Verjum grundvöll lýðræðis - stöndum vörð um lýðveldið

Björn Bjarnason skrifar á bloggi sínu sunnudag 24. september, að "þjóðir verða að standa á verði vilji þær halda í opna, frjálslynda, lýðræðislega stjórnarhætti. Unnt er að grafa undan þeim á margan hátt". 

Rekur hann í stuttu máli stöðu alþjóðamála í skiptingu þjóða í einræðisríki og þeirra sem aðhyllast lýðræði og opna, lýðræðislega stjórnarhætti. Bendir Björn á og tekur sem dæmi um hrörnun lýðræðislegra stjórnarhátta á Íslandi, þegar t.d. fréttastofa RÚV gerir tortryggilegt, að dómsmálaráðherra bendi fréttamönnum á úrskurðarnefnd um upplýsingar um uppreist æru. Í raun sé afstaða RÚV "krafa um að hafa lögmætar stofnanir að engu og hundsa góða stjórnslýsluhætti að geðþótta."

Skärmavbild 2017-09-23 kl. 10.55.21Björn Bjarnason hefur lög að mæla. Vanvirðing við rétt vinnubrögð lýðræðislegra kjörinna embættismanna er forkastanleg og á ekkert skylt við opna, heiðarlega umræðu. RÚV er löngu orðið að reginhneyksli langt út fyrir landsteinana og löngu tímabært að loka á þau sundrungaröfl sem þar hafa hreiðrað um sig og vanvirða vilja þjóðarinnar.

Stjórnmálamenn þurfa starfsfrið til að vinna störf sín. Líta ber á þá sem ekki vilja veita þjóðinni þann sanngjarna möguleika sem andsnúna lýðveldinu. 

Fyrir slík öfl skipta sameiginleg gildi okkar eða saga og fórnir fyrri kynslóða engu máli. Kosningarnar núna snúast fyrst og fremst um þessi gildi.

Viljum við farga lýðræðinu og í kjölfar þess sjálfu lýðveldinu?

Eða munum við verja þann grundvöll sem forfeður okkar og mæður færðu okkur.

Verjum lýðveldið Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband