Aldrei hefur dauðinn verið svo hryllilega nærverandi vegna þess "fjarverandi". Leynilögreglan SÄPO vissi um hryðjuverkamanninn í þau þrjú ár, sem hann dvaldi í Svíþjóð

Skärmavbild 2017-04-09 kl. 14.21.48Mynd frá útifundi í Stockhólmi s.l. sunnudag til heiðurs fórnarlömbun hryðjuverkaárásarinnar. Á neðri myndinni: ein af fjölmörgum skilaboðum: "Ást til ykkar sem  horfið hafa af braut. Ást til ykkar sem eru eftir. Ást til borgar minnar Stokkhólms."IMG_7080
Það er engin leið að lýsa því tilfinningahafi sem umlykur alla sem á lífi eru eftir hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi s.l. föstudag. Miðbærinn er fullur af blómum og skilaboðum. Svíar streyma til að leggja blóm í minnislundinn á Sergels torgi, en þangað varð að flytja blómin úr bráðabirgðagirðingum sem lokuðu af Drottningargötunni. Blómin urðu svo mörg, að girðingin var að leggjast á hliðina. IMG_7090

Hryðjuverkamaðurinn kom sem hælisleitandi til Svíþjóðar í nóvember 2014. Yfirvöld höfnuðu umsókn hans í júní 2016 og ákváðu að manninum yrði vísað úr landi. Í desember 2016 fékk hann 4 vikur til að fara úr landi og í febrúar 2016 átti lögreglan að tryggja útvísun hans úr Svíþjóð. Hann var ekki við á fölsku heimilisfangi og erindið fór ofan í skúffu lögreglunnar merktri "fjarrverandi". Skv. óstaðfestum fregnum er hryðjuverkamaðurinn Rakhmat Akilov alþjóðlega eftirlýstur hryðjuverkamaður. Leynilögreglunni var kunnugt um það en þar sem hann hafði ekki brotið neitt af sér í Svíþjóð var ekkert frekar aðhafst í málinu. 

Núna liggja sannanir fyrir: 4 látnir, 2 berjast enn fyrir lífum sínum.

Milli 12 - 18 þúsund manns eru "fjarrverandi" í Svíþjóð. Þ.e.a.s. hefur verið úthýst úr landinu af yfirvöldum en voru ekki viðstaddir, þegar lögreglan kom til að framkvæma brottreksturinn. 

Hversu margir Rakhmatar eru meðal þeirra veit enginn.

 

 


mbl.is „Ég keyrði á trúleysingja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég ber virðingu fyrir Svíum, eftir að hafa búið á Skáni, þeir eru okkur fremri á vissum sviðum. Hinsvegar er innflytjendastefnan þeirra algjört stjórnleysi, kaos, sem Ísland er því miður að afrita nánast óbreytta og verri, því Svíar eru allavega eitthvað að herða reglurnar.

Hér þarf ósköp einfaldlega 180 gráðu stefnubreytingu. Í staðinn fyrir að fólkið komi fyrst, sæki síðan um leyfi til að dvelja í landinu, sem það dvelur samt í án þess að hafa það leyfi í fleiri ár og jafnvel löngu eftir að hafa fengið höfnun á umsókninni, þá á fyrst að sækja um, í upprunalandinu og umsækjandi stígi ekki fæti inn í nýja landið, fyrr en búið er að fallast á umsóknina og aldrei ef henni er hafnað.

Ég veit að fólk getur komið sem ferðamenn og það er erfiðara að stöðva það, en ef um er að ræða fólk sem á ekki neitt, þá getur það nú varla framfleytt sér lengi, því ferðamaður á engan rétt á fjárhagslegri aðstoð hins opinbera.

Theódór Norðkvist, 10.4.2017 kl. 20:22

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er líka eitt sem ég skil ekki. Hvernig gat maðurinn fengið vinnu, ef hann hafði ekki uppehållstillstånd? Það þarf að herða refsingar gegn þeim fyrirtækjum sem ráða ólöglega innflytjendur í vinnu og borga þeim eflaust svart í flestum tilefllum.

Theódór Norðkvist, 10.4.2017 kl. 20:25

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Theódór, þakka þér innlit og skrifin. Algjörlega sammála, held að þó nokkuð sé um svart vinnuafl... Það er nákvæmlega það sem þú skrifar um, stjórnleysið í innflytjendakerfinu og skortur á aðlögunaráætlun...Fólki mokað inn og svo á allt að bjargast á einhvern hátt. Hryðjuverkamenn koma inn meðal raunverulegra flóttamanna, 260 Uzbekistönum hefur verið úthýst á pappírnum en ekki í raunveruleikanum og eru þeir "fjarverandi" en lifa og búa í Svíþjóð. Áður hafði lögreglan aðferðir til að flytja ólöglega innflytjendur burt, REVA hét aðferðin en það mátti ekki, því þá var það rasismi og fasismi skv. vinstri mönnum.

Gústaf Adolf Skúlason, 10.4.2017 kl. 20:54

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir svarið, já alltaf skulu vinstri menn standa í veginum.

Theódór Norðkvist, 10.4.2017 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband