Íslamska ríkið - "sterkasta ríki í heimi" ...?

USSRsyrienAllir segjast vera í stríðinu í Sýrlandi til að berjast gegn íslamska ríkinu. Stríðið er búið að vera í 5 ár og 470 þúsund manns eru fallin. Samt virðist enginn endir á hversu margar þjóðir og hernaðarbandalög ætla inn og berjast gegn íslamska ríkinu. Virðist endalaust pláss vera fyrir heimsins heri og hertól "til að berjast gegn ÍSIS" 

Sádi Arabar hafa lýst yfir að þeir ætli inn með landher "til að berjast gegn ÍSIS".

NATO lýsir yfir að þeir ætli sem hernaðarbandalag að "taka þátt í stríðinu gegn ÍSIS".  

Rússar fóru með sín hertól til Sýrlands "til að berjast gegn ÍSIS".

Kína er á leiðinni "til að berjast gegn ÍSIS". 

Ef eitthvað er að marka yfirlýstan tilgang með stríði heimsins gegn ÍSIS í Sýrlandi, þá er ÍSIS sterkasta ríki heims.

Sannleikurinn er að sjálfsögðu allt annar. ÍSIS er fyrirsláttur. 

Rússar eru í hlutverki Basharsböðla og kasta sprengjum á saklausa íbúa Sýrlands.

Þeir vita að Sádí arabar eru bandamenn Bandaríkjanna og stjórnarandstöðunnar gegn Bashar og hóta þess vegna heimsstyrjöld til að hræða Bandaríkjamenn og Sádí frá Sýrlandi svo þeir sjálfir geti eins og Frakklandsforseti benti á í gær: "aðstoðað Bashar al-Assat að brytja niður sitt eigið fólk."

Þess vegna vilja Rússar ekki vopnahlé núna eins og Bandamenn leggja til. Í staðinn vilja Rússar hafa vopnahlé 1. mars, því þá hafa þeir náð að brytja niður 300 þúsund manns sem þeir eru búnir að króa af í Apello og neita alþjóðlega rauða krossinum um að færa mat og nauðsynjar.

Owen Jones skrifar í The Guardian, að þótt Pútín hafi ekki í byrjun haft í huga að kála ESB, þá sé hann og ESB komin í störukeppni um hvort falli fyrst. ESB vegna allra kreppna eða Rússland vegna fyrirsjáanlegs gjaldþrots. Sjóðir Rússa eru tómir og traust Pútíns heima fyrir er bundið efnahagslegum stöðuleika sem einungis er tímaspursmál hvenær hrynur.  

Viðbót að morgni föstudags: Fréttir um "vopnahlé" er einungis taktík Basharsböðlanna til að geta sagt að þeir séu mannúðlegir með því að "leyfa hjálparstofnunum" að aðstoða íbúana. En til öryggis tilkynna bæði USA og USSR að vopnahléið sé nú bara "á pappírnum."


mbl.is 50 þúsund íbúar hraktir á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar að rúv-sjónvarp sé að kortleggja á landakorta-tækniteikningum; helstu bækistöðvar helstu illmenna jarðarinnar og að þær staðsetningar séu uppi við til langs tíma.

Jón Þórhallsson, 12.2.2016 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband