Drukknaður, skotinn og hengdur....en dregur hann enn andann?

Skärmavbild 2015-03-22 kl. 14.06.31Fyrirsögnin ofan er sótt úr nýjasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, sem er ein besta lýsing fram að þessu á umræðugetu stjórnarandstöðunnar um hina margdauðu aðildarumsókn þeirra. Þetta lýsir einnig stjórnmálastöðu formanns Samfylkingarinnar Árna Páls Árnasonar, sem heldur eins atkvæða forystu nokkur andartök í viðbót. 

Engan þarf að undra "nótt hinna löngu hnífa" innan Samfylkingarinnar með valdaránstilraun Jóhönnu Sigurðardóttur á bak við tjöldin. Eina samstaðan sem finnst innan Samfylkingarinnar er fólgin í duldum hluta nafnsins: Samfylking gegn Íslandi. Að troða Íslandi inn í ESB er eina stefnumálið og skiptir engu, hvernig farið er að ná því markmiði eins og stíllinn sýnir innan veggja þessa stjórnmnálaflokks.

Samfylkingin er verkfæri í höndum Alþjóðasamtaka sósíaldemókrata, sem hefur valdastöðu innan Evrópusambandsins og lofar ofurborguðum embættum til meðlima. Fyrir það markmið skipta smámunir eins og almennir kjósendur, lýðræðisreglur, stjórnarskrár og sjálfsákvörðunarréttur þjóða engu máli.

Í stjórnarandstöðu tekst Samfylkingunni með hinum andstöðuflokkunum t.o.m. að ná því markmiði að verða enn verri stjórnarandstaða en þeim tókst að verða slæm ríkisstjórn, sem setti nýtt Íslandsmet í leiðindum.

Væri ágætt að hinn nýkjörni einsatkvæðaformaður byrjaði á því að lesa Reykjavíkurbréf Mbls. og byrja á því að svara spurningunni: Hvað hefur þjóðin gert mér?


mbl.is Framboðið var misráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fær Árni þá ekki viðurnefnið Raspútin?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2015 kl. 03:48

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já alveg í þeim stíl að syndga í botn áður en beðið er um fyrirgefningu syndanna. Sjálfsagt dansar og slær hann sjálfan sig aftur í form með svipu í þeirri von að komast í tölu heilagra af einhverjum eftirlifandi krötum framtíðarinnar.

Gústaf Adolf Skúlason, 23.3.2015 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband