Breytingu ESB í OFURRÍKI flýtt - Aðildarríkjum settir afarkostir

blackhole

 

 

 

 

 

 

 

Enska Daily Express greinir frá því á heimasíðu sinni að utanríkisráðherrar Frakklands og Þýzkalands hafi skissað áætlun um hröðun uppbyggingar Ofurríkis ESB.

Verður aðildarríkjum settir þeir afarkostir að þau verði að afhenda stjórnun hermála, sakamála, skattakerfis eða Seðlabanka til Brussel. Einnig fá aðildarríkin ekki lengur að annast eigin landamæri eða málefni flóttamanna. 

Ráðabruggið hefur valdið gríðarlegri reiði í Póllandi eftir að pólski fréttamiðillinn TVP info lak því til almennings. 

Skv. fréttinni munu afarkostirnir verða kynntir af þýzka utanríkisráðherranum Frank-Walter Steinmeier á fundi Visegrad hópsins í dag en hópurinn samanstendur af Póllandi, Tékkalandi, Ungverjalandi og Slóvakíu.

Þjóðverjar munu notfæra sér Brexit til að hrinda áformum sínum um fjórða ríkið í framkvæmd. Trúlega kljúfa þeir sambandið í herðar niður og kenna Bretum um og mynda fjórða ríkið með þeim aðildarríkjum ESB sem reiðubúin eru til að undirkasta sig skilmálum Þýzkalands.

Ein Volk - Ein Reich - Ein.......... 

 


mbl.is Liggur ekki á að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vona að þetta styrki Breta að halda Bretix til streitu og okkur að halda okkur frá þessu bákni. Þar er nefnilega engin miskunn og heragi allt í gegn um kerfið.

Valdimar Samúelsson, 27.6.2016 kl. 18:36

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Valdimar, Bretum verður gert lífið leitt og allt mun það hafa þveröfug áhrif á ímynd hins sargaða Evrópusambands. Það nýjasta er að nú á að fella niður ensku sem vinnumál hjá sambandinu en þýzka og franska verða notuð áfram  

http://www.b.dk/globalt/eu-kommissionen-siger-au-revoir-til-engelsk-sprog

Gústaf Adolf Skúlason, 27.6.2016 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband