Ánægjulegt skref á réttri leið

Skärmavbild 2016-10-30 kl. 02.06.58Allar tölur ekki komnar en staðan seint í gærkvöldi.

Með auknu fylgi yfir 30% er Sjálfstæðisflokkurinn að ná fyrri hljómgrunni hjá þjóðinni eftir samskiptaörðuleika eftir bankahrunið 2008. Formaður flokksins Bjarni Benediktsson hefur komið vel út í samtölum og viðræðum við aðra flokksleiðtoga í kosningabaráttunni og ljóst að reynsla hans í stjórnmálastarfi hefur styrkt hann verulega í leiðtogahlutverki sínu. Þetta hefur komið fram í útfærslu í umræðum um ESB og fjármálin, þá sérstaklega í afstöðu til vogunarsjóða sem sýnt hafa óskammfeilni m.a. í auglýsingum til að lokka til sín vinstri stjórn á Íslandi. Það er því full ástæða til að óska formanninum og Sjálfstæðismönnum öllum til hamingju með vel unnin störf með ósk um að flokkurinn útfæri samtöl við kjósendur svo vel á næsta kjörtímabili að gangan haldi áfram alla leið eins og Bjarni Benediktsson sagði í stuttu ávarpi þegar fyrstu kosningatölur lágu fyrir. 

Útkoma Framsóknarflokksins er algjört hrun. Flokkurinn fær verstu útreið í 100 ára sögu sinni og fylgið sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dró með sér eftir bankahrunið er horfið. Spurningin sem Framsóknarmenn hljóta að spyrja, er hvort hrunið sé Sigmundi eða Sigurði að kenna. Fyrir sjálfan mig er svarið einfalt. Hvernig er hægt að treysta flokksforystu, sem lætur valdarán á síðustu metrum í formannskjöri verða ofaná í flokknum? Allir andstæðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og annarra Framsóknarmanna og kvenna eins og Vigdísar Hauksdóttur að ónefndum öllum öðrum sem af einurð og heiðarleika stóðu í hárinu á vogunarsjóðum munu segja aðeins eitt orð: PANAMA.

Hvenær ætlar ljósið að renna upp fyrir fólki að hluti eigenda vogunarsjóðanna standa á bak við PANAMASKJÖLIN til að klína "hneykslum" á heiðarlega, lýðræðislega kjörna stjórnmálamen, sem eru að vinna fyrir sitt eigið fólk? Sjáið hvernig Píratar, Björt framtíð, Samfylking og Vinstri grænir standa saman til að reyna að búa til hvert "hneykslið" á fætur öðru um stjórnarandstæðinga sína. Það eina sem þessir flokkar gera er að búa til hneykslismál, því þeir eru uppiskroppa með stjórnmálarök. Það eina sem þessir flokkar hafa gert eftir bankahrun er að reyna að ljúga sögusögnum upp á stjórnmálaandstæðinga sína sbr. Geir Haarde og Landsdómsmálið, Davíð Oddsson seðlabankastjóra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra. Sem betur fer hefur þjóðin séð gegnum þennan lygavef þessarra launaðu óyndismanna, sem láta kaupa sig til svartverka í íslenskum þjóðmálum. Eina leiðin fyrir Framsókn að ná sér upp úr þessarri lægð er að Sigurður Ingi Jóhannsson víki úr formannsstóli og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson taki við forystu flokksins aftur. Sigmundur á mun meiri framtíð fyrir sér en Sigurður. 

Þess vegna skilur Birgitta Jónsdóttir ekkert í því, að einungis Framsókn hrynur en ekki Sjálfstæðisflokkurinn og segir það koma skringilega út fyrir umheiminum. Það sem hún meinar en segir ekki er að þetta kemur skringilega út hjá eigendum vogunarsjóða sem veðja á Pírata til að umpóla fólki svo hrægammasjóðir fái að hafa sína íslensku skuldaþræla í friði. Mikill áhugi "erlendra" fjölmiðla á Pírötum fylgir einnig alþjóðlegum "Baugsmiðlum", þar sem eigendur vogunarsjóða á Íslandi hafa fingurna með í spilum líkt og Jón Ásgeir á Íslandi.

Hrun 2 hjá Samfylkingunni er rökrétt og mátulegt á þá að fá vera með en geta ekkert gert sem er verri staða en að vera alls ekki með. Gott að losna við pakkalygarann Skarphéðinsson. 

Vinstri grænir bæta við sig fylgi en ekki nægjanlega miklu til að fjórflokkurinn sem hittist fyrir kosningar geti náð að mynda ríkisstjórn. Og Vinstri grænir hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Útkoma kosninganna ef Vg breytir ekki um skoðun er því þannig að Viðreisn virðist hafa vogarafl í dæminu.

Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna og eðlilegt að Bjarni Benediktsson fái umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Ég óska sjálfstæðismönnum til hamingju með árangurinn, flokkurinn er að ná fyrri hljómgrunni meðal þjóðarinnar. 

PS. Viðbót sunnudagsmorgun en þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 28,4% svo hann hlaut nú ekki þessa miklu jákvæðu útkomu yfir 30% eins og talið var fyrst. Bætir við sig 1,7%(í stað 3,4%). Þetta dregur aðeins úr en breytir ekki grundvallarniðurstöðunni.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Núna segir 29% í mbl Gustaf. 

Já af hverju síast þetta ekki inn með Panamaskjölin og vogunarsjóðina?  Það var verið að gera saklausan mann glæpsamlegan.  Þú bendir þarna líka á formannsbrölt Sigurðar Inga, já honum var beinlínis hjálpað af fólki innan flokksins að fara gegn Sigmundi, ekki beinlínis traustvekjandi.   

Elle_, 30.10.2016 kl. 15:19

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Elle, takk fyrir innlitið. Já sá 29%, sem er endanleg tala, þetta rokkaði aðeins. Það mun taka Framsóknarflokkinn langan tíma að ná til baka fylginu nema að Sigurður Ingi taki pokann sinn. Hann hefur eyðilagt möguleika Framsóknar til að vinna áfram að málefnum sínum með því að kljúfa flokkinn. Shame on him.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.10.2016 kl. 16:35

3 Smámynd: Elle_

Já það var óvænt frá Sigurði Inga, frá mínum bæjardyrum allavega Gustaf, mér fannst það ekki vera í persónu Sigurðar Inga að snúast svona gegn Sigmundi.

Elle_, 30.10.2016 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband