Stærsta fjármálablaðran springur í ár eða á næsta ári

Skärmavbild 2017-10-07 kl. 10.14.07Fjárfestirinn Jim Rogers settist með framkvæmdastjóra Business Insider Henry Blodget í viðtalsþættinum ”The Bottom Line” og ræddu þeir efnahagsástandið. Ég læt fylgja með í lauslegri þýðingu það helsta sem fram kom í máli þeirra. 

Rogers: Ég lærði það snemma á fjárfestingarferli mínum að ég ætti ekki að fjárfesta í því sem mig langaði til. Betra er að fjárfesta í því sem er að gerast í heiminum. Annars væri ég gjaldþrota - algjörlega rúinn. Þetta heldur sem sé áfram. Sum hlutabréf í Bandaríkjunum eru komin í bólu. Blaðran er á leiðinni. Síðan springur hún og allir ættu að hafa miklar áhyggjur af því. En það er gott fyrir þig Henrý vegna þess að einhver verður að segja frá þessu. Þú færð vinnuöryggi. Þú ert heppin sál. 

Hvenær springur blaðran?

Seinna í ár eða næsta ár, skrifaðu það niður. 

Og hvað kemur þessu í gang?

Það er áhugavert að hlutirnir fara alltaf í gang á öðrum stað en við beinum sjónum að. Árið 2007 fór Ísland á hausinn. Fólk sagði ”Ísland”? Er það land? Eru þeir með markað? Síðan fór Írland á hausinn. Og Bear Sterns fór á hausinn. Og Lehman Brothers fóru á hausinn. Keðjan var þannig. Gerist alltaf á þeim stöðum sem við erum ekki með augun á.

Ég veit það ekki. Það gæti orðið lífeyrissjóðsáætlun Ameríku sem fer á hausinn, margir sjóðir eru gjaldþrota eins og þú veist. Það gæti orðið eitthvað land sem við höfum ekki augun á. það gæti orðið stríð - ólíklegt þó en eitthvað verður það…..

Hversu stórum skelli getum við búist við?

Þeim versta á ævinni. Það verður sá stærsti á minni ævi og ég er eldri en þú. Þetta verður grafalvarlegt mál. 

Við höfum haft efnahagsörðugleika í Bandaríkjunum, við getum notað Bandaríkin sem dæmi, á fjögurra til sjö ára millibili frá stofnun lýðveldisins. Jæja, það eru yfir 8 ár síðan síðast. Skuldastaðan þá var ekki neitt miðað við það sem er að gerast í dag.

2008 átti Kína heilmikið af peningum fyrir slæmu dagana. Svo fór að rigna. Þeir byrjuðu að eyða peningum. Núna eru Kínverjar líka skuldugir og er sú skuld miklu stærri. Veltureikningur Seðlabanka Bandaríkjanna hefur aukist allt að fimm sinnum frá 2008.

Þetta verður versti hvellurinn á ævi þinni - líka minni. Höfum því áhyggjur.

Getur einhver bjargað okkur?

Þeir munu reyna það. Það sem gerist er að vextir munu hækka eitthvað. Svo þegar ástandið verður orðið mjög slæmt þá hringir fólk og segir ”Þið verðið að bjarga mér. Vestræni heimurinn, hann er að hrynja”. Og Seðlabankinn sem búinn var til af stjórnmálamönnum og búrókrötum mun sega ”Klárt að við verðum að gera eitthvað”. Og þeir munu reyna en það mun ekki virka. Það mun orsaka einhverjar sveiflur en ekki virka í þetta sinn.

Við erum í þeirri stöðu að svo virðist vera mögulegt að hinn Vestræni heimur geti hrunið, þrátt fyrir að markaðir séu upp á við allan tímann. Oft þegar stórslys gerast í efnahagskerfinu, þá verður umrót í stjórnmálakerfinu. Hvað gerist í pólitíkinni ef þetta gerist?

Það er nú þess vegna sem ég flutti til Asíu. Börnin mín tala mandarísku vegna þess sem í vændum er. 

Ríkisstjórnir munu falla. Lönd munu einnig falla. Ísland féll síðast. Önnur lönd munu falla. Við fáum að sjá meira af slíku.

Stjórnmálaflokkar munu hverfa. Við munum sjá stofnanir sem hafa verið í gangi í langan tíma hverfa - Lehman Brothers voru meira en 150 ára þegar þeir hurfu. Varla til í minningu flestra. Við munum sjá miklu meira af slíku í næsta skipti, hvort svo sem um er ræða söfn, spítala, háskóla eða fjármálafyrirtæki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rogers og Peter Schiff hafa boðað þessar bölsýnisspár sínar ansi lengi án þess að nokkuð væri að marka. Þetta er bara þeirra leið til að hræra í mörkuðum í eigin hagsmunm.

Hér eru þó alvarleg teikn á lofti á fasteignamarkað, sem hefur bólgnað meira en nokkru sinni fyrr. Risafjárfestingar á lánum, sem lífeyrissjóðirnir okkar hafa tekið brjálæðislega áhættu í.

Það þarf ekki mikið útaf að bera og ansi margt sem getur farið úrskeiðis sem ylli dómínóeffekt á fjármálakerfið. Hér t.d þarf bara eitt gott gos, sem getur staðið frá nokkrum vikum upp í nokkur ár.

Besta leið landvinninga eru ekki lengur byssukúlur heldur lán. Þú lánar þjóð langt umfram greiðslugetu, sprengir bóluna og ferð svo inn og kaupir draslið á skít á priki. Við verðum með þessu áframhaldi lén vogunarsjóða og leiguþý.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband