Þýzki útflutningshagnaðurinn er "stórslys"

merkel

Samkvæmt skilgreiningu breska Capital Economics hefur evran skapað útflutningsskrýmsli í Þýzkalandi á sama tíma og neytendur halda að sér hendinni. Roge Bootle stofnandi Capital Economics og fyrrum yfirmaður bankarisans HSBC segir, að þróunin hafi blásið út gríðarlegan útflutningshagnað Þýzkalands á kostnað annarra evruríkja.

Roger Bootle heimsótti Stokkhólm nýlega og sagði þá, að "þetta væri stórslys fyrir efnahagslíf Evrópu og fyrir efnahag alls heimsins." Hann gengur lengra en aðrir málflytjendur og útmálar Þýzkaland sem raunverulega orsök evrukreppunnar.

Með eigin gjaldmiðil hefði Þýzkaland þurft að vinna fyrir sér með hækkandi gjaldmiðli sem myndi leiða til aukins kaupmáttar neytenda í stað einhliða uppsöfnunar gróða hjá útflutningsfyrirtækjum eins og reyndin er með evruna. Í ár er hagnaður útflutnings Þýzkalands 8% umfram innflutning. 

Jennifer McKeown hagfræðingur hjá Capital Economics segir að 2% munur á útflutningshagnaði Þýzkalands og annarra evrulanda sé ögrandi: "Þetta er geysilega mikill munur, þegar tillit er tekið til lágrar eftirspurnar. Með eigin gjaldmiðil væri Þýzkaland örugglega með halla gagnvart t.d. Ítalíu og Frakklandi sem ekkert hafa vaxið síðustu árin." Hún meinar að lykillinn að auknum hagvexti í evrulöndunum sé í höndum Þýzkalands. Sérstaklega myndu kreppulöndin fá draghjálp ef að hluti útflutningstekna Þýzkalands lenti í vösum 80 miljóna Þjóðverja.

"Miðað við að Þýzkaland hefur litla ríkisskuld 75% af vergri þjóðarframleiðslu gæti Berlín t.d. lækkað tekjuskatt eða virðisaukaskatt."

Þýzka ríkisstjórnin gæti líka aukið verulega ríkisfjárfestingar, sem hafa verið þær sparsömustu í Evrópu í tvo áratugi. Skv. reikningum AGS myndi hækkun fjárlaga t.d. til vegaframkvæmda um 0,5% af vergri þjóðarframleiðslu varla verða merkjanlegar í ríkisfjármálum Þýzkalands en hefðu örvandi áhrif á allt evrusvæðið.

Byggt á grein i Dagens Industri 


mbl.is Gæti stutt úrsögn úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband