Besta svarið

screen-shot-2012-10-01-at-7-07-59-pm

Ný þingsályktunartillaga Framsóknarflokksins er lykillinn að endanlegu uppgjöri við bankahrunið. Verði tillagan samþykkt munu dyrnar að leyniherbergi Alþingis verða opnaðar fyrir þjóðina.

Það er reginhneyksli fyrir lýðræðið í landinu að Alþingi hýsi gögn í herbergi sem þingmenn fá leyfi gegn þagnarskyldu að fara einn í einu og sækja upplýsingar um afhendingu tveggja banka til hrægammasjóða.

Þjóðin beið gríðarlegt tjón við þennan gjörning og norræna velferðarstjórnin setti 110 ára birtingarbann á gögnin. Slíkt vekur náttúrulega spurningar um eðli og markmið uppgjörs þrotabúanna, þegar þjóðinni er meinaður aðgangur að upplýsingunum lengur en Þyrnirós svaf svefni sínum. Ekki bætir úr skák að myrkríður fyrri ríkisstjórnar lýstu sér sem fulltrúum "gegnsærrar opinberrar stjórnsýslu".

Þingflokkur Framsóknarmanna á heiður skilinn fyrir frumkvæðið, vonandi láta Sjálfstæðismenn ekki sinn hlut eftir liggja að greiða ályktuninni brautargengi á Alþingi.

Sár þjóðarinnar fá möguleika til lækninga, þegar leyndinni verður aflétt. 

Og að lokum:

forsætisráðherrann2


mbl.is Vilja aflétta leyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég bíð spenntur eftir að sjá frumvarpið.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2016 kl. 22:25

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Gústaf

Það er annað sem ég hef átt erfitt með að skilja. Af hverju hefur ekki verið sett á stofn rannsóknarnefnd til að kafa ofan í vinnubrögð Svavars Gestssonar við gerð hins "frábæra" Icesave samnings? Samnings sem Steingrímur Joð var svo yfirmáta ánægður með, en þjóðin hafnaði þrátt fyrir hótanir Jóhönnu og SJS. Þá hefðu þau átt að segja af sér án hiks og möglunar, en nei það þurfti fleiri axarsköft til og dugðu þau samt ekki til að þau segðu af sér. Nú rís stjórnarandstaðan upp, þau sem voru þeim JS og SJS trú í einu og öllu og krefjast afsagnar núverandi ríkisstjórnar, sem þó hefur ekki gert slík axarsköft af sér sem þau fyrrnefndu, en þau vildu leggja óbærilegar birgðar á þjóðina. Ég held að kjósendur séu ekki búnir að gleyma því, skoðanakannanir benda alla vega til þess.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.3.2016 kl. 22:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eitthvað borguðu hjúin fyrir stuðning Hreyfingarinnar,svo þau mættu hanga út tímabilið,m.a.til að slá eigið met.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2016 kl. 23:03

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir fyrir innlit og komment. Er svo sannarlega sammála þér Tómas og væntanlega fást skýringar fyrir þessum hulduverkum fyrri ríkisstjórnar í leynigögnunum í herbergi Alþingis. Það er einnig makalaust að heyra útskýringu formanns Samfylkingarinnar sem er ásamt hinum stjórnarandstöðuflokkunum eina ferðina enn að reyna að kljúfa þjóðina og etja hluta hennar gegn öðrum með járnaslætti á Austurvelli. „Við telj­um mjög mik­il­vægt að rík­is­stjórn­in mæti kjós­end­um með allt uppi á borðum. Þetta eru upp­lýs­ing­ar sem var haldið frá kjós­end­um í aðdrag­anda síðustu kosn­inga og skipt­ir máli að fólk hafi fyr­ir fram­an sig,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is."

Hafandi læst inni upplýsingum frá þjóðinni í 110 ár, þá er ljóst að kröfur um hæfni þingmanna eiga einungis að gilda um þingmenn allra annarra flokka en þeirra sem halda upplýsingum um gjörðir sínar frá þjóðinni.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi málsins. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 30.3.2016 kl. 23:17

5 Smámynd: Elle_

Gjörsamlega siðlaus flokkur þessi SAMfylking. Nú koma þau og VG eins og hvítþvegin með ICEsave og innilæst bankaskjöl í 110 ár í bakhólfum og ætla að fara að lemja í járn í miðbænum. Næstum grátlega hlægilegt.  

Elle_, 31.3.2016 kl. 08:39

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er fullkomlega sammála því, svo lengi sem þjóðarhagsmunir séu ekki í húfi, að setja af þessa leynd. Elle, Ísland átti ekki 1 danska krónu með gati, DO og GHH höfðu gefið síðasta gjaldeyrinn til gjaldþrota banka. Íslendingar höfðu enga lánfyrirgreiðslu, Ísland var nánast gjaldþrota. Vissulega voru og eru bretar og hollendingar áhrigamiklir innan ESB. Peningar þegna þessara þjóða hafði íslenskur banki hreinlega stolið, hvarf til money heaven. Myndir þú una því bara sí svona hefðir þú verið í þeirri stöðu, held ekki. Íslendingar urðu að sýna samningsvilja, annars væri enga lánafyrirgreiðslu að hafa, þetta marg kom fram. Framhaldið eiga allir að vita, endirinn var góður enda til þess fengið úrvals teymi. 

Jónas Ómar Snorrason, 31.3.2016 kl. 10:46

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Allir sem áttu forgangskröfur vegna Icesave hafa fengið þær að fullu greiddar sbr. http://lbi.is/heim/frettir/frett/2016/01/11/Undanþága%20frá%20fjármagnshöftum%20-%20fullnaðargreiðsla%20forgangskrafna%20-%20Opin/

Staða ríkisjóðs var góð, mjög litlar ríkisskuldir þegar bankarnir hrundu. Það voru glæpamenn undir handleiðslu Baugsveldis Jóns Ásgeirs og annarra kappa sem söfnuðu skuldum og stungu undan fé enda sitja nokkrir þeirra í fangelsi í dag sem betur fer. Þetta fólk eyðilagði lánsstraust íslenska ríkisins og féfletti íslenska ríkið.

Síðan fengum við ríkisstjórn sem vildi koma skuld glæpamannanna á saklausa skattgreiðendur Íslands. En vonandi mun margt koma út úr þessu geymda páskaeggi bakvið luktar dyr Alþingis.

Gústaf Adolf Skúlason, 31.3.2016 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband