Hvíl í friði, englar - Við munum aldrei gleyma ykkur

IsobelBowderyHér er bréf Isobel Bowdery frá Suður Afríku, sem þóttist vera dáin í meira en einn klukkutíma innan um fólk sem kvaddi ásvini sína með lík þeirra í örmum sér á meðan hryðjuverkamennirnir hlupu um allt og skutu á fólk í tónlistarsalnum Le Bataclan. Í bréfi sem núna dreifist um allt á Facebook deilir hún tilfinningum sínum: “Ég barðist fyrir því að gefa ekki þessum mönnum þá hræðslu sem þá langaði mest af öllu að sjá.”

Bréf Isobel Bowdery í lauslegri þýðingu:

“Maður heldur aldrei að neitt komi fyrir mann sjálfan. Þetta var venjulegt föstudagskvöld á rokkhljómleikum.

Stemningin var afslöppuð og fín, allir dönsuðu og hlógu og þegar mennirnir komu inn og byrjuðu að skjóta héldum við í barnaskap okkar, að það væri hluti af sýningunni. Þetta var ekki bara hryðjuverkaárás, þetta var slátrun. Tugir manns voru skotin fyrir framan augun á mér. Blóðpollarnir runnu yfir gólfið. Fullorðnir karlmenn héldu líkömum ástkvenna sinna og grétu, kveinstafir þeirra bergmáluðu í þröngum salnum. Á einu augnabliki var framtíð þeirra slegin sundur og fjölskyldur þeirra urðu harmi slegnar.

Í geðshræringu og algjörlega einsömul þóttist ég vera dáin í meira en klukkutíma, mitt á meðal fólks sem sá sína nánu og kæru liggja líflausa. Ég hélt andanum og reyndi að liggja alveg kyrr, reyndi að halda grátnum niðri. Ég vildi ekki sýna þessum mönnum þá hræðslu sem þeir sóttust eftir. Ég var ótrúlega heppin að komast lifandi af. Horfði á fólk sem var rænt lífinu. Saklaust fólk sem kom á hljómleikana af sömu ástæðu og ég, til þess að eiga skemmtilegt og ánægjulegt föstudagskvöld.

Heimurinn er vondur staður. Ódæði sem þetta sýnir víst hnignun mannsskepnunnar. Myndirnar í huga mér af mönnunum sem sveimuðu í kringum okkur eins og gámar munu elta mig það sem eftir er æfinnar. Hvernig þeir miðuðu vandlega og skutu á fólkið í kringum mig án neinnar tillitssemi til mannslífs. Þetta var óraunverulegt. Ég beið allan tímann eftir því, að einhver myndi segja mér að þetta væri martröð. En eftir að hafa lifað af þennan hryllig fæ ég möguleika að segja frá hetjunum.

Manninum sem talaði rólega við mig og hætti lífinu til þess að grátstafir mínir og hræðsla myndi ekki heyrast. Parinu sem sagði síðustu kærleiksorðin hvert við annað, sem gerir mér kleift að halda áfram að trúa á það góða í heiminum. Lögreglunni sem tókst að bjarga hundruðum manns. Óþekkta fólkinu, sem tók mig burtu af staðnum og hughreysti mig á þeim 45 mínútum, sem ég var þess fullviss um að ástvinur minn væri dáinn. Skaðaði maðurinn, sem ég hélt af mistökum að væri ástvinur minn , - sem faðmaði mig og sagði að allt myndi lagast aftur, þegar ég skildi að hann var ekki Amaury og hann var sjálfur einsamall og hræddur. Konunni sem opnaði dyrnar og hleypti inn þeim sem komust af. Vininum sem skaut yfir mig húsaskjóli og keypti ný föt fyrir mig svo ég þyrfti ekki að vera í blóðugum fötum. Öll þið sem veittuð mér traust ykkar og stuðning – þið fáið mig til að trúa því, að heimurinn getur verið betri, að þetta muni aldrei gerast aftur.

Þegar ég leggst niður í spillt blóð annarra og bíð eftir kúlunni, sem mun binda endi á tuttugu og tveggja ára líf mitt, þá sé ég andlit fólksins sem ég elska fyrir framan mig. Ég hvísla til þeirra aftur og aftur, að ég elski þau og hugsa samtímis um alls þess góða sem ég hef notið. Ég óskaði mér að þau myndu skilja, að hvað svo sem kæmi fyrir mig, þá yrðu þau að halda áfram að trúa á mannkærleikann í brjóstum fólks. Látum ekki þessa menn sigra.

Í gærkvöldi breyttist lífið hjá svo mörgum. Það er undir okkur komið að verða að betri manneskjum. Að fá að lifa því lífi sem hin saklausu fórnarlöm í þessum harmleik dreymdi um en á sorglegan hátt fá aldrei að lifa. Hvíl í friði, englar. Við munum aldrei gleyma ykkur."


mbl.is „Tugir skotnir fyrir framan mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband