Grikkir á krossinn - ESB undirbýr neyðarhjálparsendingar við Grexit

jezis_kaifas_film_4Grikkir fá tíma til kl. 8.30 föstudag til að koma með "samþykkjanlegar tillögur" ....annars verða þeir sendir í Grexit. Mikilvægt fyrir Brusselhirðina að sýna heiminum, að enginn kemst upp með að tuska stórveldið. Allra síst barbararnir frá Hellas. 

Á blaðamannafundi þriðjudagskvöld 7. júlí lögðu bæði Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdarstjórnar ESB og Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, áherslu á, að ESB hefði í fórum sínum "áætlun í smáatriðum" við Grexit. Vegna alvarleika málsins verður leiðtogafundur allra aðildarríkja ESB haldinn á sunnudaginn 12. júlí, svo ESB geti tekið ákvörðun um "stórslysahjálp" til Grikklands. Þ.e.a.s. mat, læknisaðstoð m.fl. eins og hjálparsendingar SÞ til þróunarríkja og ríkja við stríð, þurrka, náttúruhamfarir, hungursneyð og aðrar plágur. Seðlabanki Evrópu mun endanlega loka fyrir síðasta evrudropann til innikróaðra banka Grikklands á sunnudaginn sem munu falla og Grikkland með þeim, nema Tsipras lýsi uppgöf og skrifi á samninginn, sem þjóðin felldi.

"Vanhæfni okkar að ná samkomulagi getur leitt til gjaldþrots Grikklands og hrun bankakerfisins. Og það mun sannarlega vera versta útkoman fyrir Grikki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta mun hafa áhrif um alla Evrópu og einnig í heimspólitískum skilningi. Ef einhverjir eru haldnir þeirri blekkingu, að þetta geti ekki gerst, þá eru þeir barnalegir." Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins.

ESB telur þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja ómarktæka. Hún er nefnilega hvorki "lagalega né bókstaflega rétt".

Aðildarríki ESB fá á sunnudag að velja milli lánardrottna og Grikklands líkt og þegar spurt var forðum: "Hvorn þeirra tveggja viljið þér, að ég gefi yður lausan, Barrabas eða Jesús?"

Juncker mun í sporum Pílatusar þvo hendur sínar á sunnudag.


mbl.is Engar nýjar tillögur frá Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó-skemmtileg samlíking,en raunsönn.--Mér finnst eins og ég hafi heyrt hræðsluáróðurs ræðu Donald,s Tusk áður,á okkar vettvangi.-Ég ætla að vera barnaleg og samþykkja að útkoman,ef samkomulag næst ekki,muni hafa áhrif um alla Evrópu og um tíma verst fyrir Grikki. Það kostar fórnir að stöðva risaeðluna.  

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2015 kl. 05:17

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Helga fyrir innlit og athugasemd. Já og slaginn verður að taka. Betra fyrr en seinna.

Gústaf Adolf Skúlason, 8.7.2015 kl. 07:53

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Og hver er þín lausn? Viltu að skorið sé niður í hinum 27 ríkjum ESB - t.d. í velferðar- og menntakerfinu - til að Grikkir geti áfram farið á eftirlaun 61 árs gamlir og verið með einn stærsta her í Evrópu og þurfi ekki að greiða skatta af öllum sínum lánum.

ESB og AGS eru til í að lána en setja skilyrði nákvæmlega eins og okkur voru sett skilyrði þegar við fórum á hausinn haustið 2008. Ég var einnig andsnúinn Iceasave og mótmælti við Bessastaði og víðar

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.7.2015 kl. 08:26

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Guðbjörn, þakkir fyrir athugasemd. Mín skoðun er, að Grikkland hefðu aldrei átt að fara í evruna og þeim sé best komið fyrir utan myntbandalagið með eigin mynt. 27 aðildarríki ESB eru ekki góði, misnotaði Samverjinn til að borga misgjörðir Grikkja. Neyðarsjóðir ESB voru skapaðir fyrir stærsta peningasvindl nútímans í Evrópu. Í stað þess að leyfa grískum, þýzkum, frönskum, ítölskum, spönskum....o.fl. bönkum að fara á hausinn (fasteignakreppan 2008) sem voru "of stórir", þá var áhætta þeirra (m.a. í grískum ríkisskuldabréfum) flutt yfir á skattgreiðendur Evrópu. Til þess voru nýir sjóðir ESB stofnaðir og notaðir, fyrir fjármagnstilfærslur sem eru ólöglegar skv. hugmyndinni að baki bæði Maastrich og Lissabon sáttmála. Því miður er reynt að fela þessar staðreyndir með því að líma orðið GRIKKLAND á þessar skuldir fjárglæpamanna. Grískur almenningur hefur ekkert með þessar óreiðuskuldir að gera og spilling í Grikklandi útskýrir ekki þessa breytta stefnu ESB í fjármálum, sem er að eyðileggja margar þjóðir.

Gústaf Adolf Skúlason, 8.7.2015 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband