Ísland: Afhendið fiskimiðin! Bretland: Þið sleppið ekki úr netinu!

Umræður eru um þjóðaratkvæðagreiðslur bæði á Íslandi og í Bretlandi. Á Íslandi heldur landsölufólkið áfram þeirri slóttugu iðju að blekkja landsmenn til að hætta við kröfur Alþingis um óskoruð yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðunum. Það sem kallað er atkvæðagreiðsla um "áframhaldandi viðræður" er ekkert annað en atkvæðagreiðsla um að landið afsali sér fullveldi sínu yfir sjávarlögsögunni. Á þessu atriði strönduðu viðræðurnar og í staðinn fyrir "kíkja í pakkann" lygar er nú komið með "áframhaldandi viðræður" lygar.

Í nágrannalandi okkar Bretlandi eru einnig umræður um þjóðaratkvæðagreiðslu, nefnilega loforð David Camerons um að ef hann fái traust kjósenda til áframhaldandi stjórnarmyndunar, þá munu Bretar fá að kjósa um hvort þeir vilja halda áfram að vera með í ESB eða ekki. Tony Blair fer nú hamförum í Bretlandi og útmálar Bretlandi sem Kúbu andskotans verði Bretum gefinn þessi kostur. Hann hefur fyrir löngu síðan selt sálu sína og veit að landsöluhópur hans er í hverfandi minnihluta.

Skärmavbild 2015-04-08 kl. 23.49.51

Læt fylgja með skjáskot af teiknimynd Steve Bell í The Guardian um ESB prédikarann Tony Blair sem hótar eldi og brennisteini ef Bretar sjá ekki sæluna í ESB.

 


mbl.is Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er algerlega ósammála þér Gústaf. Hvernig dettur þér í hug að nefna landsölufólk, í þeirri sömu andrá og minnst er á ESB. Nema þú ýmindir þér að ESB hafi áhuga á því, að kollvarpa rekstrareininguni Ísland. Ekki það, að heimila einhverjum erlendum bátum verði kleift að veiða hér fisk, til löndunar á íslenskum fiskmörkuðum, hvaða máli skiptir það. Það á, og mun verða að allur fiskur muni fara á markað í framtíðini. þetta úrelta kerfi, sem nú er við líði, að útgerðir geti haft bæði axlarbönd og belti, bæði landað sínum afla til sín, en einnig sótt á fiskmarkað, í samkeppni við vinnslu er fáránlegt. Þú ættir aðeins að hugsa þinn gang kallinn min!!! 

Jónas Ómar Snorrason, 9.4.2015 kl. 01:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Gústaf! Kratakopaníið er með kæk,það hótar eldi og brennisteini við hvert tækifæri.þá helst er þeir sjá að mannauðurinn er sterkari en drulludauði auður þeirra í líflausum Evrum.....Útgerð á Íslandi er ekki ríkisstyrkt,ef ég man rétt sú eina í heiminum. Hún hefur staðið undir velferð íslands frá ómunatíð og verður aldrei afhent útlendingum. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2015 kl. 02:09

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér enn fyrir upplýsandi grein. Ég sendi hana áfram á FB.

Ragnhildur Kolka, 9.4.2015 kl. 11:11

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir Helga og Ragnhildur, útgerðin á Íslandi er trúlega best rekna útgerð í heimi og árlega kemur fólk frá öðrum löndum til að læra af Íslendingum, hvernig hægt er að veiða fisk á arðbæran, sjálfbæran og ei ríkisstyrktan hátt. Þar sem ESB hefur tekið yfir stjórn fiskveiða hafa þær orðið baggi á ríkinu eða lagst af og eru vinir okkar Bretar skýrt dæmi um það með glötuðum störfum og sóknartækifærum. Illa fer fyrir þjóðinni okkar ef hún á að breytast í "rekstrareiningu" ESB. 

Gústaf Adolf Skúlason, 9.4.2015 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband