Valdaránið í Framsóknarflokknum

14724541_682330091930043_3930628317712036879_nSigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra má eiga sér það til framdráttar, að olígarka Wall Street þurfti til svo hægt væri að stöðva lýðræðislega framgöngu hans á Íslandi. "Panamaskjölin" voru uppfærð hernaðarlist eftir að "Trojku" tilraun ESB og Icesavehjúanna Steingríms og Jóhönnu mistókst. 

Baráttan um yfirráð yfir peningastefnu Íslendinga hefur verið hörð á undanförnum árum:

Ísland inn í ESB: þjóðin 1 - Trojkan 0
Icesave: þjóðin 1 - Trojkan 0
Lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar sem fá að halda embættum sínum:
Davíð Oddsson/þjóðin 0 - Trojkan 1
Geir Haarde/þjóðin 0 - Trojkan 1
Ólafur Ragnar Grímsson/þjóðin 1 - Trojkan 0
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson/þjóðin 0  -Trojkan 1

Staðan í augnablikinu er 3-3 en í raun má segja að óprúttnir óligarkar hafi yfirtökin, því þeir hafa önnur verkfæri en lýðræðiskjörnir embættismenn á Íslandi sbr. árás RUV, SVT og RM á Ísland með Panamaáhlaupinu. Það voru fleiri en forsætisráðherrann sem voru sviptir lýðræðislegum völdum á Íslandi: lýðræðislega kjörin ríkisstjórn var svipt völdum og þingmenn Alþingis sömuleiðis fjórðung kjörtímabilsins. Hreint stjórnarskrárbrot. 

Í kjölfar þessarar lýðræðisnauðgunar á Íslandi bættu svo innanbúðaröfl í Framsóknarflokknum betur um með eigin valdaráni á síðasta landsfundi flokksins, þar sem formanni flokksins var velt af stóli. Óvirkum Framsóknarmönnum var smalað á flokksþingið til að kjósa nýjan formann. Reynt var að fela smölunina en rútufarmar komu og fólki hleypt inn til að kjósa.

Þegar Sigmundur Davíð hafði orð á þessu reyndu valdaránsmenn að gera lítið úr því með því að segja að "rútur með kínverskum ferðamönnum hefðu sést við Háskólabíó", rétt eins og það væri álíka fjarstæðukennt að halda því fram að smölun SIJ hefði átt sér stað eins og að segja að Kínverjar fengju að kjósa í formannskjöri Framsóknarflokksins. 

Valdaránsmenn Framsóknarflokksins gætu engu að síður þurft að leita til Kínverja í von um fylgi í komandi Alþingiskosningunum. Læt fylgja með kínverskan aðdáunarsöng á forystu Framsóknarflokksins.

 


mbl.is Þurfti að nota gögn í tölvunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvaða viðurlög skyldu vera við Stjórnarskrárbroti og þá brotum? Mig grunar að hinn almenni kjósandi skammist sín fyrir aðild flokksins að árásinni á Sigmund og svo háreistin og kröfur á þingi sem leiða til nýrra kosninga....Og Þess vegna hríðfalli fylgi þeirra í könnunum.

Það ætti að vera skylda sjónvarpsstöðvanna að sýna myndband Guðjörns jónssonar,þar sem hann rekur villur Jóhannesar lið fyrir lið.-
 Mb.Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2016 kl. 04:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem ég stytti mikið færsluna hér fyrir ofan, kemur hér ekki fram að ég á við lygaþvælu Jóhannesar um brot Sigmundar D.

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2016 kl. 04:12

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Helga, takk fyrir innlitið. Góð spurning, hver viðurlög eru við stjórnarskrárbrotum... þyrfti að vera til stjórnarskrárnefnd á Alþingi sem fjallar um málið. Það er í höndum kjósenda að velja burt þá flokka sem vanvirða stjórnarskrána. Hjartanlega sammála þér með myndband Guðbjörns og mikil hneisa fyrir og í stíl við annað hjá ríkisfjölmiðlinum. Jóhannes er grunnfærinn maður að minni hyggju og kíkir ekki á, hvað liggur að baki hlutunum. Það sést skýrt á útskýringum hans varðandi Panamaskjölin. Hann er hræddur við umtal drengurinn sá. Kveðjur.

Gústaf Adolf Skúlason, 15.10.2016 kl. 07:17

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Af minni einfeldni, þá sýnist mér sem stjórnarskrárbrot séu ekki túlkuð sem lögbrot, heldur mun fremur sem mistök og að dómarinn í svoleiðis mistökum sé RUV.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2016 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband