Skipbrot sćnsku stjórnmálaelítunnar og desembersamkomulagsins

Skärmavbild 2017-07-27 kl. 12.35.10Uppstokkun Stefans Löfvens á embćttum í minnihlutaríkisstjórninni er gerđ undir gálga vantraustsatkvćđagreiđslu sćnska ţingsins. Stjórnarandstađan ađ Svíţjóđardemókrötum međtöldum voru búin ađ tilkynna komandi vantraustsyfirlýsingu á ţrjá ráđherra ríkisstjórnarinnar vegna hins svo kallađa lekamáls. Ţingmeirihluti ríkir fyrir fellingu ráđherranna og ţví ekkert annađ fyrir forsćtisráđherrann ađ gera til ađ halda eigin stól en ađ "samţykkja afsögn" tveggja ráđherranna, innanríkisráđherrans Anders Ygemans og samgönguráđherrans Önnu Johansson. Nýr innanríkisráđherra verđur Morgan Johansson, nýr samgönguráđherra Thomas Eneroth. Einnig varđ uppstökkun á ráđuneytum og tveir nýir ráđherrar teknir inn. Varđandi ţriđja ráđherrann, varnarmálaráđherrann Peter Hultqvist, getur hann setiđ áfram ţar sem hvorki Transportstyrelsen eđa Öryggislögreglan Säpo falla undir varnarmálaráđuneytiđ.

Međ ţessarri uppstokkun og međ ţví ađ láta Peter Hultqvist vera áfram sendir forsćtisráđherrann boltann aftur til stjórnarandstöđunnar sem trúlega verđur ađ fylgja eftir fyrri yfirlýsingum međ vantraustatkvćđagreiđslu gegn varnarmálaráđherranum. Óvíst er hvort til ţess kemur og ţá hver útkoman verđur en ef marka má yfirlýsingar forsćtisráđherrans Stefan Löfvens í dag, ţá er hann ekki á ţeim buxunum ađ ríkisstjórnin fari frá völdum.

Minnihlutastjórn Stefan Löfvens hefur getađ setiđ viđ völd vegna sérstaks desembersamkomulags viđ stjórnarandstöđuna (án Svíţjóđardemókrata). Skv. samkomulaginu ver stjórnarandstađan ríkisstjórn sósíaldemókrata og umhverfisflokksins falli ef vantraust verđur boriđ undir atkvćđagreiđslu í ţinginu. Mun ţá stjórnarandstađan (án Svíţjóđardemókrata) leggja niđur sín atkvćđi. Desembersamkomulagiđ er bandalag allra annarra flokka en Svíţjóđardemókrata um ađ einangra Svíţjóđardemókrata frá lýđrćđislegri ţáttöku í ţingstörfum.

Ţessi stefna hefur beđiđ skipbrot, ţví fylgi Svíţjóđardemókrata eykst jafnt og ţétt og mćlast ţeir nú langstćrsti stjórnmálaflokkur landsins í mörgum skođanakönnunum. Má segja ađ Desembersamkomulagiđ hafi lagt grunn ađ fylgisaukningu Svíţjóđardemókrata á kostnađ Sósíaldemókrata og Móderata. Veruleiki vinstri manna og hefđbundinna hćgri manna (án Svíţjóđardemókrata) er minnihlutastjórn háđ samţykki stjórnmálaandstćđinga. Finnst mörgum Svíum ţetta vera hiđ merkilegasta ţingrćđi og stjórnarfar og kílómetra langar blađagreinar skrifađar um máliđ.

Kosningar eru skv. áćtlun nćsta haust (2018) í Svíţjóđ ef ekkert óvćnt kemur fyrir og má búast viđ átökum um líf einstakra flokka ađ lifa ţćr af og hvort pólitíska landslagiđ verđi verulega umskrifađ af kjósendum.


mbl.is Uppstokkun í sćnsku ríkisstjórninni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sćll Gústaf Adolf! Hvílíkt mekalán í lekamáli stjórnar Stefans Löfvens.

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2017 kl. 01:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband