Framsóknarflokkurinn myllusteinn um háls Sigurðar Inga Jóhannssonar

dreamstime_xs_38559868Flutningur Framsóknarmanna yfir í Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þýðir að Framsóknarflokkurinn verður Miðflokkurinn. 

Eftir situr Sigurður Ingi Jóhannesson með nafn og númer aldagamallar hreyfingar í gíslingu.

Sigurður Ingi hefur mátað sjálfan sig út í horn framhjá lifandi stjórnmálum á Íslandi og á á hættu að komast ekki á þing. Fram að kosningu fær Miðflokkurinn tíma, þótt lítill sé, til að koma stefnumálum sínum á framfæri og heyja kosningabaráttu.

Miðflokkurinn er Framsóknarflokkurinn, þótt undir nýju nafni sé. Miðflokkurinn er sannur arftaki aldagammallar stjórnmálahreyfingar og stoltur fánaberi framsóknarstefnunnar.   

Miðflokkurinn er í sókn með djarfa stefnu í efnahagsmálum, atvinnumálum og uppbyggingu innviða landsins á meðan nafnið í fjötrum verður grafsteinn þeirra sem tóku það í gíslingu.

Framtíðarbein Sigurðar Inga er orðið að myllusteini um háls hans. Honum tókst í augnablik að baða sig í ljóma starfandi forsætisráðherra án þess að hafa unnið nokkuð fyrir embættinu. Og þingstóllinn er ekki lengur innan seilingar.

Kjósendur eiga næsta leik.

 


mbl.is Heil stjórn sagði sig úr Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já, merkilegt hvernig það bein sem Sigurð Inga skortir í nefinu, hefur (eins og þú réttilega bendir á) orðið honum til falls.  Með vanhæfni sinni til að sætta þessi stríðandi öfl hefur hann virkilega sprengt flokkinn.  Mér þótti þó merkilegt að sjá hvernig sjá mátti hvoru megin línunnar meðlimir Framsóknar stóðu eftir því hvað þeir sögðu við blöðin.  Fylgjendur Sigmundar höfðu allir fylgst vel með hvernig þeim var ýtt til hliðar og sumpart burt; fylgjendur Sigurðar (eða kaupfélagsstjórnans) hafa hinsvegar aldrei orðið varir við að unnið væri gegn neinum.  Ojæja, farið hefur fé …

Ragnar Kristján Gestsson, 30.9.2017 kl. 10:08

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit og athugasemd Ragnar, já sprunginn Framsóknarflokkur gæti endað á þann veg að þeir sem eftir eru banka uppá dyr Miðflokksins eftir kosningar og skila til baka nafni og númeri.

Miðflokkurinn getur þá orðið Framsóknarflokkurinn að nýju og SIJ fer til sögunnar sem maðurinn sem reyndi og tókst næstum að eyðileggja flokkinn.  

Sannleikurinn kemur upp úr kjörkössunum. 

Gústaf Adolf Skúlason, 30.9.2017 kl. 10:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eitthvað hafa gamlir frammarar með þessa eyðileggingu að gera og svei mér þá ég hef enga samúð með þeim.

Þeim flökrar ekki við að afhenda Ísland ESB með öllu og beita til þess klækjum,hvar sem er, hvenær sem er og hverni....  Vonandi bætir Miðflokkurinn ennþá í...

 

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2017 kl. 18:12

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

 

Sæl Helga, þakkir fyrir innlit og athugasemd. SIJ fellir krókódílatár fyrir "að þurfa að þola skítkast" en hefur sjálfur "panamað" flokkinn og fyrrverandi formann á altari gulu pressunnar. Síðasta von SIJ er Michelle Obama að sögn og þarf ekki að draga það í efa. Sigurður Ingi á ekki í mörg stjórnmálahús að venda eftir svikin við Framsóknarflokkinn.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.9.2017 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband