Alexis Tsipras gæti endað sem grísk steingríma

eurocrisisFlestir á Íslandi hafa kynnst kosningasvikum Vinstrigrænna, þegar flokkurinn var við völd síðasta kjörtímabil. Andstaðan við ESB var bara virði fáeinna ráðherrastóla eitt kjörtímabil. Enn er eftir að moka flórinn eftir Steingrím Sigfússon fyrrv. fjármálaráðherra, sem uppvís hefur orðið að næstmesta bankasvindli Íslands í kjölfar Icesave. 

Alexis Tsipras gengur um á Steingrímsskóm og vill bæði evru og ESB-aðild eins og Steingrímur. 

Eina lausnin fyrir Grikki til að þróast áfram sem þjóð, er að skera sig úr snöru þríeykisins ESB, SE og AGS (Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins).

Það þýðir, að Grikkir taki upp drakma sem gjaldmiðil á nýtt og stjórni eigin peningakerfi í stað alþjóðlegrar bankamafíu.

Framtíð Grikklands með evru er vonlaust úthverfi Everópusambandsins með vaxandi atvinnuleysi, hungursneyð og sjúkdómum, þetta sjá sífellt fleiri t.d. Boris Johnson borgarstjóri Lundúnarborgar. 

Flokkur Tsipras gekk til kosninga með loforð um að stöðva niðurskurð gríska ríkisins á launum til starfsmanna og lífeyri til gamla fólksins.

Ef Tsipras skiptir ekki um fót gagnvart evrunni munu skórnir bera hann á blöð sögunnar sem eins mesta svikara Grikklands - í sama stíl og steingríma vinstrigrænna á Íslandi.

 


mbl.is Ræða áfram um skuldir Grikkja í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hér áður fyrr voru menn varaðir við Grikkjum sem bera gjafir. Nú hafa mál þróast þannig að í dag eru Grikkir varaðir við ESB sem færir gjafir. Merkilegt hvað margir trúa því að gjöfum fylgi engar kvaðir.

Ragnhildur Kolka, 25.6.2015 kl. 09:05

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ragnhildur, þakka góða grein þína í Mbl. nýverið. Já þetta er því miður harmleikur, lýðræðið er einskis virði á meðan bankarnir skrifa fjárlögin.

Gústaf Adolf Skúlason, 25.6.2015 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband