Guðni Th. Jóhannesson telur almenning "FÁVÍSAN LÝÐ"

voGuðni Th. Jóhannesson telur landhelgisbaráttuna ekki stríð af því enginn eða mjög fáir hafa týnt lífinu við útfærslu landhelgi Íslendinga. Stríð er reiknað í fjölda líka, hversu mörgum gefur hann ekki upp og verður því einn um líktalninguna. Líklegast hafa varðskip hennar hátignar Bretadrottningar verið í skemmtiferð við Íslandsstrendur og af einskærri tilviljun hindrað störf íslensku landhelgisgæslunnar. 

Guðni Th. Jóhannesson sér tilveruna í svart-hvítu: Annars vegar stendur "fávís lýðurinn" sameiginlega minnislaus og lætur stjórnast af "hetjusögum stjórnmálamanna" og hins vegar sagnfræðingar sem finnst skemmtilegt að velta fyrir sér, hvers vegna "sameiginlega minnið" er ekki allsráðandi í heiminum. Barátta smáþjóðar fyrir lífsafkomu sinni, fiskimiðum eða efnahagslegu sjálfstæði segir sagnfræðingurinn vera þjóðrembu og vill endurskoða sögu íslenska lýðveldisins.

Það er merkilegt að sjá Guðna Th. Jóhannesson afrita "minniskenningu" marxíska prófessorsins Maurice Halbwachs í bókinni "La Mémoire collective" frá 1950 og reyna að nota sem grundvöll til að breyta sögu Íslands. Guðni Th. Jóhannesson vill augljóslega tilheyra klúbbi fræðimanna sem telja það vera þjóðrembu að stofna lýðveldi, því rétt saga þeirra muni hvort eð er glatast, þar sem almenningur og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn stjórni "sameiginlega minninu" með skálduðum hetjusögum.

Þessi fræðikenning er sett fram til að vinna gegn frjálsu samfélagi sem byggist á einstaklingnum í stað "gráa fjöldans" og er í dag notuð til enn einnar árásarinnar á frjáls og fullvalda þjóðríki. Markmiðið er sem fyrr að undirlétta einræðisherrum að taka völdin, þar sem hægt er að berja niður frelsis- og lýðræðisþrá einstaklingsins, sem að mati þessa fólks er bara "fávís lýður". 

Halbwachs skrifaði einnig "Fræðikenningu um sjálfsmorð".

Skyldi Guðni Th. Jóhannesson hafa lesið hana líka? 

PS. hef breytt nafni Halbwachs i Maurice Halbwachs sbr. leiðréttingu hér að neðan (skrifaði óvart Renan Halbwachs út frá glæru Guðna, þrátt fyrir að ég hefði athugað og slegið upp Maurice Halbwachs). 


mbl.is Segir Guðna vilja kollvarpa stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Enn þá eigum við afburða þjóðhetjur í útlandinu sem styðja okkur sem viljum að landið verði sjálfstætt og gangi ekki með nokkru móti í Evrópusambandið. Frambjóðandinn Guðni TH.er að skila til okkar því sem hann hélt í sér meðan hann rembdist undir feldinum,það er all svakaleg stærilætisbuna.-- Þakka þér Gústaf Adolf fyrir góðan pistil og baráttu þína í sjálfstæðisbaráttunni.

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2016 kl. 17:48

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ættir að rifja upp að það voru sjálfstæðismenn með Davíð Oddson í broddi fylkingar og Alþýðuflokkurinn ( seinna samfylking) með Jón Baldvin Hannibalsson í forsvari sem færðu okkur EES samninginn sem felur í sér tilskipanir Evrópusambandsins. Seinna voru það sjálfstæðismenn og samfylking sem beittu sér fyrir inngöngu í ESB.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2016 kl. 18:26

3 Smámynd: Elle_

Hann var ekki að skrifa um EES.  Hann var að skrifa um Guðna Th, hvað honum mislíkar við hann í forsetaembætti.

Elle_, 16.5.2016 kl. 18:48

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En ég var að tala um Davíð og okkar reynslu af honum í landsölumálum.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2016 kl. 18:52

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er furðulegt hvað fólk fellur fyrir Guðna Th,, maður sem þú réttilega bendir á Gústaf, telur fólk ómentaða heimska þjóðarrembinga, nema ef fólk er með BS gráðu í vitleysu frá Háskóla Íslands.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 18:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jósef, hvenær beittu Sjálfstæismenn og Samfylking sér fyrir inngöngu í ESB?

Þú verður að upplýsa um þetta, því Samfylkingin notaði það sem átyllu til þess að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ársbyrjun 2009 að hann vildi ekki samþykkja að sækja um slíka inngöngu.  Eftir það vélaði Samfylkingin VG í ríkisstjórn og lét þann flokk lofa stuðningi við umsókn, þrátt fyrir samþykktir flokksins fyrir kosningar um að slíkt yrði aldrei gert.

Axel Jóhann Axelsson, 16.5.2016 kl. 18:55

7 Smámynd: Elle_

Já ég skil það Jósef að þú vildir tala um það.  Og það var allt í lagi.  En ég skildi ekki hví Gústaf ætti að rifja upp EES akkúrat núna, eins og þú sagðir.

Elle_, 16.5.2016 kl. 19:09

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir fyrir innlit og góð orð sérstaklega þín Helga og einnig Elle, Jóhann og Axel. Ég horfði á fyrirlestur Guðna Th. um þetta yfirburða "sameiginlega minni" sem á að laga allt í heiminum. Ekki beinlínis traust á venjulegu fólki sem Guðni Th. kallar "fávísan lýð".

Hér kemur ágætis samanburður Sveins Óskar Sigurðssonar á afstöðu þriggja forsetaframbjóðenda í samanburði við afstöðu íslensku þjóðarinnar: 

einfaldasta-myndin-a-islandi-i-dag

Gústaf Adolf Skúlason, 16.5.2016 kl. 19:30

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Axel. Það hefur alltaf verið fólk innan þessara flokka , samfylkingar og sjálfstæðisflokks sem hafa haft áhuga á ESB inngöngu. Fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson hefur verið þar fremstur í flokki. En það er ekki einhugur um það í flokknum og aðildarsinnar hafa verið í minnihluta. Ef þú manst þá var þessi hluti tilbúinn til að kljúfa flokkinn og stofna nýjan( viðreisn). Átillan sem þú minnist á er nú bara átilla.Þetta var á þeim tíma sem allt hrundi og eðlilegt hjá Samfylkingu að reyna að firra sig ábyrgð frá því. En þeir voru ekki samstíga um það í stjórnarsamstarfi að ganga í sambandið. Enda gafst enginn tími til þess. En ég held að í raun hafi meirihluti þjóðarinnar verið hlynntir inngöngu sumarið 2009. Það sem breyttist síðan var hrunið á Evrunni og Brestir í ESB. Og það voru allir sem dásömuðu útrás bankanna og víkinganna okkar hvar í flokki sem það var. Fólk er fljótt að gleyma.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2016 kl. 19:40

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta held ég að flestir sem eitthvað hugsa viti um afstöðu Guðna Th. Um ESB og ICESave, en það er litið talað um opin landamæri sem bæði Guðni Th. og Andri Snær eru miklir fylgismenn fyrir.

Sannir Íslendingar kjósa ekki Guðna Th. ESB og opin landamæri frambjóðandann sem lýtur niður á flesta kjósendur og kallar þá ómentaðan og fávísan þjóðarrembings sjómenn og verkamannalýð.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 19:43

11 Smámynd: Elle_

Lýsandi tafla sem Gústaf setti inn frá Sveini Sigurðssyni.  Sammála þessu Jóhann.

Elle_, 16.5.2016 kl. 20:22

12 Smámynd: Elle_

Ætla annars ekki að tala illa um Guðna Th, en stórefast um alla sem vilja fullveldisafsal og alla sem töluðu fyrir ICEsave og kýs ekki slíka menn í neitt.

Elle_, 16.5.2016 kl. 20:26

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef ekkert skrifað um Guðna Th. annað en það sem hann hefur sagt og skrifað sjálfur, þannig að ég tel að ég sé ekki að skrifa illa um Guðna Th.  nema siður sé.

Kveðja fráHouston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 20:45

14 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

LEIÐRÉTTING

Disa Danneskjöld benti mér á (Facebook) að Halbwachs heitir Maurice en ekki Renan, ég sló upp Maurice Halbwachs en horfði á glæru Guðna með nöfnunum Renan, Halbwachs og skrifaði beint Renan Halbwachs.

Leiðréttist hér með.

Hef ekki slegið upp Renan en Halbwachs dugir vel með sameiginlega minnisleysið OG fræðikenningu um sjálfsmorð.

Kveðja til Jóhanns í Houston og kem til baka síðar í spurningunni um opin landamæri (sem eru ekki að virka í Schengen)

Gústaf Adolf Skúlason, 16.5.2016 kl. 21:09

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ár nú að meina íslensku landamærin Gústaf.

Kom fram í viðtali við Guðna Th. á Útvarp Sögu að hann vill engar hömlur á innflutningi flótta og hælisleitenda og islendingar væru svo ríkir að þeir hefðu vel efni á að halda uppi útlendingum.

Guðni Th. var spurður hver á að borga fyrir uppihald útlendingana og svarið var frekar stutt; "Skattgreiðendur."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 21:20

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú 6. Maí síðastliðin voru 40 ár liðin frá árekstrunum stóru þegar Freygátan Falmouth sigldi í tvígang á varðskipið Tý og freygátan Naiad einu sinni. Það var slembilukka að Tý var ekki hvolft og sökkt, en það vár tilgangur aðgerðarinnar að "taka hann út". Hann var svo eltur af drættarbátum inn að fjórum mílum í þeim tilgangi að klára málið. Þar sluppu 25 skipverjar naumt með bráðan dauða. Þetta er mér í fersku minni því ég var þar um borð sem messagutti og sá eini sem slasaðist. Aldrei hef ég verið nærri dauðanum. Þetta var stríð. Á því lá aldrei vafi. 

Að maður sem man ekki einu sinni þessa tíð skuli tjá sig svona um atburðina er móðgun við alla þá lifandi og látna sem lögðu lífið í sölurnar til að tryggja auðlindalögsögu okkar. 

Ég gef ekki atkvæði mitt manni sem sýnir slíkt yfirlæti og hroka. Maður sem hefur setið á skólabekk alla sína tíð og verið vafinn akademískri bómull er ekki líklegur til að vera í tengslum við fólkið í landinu né söguna, jafnvel þótt hann kalli sig sagnfræðing.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2016 kl. 21:33

17 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já alltaf einfalt mál að eyða peningum annarra og kenna síðan öðrum um þegar búið er að tæma alla sjóði (sbr Reykjavík). Opnu landamærin virka ekki á Íslandi frekar en annars staðar, á síðustu 2 árum hafa 250 þúsund flóttamenn komið til Svíþjóðar, sem er að kikna undan álaginu. 

hér er úrklippan með "fávísa lýðnum"  https://youtu.be/CFO7p7O26gw

Gústaf Adolf Skúlason, 16.5.2016 kl. 21:38

18 Smámynd: Elle_

Nei ég var ekki að meina að þú hafir neitt talað illa um hann, Jóhann:/

Elle_, 16.5.2016 kl. 21:41

19 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ég þakka þér kærlega Jón Steinar fyrir þessa lífssögu þína, enginn getur tjáð sig betur en sá sem reynsluna hefur. Svona minningar eru sannar og reistar á staðreyndum. Deili skoðun þinni um forsetaframbjóðandann Guðna Th. algjörlega.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.5.2016 kl. 21:44

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka útskýringuna Elle, bjóst heldur ekki við að það var það sem þú meintir, en Góða Gáfaða Fólkið (kjósendur Guðna Th.) eiga það til að skilja og snúa út úr kommentum, þess vegna fannst mer rétt að reina að stoppa þann misskilning, með minni athugasemd.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 22:07

21 Smámynd: Elle_

Gott að hafa varann á Jóhann.  Maður getur aldrei vitað hvað kemur næst. 

Sláandi sjómannssaga frá Jóni Steinari.  Það væri skrýtið að gera lítið úr svona sögu.

Elle_, 16.5.2016 kl. 22:28

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er Guðna Th. auðveldlega fært að gera lítið úr sjómönnum, enda skammast hann sín fyrir þjóðina og hefur komið því framfæri bæði í ræðu og riti og þá sérstaklega skammast Guðni Th. sín fyrir sjómenn og verkamannalýð þjóðarinnar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 22:37

23 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hversu margir hafa lesið ,sér til skilnings, grein Guðna? Fróðlegt að fylgjast með hve margir eru til í að skutla sér út í skítugan flórinn.

Tryggvi L. Skjaldarson, 17.5.2016 kl. 07:34

24 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Guðni hefur sagt í viðtölum í dag að hann segði nei við ESB.En hér er ræða sem Davíð Oddsons flutti á landsfundi sjálfstæðismanna 1989. MJÖG góð ræða...

-----

„Hugsanlega verður þó skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngöngu ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki. Verði sú niðurstaðan, að þau séu óaðgengileg talin, hafa menn heldur engar brýr brotið að baki sér.

Og þrátt fyrir allt er líklegt að smæð okkar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við bandalagsþjóðir okkar í Atlantshafsbandalaginu og margar hefðbundnar vinaþjóðir, þar sem við njótum trausts.

Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópubandalagið.

Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einangrun, alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd.

Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg.“

Snorri Arnar Þórisson, 17.5.2016 kl. 08:01

25 Smámynd: Elle_

Snorri, get ég bent á að Evrópubandalagið var ekki sama mikla bákn og yfirráðaveldi og er ESB er nú, ekki nándar nærri.  

Tryggvi, þú talar um skítugan flór.  Þú sem sakaðir fólk beint eða óbeint um þjóðrembu bara í gær, alveg að ósekju.

Elle_, 17.5.2016 kl. 10:52

26 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað tæplega 30 ár síðan? Ræður Davíðs eru alltaf góðar. Evrópusambandið rétt að skríða upp úr kola & stál sambandinu og eingöngu samið um viðskipti.Hvað hefur breyst? Samruni landanna með tilheyrandi framsali valds,og hreinlega krefja lönd um að ala önn fyrir fjölskyldum takmarkalaust.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2016 kl. 10:57

27 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Elle og Helga.

Hann er að tala beint við fólk eins og ykkur í þessari ræðu.

---

Verði sú niðurstaðan, að þau séu óaðgengileg talin, hafa menn heldur engar brýr brotið að baki sér.

---

og

---

Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópubandalagið.

---

og

---

alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd.

---

En kanski er Davíð ekki lengur ungur og kjarkmikill?

Snorri Arnar Þórisson, 17.5.2016 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband