 14. október og segir vægast sagt áhugaverða og óvenjulega hluti af sendiherra að vera.

Hann spáir endalokum lýðræðis í Svíþjóð innan 100 ára og hann mun ekki fara til Svíþjóðar þau ár sem hann verður sendiherra á Íslandi. Í staðinn mun hann hitta vini og ættingja í París eða á sólarströndum Spánar.  

Hann segir við blaðamann Sænska dagblaðsins:

”Fjögurra ára sonur þinn mun ekki lifa í lýðræði þegar hann verður gamall heldur í teknokratí eða einræðisríki. Þetta er alveg svakalega sorglegt. Mér þykir fyrir því að segja þetta en ég er 100% viss. Við erum að útrýma lýðræðinu”, segir fyrrverandi leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Svíþjóðar.

Håkan Juholt fæddist 1962 í Oskarshamn og varð snemma meðlimur í félagi ungra jafnaðarmanna. 1994 var hann kosinn á þing og vann mikð að varnarmálum Svíþjóðar. Hann var kosinn formaður Sósíaldemókrata eftir að Móna Sahlin hætti því starfi 2011 en hrakinn úr embættinu 10 mánuðum síðar 2012. Eftir það var hann í limbó á þingi með fá frumvörp og engan ræðutíma. Honum leiddist lífið og ferðaðist um Svíþjóð og hélt 470 ræður sem nokkurs konar langdregna kveðju frá stjórnmálunum. Fjórum árum síðar fékk hann boð um nýja stöðu sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi.

Håkan sagði já þegar í stað og er yfir sig spenntur að vinna starfið: ”Ég er 55 ára gamall og get byrjað nýtt líf með eiginkonunni í nýju landi. Ég hef alla tíð haft þá reglu að maður á ekki að verða eftir á lestarpallinum, þegar lestin fer af stað, aðeins vegna þess að maður er ekki öruggur um hvert lestin er að fara”.

Um afnám lýðræðisins segir Juholt: ”Ég held ekki að hættan sé einræðiríki með akandi skriðdrekum á Sergels torgi (í Stokkhólmi) heldur sérfræðingastjórn sem ekki hleypir afstöðu meðborgaranna að stjórn landsins. Lýðræðið rennur úr greipum okkar. Færri munu vilja láta kjósa sig, flokkarnir munu draga úr hugmyndafræðinni. Klárt mál að ég sé hættu vegna tilkomu einræðis með tímanun”, segir hann af alvöruþunga.

Áhugi sænska utanríkisráðuneytisins á skýrslum frá Íslandi er vægast sagt hóflegur og ekki er mikill þrýstingur frá viðskiptalífinu (Ísland er aðeins 0,3% af útflutningi Svía). Það þýðir að enginn skiptir sér mikið af því, hvað Juholt gerir sem sendiherra. Á hinn bóginn fær Juholt loksins frjálsar hendur eftir að hafa verið skorðaður sem leiðtogi sósíaldemókrata. Og hann nýtur hverrar mínútu af frelsinu.

”Eftir fjögur ár verð ég 59 ára gamall og byrja þá mögulega eftirlaunatímann og stend í hvítum jakkafötum með hvítan stráhatt á gistiheimili með Riojavín í glasinu. Varla slæmur draumur er það?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er ekki viss um að það taki 100 ár að afskaffa lýðveldið í Svíþjóð. Samkomulag jafnaðarmanna og hægri flokksins um að halda Svíþjóðardemókrötum utan ríkisstjórnar var gríðarlega stórt fyrsta skref.  Mörg lítil munu fylgja á eftir.

Ragnhildur Kolka, 15.10.2017 kl. 17:25

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ragnhildur, ég hugsaði það sama - gengisfelling lýðræðisins hefur þegar átt sér stað og fer versnandi. 

Það er óvenjulegt að sænskur sendiherra skuli segja þetta um Svíþjóð ...ég yrði ekkert hissa þótt eitthvað heyrðist frá ríkisstjórn sósíaldemókrata og vinstri manna um þessi ummæli Juholts.

Gústaf Adolf Skúlason, 15.10.2017 kl. 17:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Komið þið sæl! Rétt eins og þið efast ég um tímann sem það muni taka að rústa lýðræðisríkinu Svíþjóð,sem öll rök sendiherrans og ykkar hníga að verði innan 100 ára. 

Þetta viðtal Häkan Juholt,s við Svenska dagbladet,ætti að berast öllum íslendingum og kynna sem hann segir klárt mál að leiði til eiræðis með tímanum. 

Þakka þér Gústaf Adolf fyrir Þetta.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2017 kl. 03:11

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka þér Helga sem ert svo áhugasöm um málin og kemur með góðar athugasemdir.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.10.2017 kl. 05:13

5 identicon

Það er vægta að segja að áhugi Svía, sé "hóflegt".  Í boði var "skyr" í Svíþjóð ... en Svíar banna allan influtning á vörum, sem "ógna" innanlands framleiðslu ... ef þið vissuð það ekki þegar.  Nú er Íslenskt skyr horfið úr hyllunum, og sænskt "kvarg" komið í staðin ... með hálf ógeðslegan "eftirsmak".

Hvað varðar að Svíþjóð verði ekki lýðræðisríki, vil ég benda á þá staðreynd ad Svíþjóð er "konungsdæmi".  Hefur ALDREI verið lýðræðisríki, og verður aldrei.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 09:37

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Bjarne fyrir innlit og athugasemd. Synd að skyrið hvarf, held að innlendir hafi lagt sitt ofaná svo það lenti ofarlega í verði. Danmörk og Noregur eru líka konungsdæmi en teljast til lýðræðisríkja eins og Svíþjóð. Völd konungs Svíþjóðar hafa verið skert verulega.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.10.2017 kl. 11:03

7 identicon

Jú, vissulega "teljast" þau vera Lýðræðisríki ... en maður verður líka að spyrja sjálfan sig, hvað er "lýðræði". Ákveðin "elíta", skrifar greinar í dagblöðin, sem einungis fá að skrifa út frá ákveðnum sjónarhóli ... allt sem er "andstætt" er fleigt í ruslið.  Og út frá þessu, kýs fólk ... þetta er ekkert lýðræði, og hefur aldrei verið. Hér er verið að "mynda" skoðanir fólks ... sem dæmi, það þarf að "banna" Rúsneska fjölmiðla, því þeir eru með "óþægilegar" skoðanir og "lygar" ... ekki satt. Hver dæmir um það, hvað sé "lygi", hvað sé "óþægilegt" ... er það fólkið, sem fær að lesa sem það vill eða fær bara að lesa það, sem því er skammtað

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 11:14

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Held að þessi tilhneiging kjörinna fulltrúa til að fría sig ábyrgð í gegnum ráðgjafa sé veruleiki hér. Hér eru ráðgjafar jafnvel handvaldir samkvæmt sannfæringu þeirra og niðurstöður beint og óbeint pantaðar til að réttlæta aðgerðir sem ganga gegn vilja kjósenda. Þannig er lýðræðið snuðað.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2017 kl. 12:37

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er sama kerfið og ESB nýtir sér þar sem ókjörið sérfræðingaveldi semur frumvörp og hefur síðasta orðið um ákvarðanir fyrir þingið, sem er í raunini upp á punt. Þingið fær lagalega doðranta deginum aður en kjosa á um þá og enginn fær raðrum til að kynna sér málið.

Raðgefendur geta verið nauðsynlegir, en þurfa þó aðeins að vera ráðgefandi, eins og felst í orðanna hljóðan, en ekki hafa siðasta orðið og taka ákvarðanir fyrir þingið. Þar liggur potturinn brotinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2017 kl. 12:44

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hafi þingmenn einhvern snefil af samvisku, þa ættu þeir ekki að hafna öllum frumvörpum og tillögum, sem þeir hafa ekki öðlast fullan skilning á. Það væri ágætis öryggisventill til að byrja með. Flestir eru þó of latir til að leggja þessa vinnu á sig.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2017 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband