Bretar rísa upp - Óbama í ESB-sneipuför

Ég elska Bretland. Í hvert skipti sem flugvélarhjólin snerta brezkan flugvöll kemur yfir mig svipuð tilfinning og þegar ég lendi í Keflavík á Íslandi, fósturjörðinni góðu. Kannski vegna þess, að þegar ég var á 17. aldursári fór ég í sumarvinnu hjá Butlin´s Holiday Camp i Wales fyrir tilstuðlan Ingólfs Guðbrandssonar. Kannski vegna þess, að þegar ég vann með Evrópska Smáfyrirtækjabandalaginu ESBA kynntist ég og vann lengi með Bretanum Brian Prime, einum af stofnendum The Federation of Small Businesses. 

borjohnÞað er þess vegna afskaplega létt fyrir mig að taka til mín, skilja og virða þær skoðanir sem Boris Johnson borgarstjóri Lundúnaborgar birti í blaðinu The Sun föstudaginn 22.apríl. 

Bretland og Bandaríkin geta orðið betri vinir en nokkru sinni fyrr Hr. Óbama.....ef við GÖNGUM ÚR ESB

Þannig hefst bréf borgarstjórans sem má túlka sem andsvar við grein Bandaríkjaforseta í The Telegraph þar sem Bandaríkjaforseti reynir að telja Bretum trú um, að Evrópusambandið geri þá stórkostlegri. Notfærir Obama sér söguleg tengsl þessarra tveggja vinaþjóða til að telja Bretum trú um að þeir verði að þakka Evrópusambandinu fyrir að rödd þeirra heyrist í heiminum. Í ræðu eftir að greinin birtist hótaði Óbama Bretum því, að þeir yrðu settir neðst á blað í viðskiptasamningum ríkjanna ef þeir veldu að ganga út úr ESB, því Bandaríkin geri viðskiptasamninga við ESB.

Hafa afskipti Bandaríkjaforseta vakið gríðarlega reiði í Bretlandi og vafalaust skapað mörg ný atkvæði fyrir útgöngu Breta. Það bætti ekki úr skák, að Bandaríkjaforseti þóttist vera að koma til Bretlands í eigin persónu til að óska Bretadrottningu til hamingju með níræðisafmælið en valdi að eyða púðrinu að mestu í hefðbundinn ESB-áróður.

Brjóstmyndin af Churchill

Boris Johnson bendir á að eitthvað gerðist, þegar Barack Obama hóf ferillinn í Hvíta Húsinu: "Eitthvað hvarf úr skrifstofunni og enginn gat útskýrt nákvæmlega hvað það var. Það var brjóstmynd af Winston Churchill - mætum leiðtoga Breta á stríðsárunum." Styttan hafði prýtt skrifstofu Bandaríkjaforseta í a.m.k tíu ár áður en Obama varð forseti.

"En á fyrsta degi ríkisstjórnar Obama var henni skilað án athafnar til brezka sendiráðsins í Washington. Enginn vissi, hvort forsetinn sjálfur hefði verið með í ráðum. Sumir sögðu að þetta væri ábending til Breta. Aðrir sögðu að þetta væri tákn meðfæddrar andúðar hins hálf Kenýska forseta á brezka heimsveldinu - sem Churchill hafði varið af svo mikilli ástríðu. Sumir sögðu að kannski væri Churchill ekki lengur talinn jafn mikilvægur og hann hafði einu sinni verið. Kannski væru hugmyndir hans gamaldags og komnar úr tízku. 

Jæja, ef það er ástæðan fyrir því, að Churchill var bannfærður í forsetaskrifstofunni, þá hafa þeir sjaldan haft jafnmikið á röngu að standa.

Hvað barðist hann fyrir í seinni heimsstyrjöldinni? Hvers vegna vann hann svo ötullega að því, að Bandaríkin tækju þátt í stríðinu?

Jú, hann barðist fyrir afkomu Breta, en hann barðist einnig gegn einræði fyrir lýðræði í Evrópu - fyrir rétt fólks til að fá að velja sjálft, hverjir búa til lög og jafnframt að skipta þeim út í kosningum. 

Í stjórnmálahjarta sínu trúði Churchill því, að það væri frumréttur sérhvers kjósanda að velja með litla blýantinum sínum, hver ætti að stjórna landinu.

Tíu miljarðir punda árlega í sjóinn (1 804 milljarðir ísk)

Og í dag er það sorgarleikur Evrópusambandsins - sem stofnað var til fyrir löngu síðan með því háleita og göfuga markmiði að koma í veg fyrir nýja styrjöld, - að það sjálft er að traðka á lýðræðinu í landi okkar og í kringum okkur í Evrópu." 

Boris Johnson víkur að kostnaði Breta af verunni í ESB: "Við borgum 20 milljarði punda árlega eða 350 milljónir punda á viku til Brussel. Búrókratarnir eyða um helming þess fjár í þessu landi og helminginn sjáum við aldrei meir."

Hann víkur einnig að fullyrðingum um að Bretar hafi "meiri áhrif" innan ESB en utan: "Þetta er þvæla. Gengið hefur verið gegn Bretlandi 40 sinnum á síðustu 5 árum og samanlagður kostnaðurinn fyrir þessa ósigra brezku ríkisstjórnarinnar og fyrirtækja er um 2,4 milljarðir punda aukalega á hverju ári.

Hvernig er hægt að hafa "áhrif" í framkvæmdastjórninni í Brussel, þegar einungis 3,6% starfsmenn hennar koma frá landi okkar? Gætuð þið ímyndað ykkur, að Bandaríkjamenn leggðu traust sitt í samningum til stofnunar með aðeins 3,6% Bandaríkjamönnum? Hugmyndin er hlægileg."

Já við getum það

Boris Johnson talar um trúna á Breta í stað uppgjafar: "Uppgjafarsinnarnir segja já, ESB- er andlýðræðislegt en við erum of lítil til að bjarga okkur sjálf.

Ég skil engan veginn, hvaða land þeir eru að tala um. Það Bretland sem ég sé er fimmta stærsta efnahagskerfið í heiminum, leiðandi á alls konar sviðum 21. aldarinnar og með höfuðborg sem á margan hátt er heimshöfuðborg. 

Getum við tekið til baka stjórnun landamæra okkar, peningakerfis okkar og stjórnarfarskerfis? Já við getum það.

Getum við staðið á tveimur fótum? Já við getum það. 

Getum við haft dafnandi samskipti við alla aðra í ESB sem byggjast á frjálsri verzlun og samstarfi ríkisstjórna? Já við getum það.

Getum við aftur orðið sigurvegarar lýðræðisins? Já við getum það. 

Og með því að gera allt þetta munum við blómgast sem aldrei fyrr - og þess vegna orðið jafnvel að betri og verðmætari samstarfsaðila við Bandaríkin."

 

 


mbl.is Bretland færi aftast í röðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegt að maðurinn skuli voga sér að hlutast svona til um mál í ríki sem hann hefur ekkert með að gera.  Hann á að skammast sín og reyna að koma skikki á sína eigin þjóð.  Þar er ekki glæsilegt um að litast, morð og herverk hvergi meiri, mesta magn af fólki í fangelsum á heimsmælikvarða.  Allskonar ógeðsleg verk unnin af Cia og svo má lengi telja.  Hann hefur ekki efni á að ráðleggja öðrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2016 kl. 20:23

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ásthildur og þakkir fyrir innlit. Sammála þér. Afskiptasemi Obama sýnir hversu mikil spennan er orðin í heiminum um yfirráð yfir heilu þjóðfélögunum. Í Evrópu er ríkjum smalað og sjálfsákvörðunarréttur þeirra afnuminn við inngöngu í ESB. Obama telur það vera betri ráðstöfun en að lönd taki sjálf eigin ákvarðanir og gengur þar með þvert á allt sem fyrri forsetar Bandaríkjanna hafa sagt fram að þessu. Óbama er ekki fulltrúi frelsis eða friðar.

Gústaf Adolf Skúlason, 23.4.2016 kl. 21:22

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Boris Johnsen hlýtur að taka við formennsku í Íhaldsflokknum áður en langt um líður. Hann er miklu meiri leiðtogi en Cameron, sem er á síðasta snúning. Cameron er í miklum vanda, hann veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga, vill vera vinur allra og helst ekki móðga neinn og er því ekki líklegur til stórræða.

Obama með afskiptasemi sinni mun trúlega efla þá sem vilja úr ESB. Hann heldur að hann geti leyft sér hvað sem er. Afskiptasemi hans af því sem honum kemur ekki við er ekkert nýtt af nálinni, hann leyfir sér hvað sem honum sýnist og er tilbúinn að brjóta lög, siðareglur og meira að segja stjórnarskrá eigin lands.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.4.2016 kl. 21:30

4 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með bresku ríkisstjórninni síðustu vikur en hún rekur nú mikinn hræðsluáróður fyrir fólk til þess að fá það til að kjósa gegn úrgöngu úr Evrópusambandinu, t.d. lét hún útbúa bækling, sem kostaði skattgreiðendur 9 milljónir punda, þar sem farið er yfir rökin fyrir því að halda áfram í EU.  Nú er Obama farinn að beita hræðsluaróðri líka en Bretar eru helsta bandaþjóð USA í Evrópu og leið USA inn í Evrópu liggur oft á tíðum í gegnum UK.  Síðustu vikur hefur Cameron fallið í áliti hjá mér en á sama tíma hefur Boris Johnson hækkað í áliti.

S Kristján Ingimarsson, 23.4.2016 kl. 21:50

5 Smámynd: halkatla

Það hafa nokkrir valdamiklir frá USA þegar tjáð sig um að það sé ekkert að marka þetta sem Obama sagði, að hlutirnir virki einfaldlega ekki þannig.

Ég elska líka Bretland og er stolt af bresku þjóðinni fyrir að ætla sér úr ESB, ég er bjartsýn og hef enga trú á því að þeir klúðri þessu tækifæri.

halkatla, 23.4.2016 kl. 22:47

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Obama ætti að skammast sín og koma sér heim, áður en hann verður USA þjóðinni til meiri skammar.

Tæpir 9 mánuðir þangað til við losnum við þetta viðrini sem kallar sig forseta USA. 

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 23.4.2016 kl. 23:55

7 Smámynd: Elle_

Ég styð ekki Obama en þetta er algeng íslensk villa um Bandaríkin, eins og kom frá Ásthildi að ofan: "Þar er ekki glæsilegt um að litast, morð og herverk hvergi meiri."

Ég elska Bandaríkin og segi að þeir sem þetta segja ættu að skoða eftirfarandi töflu frá Sameinuðu Þjóðunum um morðlönd heimsins: List of countries by intentional homicide rate. Það ætti að miðast við íbúafjölda og eru Bandaríkin neðarlega, 3ju neðst í allri álfunni Ameríku, bara á eftir Chile og Kanada, og nágranni okkar Grænland eitt það versta.

Elle_, 24.4.2016 kl. 00:22

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru ekki margir sem vita mikið um hvað er að gerast í USA, af því að það les bara fyrirsagnir á netmiðlum sem hafa einhverjar pólitískar skoðanir, sem er verið að akitera fyrir.

Heyrði á Útvarp Sögu frá inn hringjanda að heilbrigðiskerfið í USA væri það lélegasta sem til er.

Af hverju ættli þúsundir Kanadamanna og annara þjóða sjúklingar fari til USA í meðferð? Sennilega af því að heilbrigðiskerfið er svo lélegt, hef aldrei heyrt aðra eins fásinnu.

Sama er um skotvopna glæpi í USA, fólk hraunar yfir USA af því að það les eitthvað propaganda á netmiðlum.

Kveðja frá 

Jóhann Kristinsson, 24.4.2016 kl. 00:55

9 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlitið gott fólk og góða umræðu. Sammála um leiðtogaefni Toris, að Boris sé betri en Cameron sem mér finnst vera að leika pólitískan Tipras í Bretlandi. Vinur minn Anthony Miller sagðist ætla að senda ESB-áróðursbæklinginn til baka til sendanda sér að kostnaðarlausu. Það hefur þurft að hreinsa mikið á Downingstreet 10, því margir ætluðu að senda bæklinginn tilbaka til Camerons.

Varðandi úrslit ESB-kosninganna í Bretlandi býst ég alveig eins við að góður meirihluti Breta kjósi að vera utan við ESB. Fjölmiðlar í Bretlandi segja ekki alltaf rétt frá eins og t.d. í síðustu þingkosningum, þegar enginn sá fyrir að Íhaldsmenn fengju hreinan meirihluta á þingi. En drifið gegn fólki sem þráir frelsi og að fá sjálft að ráða yfir málum sínum er móðursjúkt. Og ég er hræddur um að þetta sé aðeins byrjunin.....

Gústaf Adolf Skúlason, 24.4.2016 kl. 04:36

10 Smámynd: Elle_

Já Jóhann, fólk fullyrðir alltof oft út í loftið um Bandaríkin í fáfræði, eða viljandi.  Og ruglar svo glæpalöndum í álfunni Ameríku, eins og Mexíkó, við Bandaríkin.  Í Bandaríkjunum eru óvart sumir bestu skólar og spítalar heims og tækni framarlega og þar býr í heild friðsamasta fólk sem er ekki að fremja neina glæpi.

Takk Gustaf.  Obama talar ekki fyrir Bandaríkjamenn og þessi afskiptasemi hans í innanríkismál Bretlands var bíræfin og ólíðandi.  Forsætisráðherra Breta er eins slæmur, og það gegn frelsi eigin lands, í Jóhönnu-Össurarstíl.  Vonandi komast Bretar (og Tony) út úr þessu evrópska helvíti.

Elle_, 24.4.2016 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband