20 skriđdrekar og 10 flugskeytapallar frá Rússlandi í dag til nágrennis Mariopol

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 18.44.10Rússar sendu a.m.k. 20 skriđdreka og 10 fćranlega flugskeytapalla yfir landamćrin til nágrennis hafnarborgarinnar Maríopól í Austur-Úkraínu í dag. Einnig hefur sést til rútulestar fullri af rússneskum hermönnum fara yfir landamćrin á leiđinni ţangađ. 

ESB-nefnd efri deildar brezka ţingsins lýsti yfir í dag, ađ ESB hefđi gengiđ í svefni, ţegar kreppan í Úkraínu hófst og gróflega mistúlkađ stemninguna í Kreml í ađdraganda innrásar Rússa í Úkraínu, er ţeir hernámu Krím-skagann.

Vopnahléiđ er varla vikugamalt, ţegar Úkraína og USA ásaka ađskilnađarsinna um ađ hafa rofiđ ţađ a.m.k. 250 sinnum. 

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 18.42.40Sćnska sjónvarpiđ sýndi beint frá ţví, ţegar hermenn komu heim eftir ađ hafa veriđ hraktir á flótta frá Debaltseve. Nokkrir hermenn mótmćltu ţví harđlega, ađ um skipulagt fráhvarf hafi veriđ ađ rćđa og kröfđust ţess viđ heimkomuna, ađ Porósjenkó Úkraínuforseti bćđist ţjóđina afsökunar á röngum upplýsingum um flóttann. Jafnframt sögđu ţeir ađ langtum fleiri hermenn hefđu dáiđ en ríkisstjórnin hefđi gefiđ upp.

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 19.13.21Ţađ var ţéttstađiđ á brautarstöđinni, ćttingjar og vinir tóku á móti hermönnum og hylltu ţá fyrir ađ vilja fórna lífum sínum fyrir Úkraínu. Eitt ár er liđiđ frá átökunum á Sjálfstćđistorginu í Kíev, ţegar fyrrum Rússahollur forseti Úkraínu hrökklađist frá völdum.

Ţýzkaland mun fleygja kústsköftunum og hefja vopnaframleiđslu fyrir ţýzka herinn, ţegar öllum má ljóst vera, ađ Pútín meinar alvöru međ ađ endurreisa gömul landamćri Sovétríkisins. Margir í baltísku löndunum búast viđ svipuđu ástandi međal rússneskt mćlandi eins og gerđist í Austur Úkraínu í ađdraganda hernáms Krímskagans. Pútín virđist halda ađ hann komist upp međ hvađ sem er og allur átakaferillinn stefnir ţví miđur í blóđug stórátök milli Natóríkja og Rússlands.

Fer fram sem vindur getur pandóruaskja helvítis opnast enn á ný í Evrópu: Styrjöld međ öfgaöflum múslíma er kenna sig viđ kalífatiđ IS í suđri međ árásum inni í Evrópu og Vesturveldin međ Bandaríkin, Breta og Ţýzkaland sem fremstu bandamenn í stórstyrjöld gegn heimsyfirráđum Rússa.  


mbl.is Međ kústsköft í stađ vélbyssa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ţađ er eitt mjög öflugt kústskapt í fórum NATO, sem heitir Leopard 2A7. Ţrjátíu slíkir mundu hreinsa til í Austur-Úkraínu á 2 vikum. Síđan ţarf ađ ađstođa Kćnugarđ viđ ađ loka landamćrunum ađ Rússlandi.  Til ţess ţarf meiri mannskap og búnađ.  Ćtlun Pútíns er ađ sundra NATO.  Ţađ gerir hann međ ţví ađ láta reyna á 5. grein stofnsamnings NATO međ ţví ađ ráđast á eitt Eystrasaltsríkiđ. Er ţá ekki betra ađ koma honum á óvart í Úkraínu áđur en hann rćđst á NATO-ríki ?

Bjarni Jónsson, 20.2.2015 kl. 20:58

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ţakkir Bjarni fyrir innlitiđ. Pútín mun ekki bakka ađ landamćrum sem hann er ţegar búinn ađ breyta. Ţađ verđa mikil lćti ţegar skáparnir međ kjarnorkuvopnunum verđa opnađir. Ţetta sagđi yfirhershöfđingi Rússa, Nikólaj Makaróv, í viđtali viđ útvarpiđ í Moskvu nýlega: "Viđ ćtlum ađ sjálfsögđu ekki ađ berjast gegn öllu NATÓ en ef landfrćđilegu sjálfstćđi Rússlands verđur ógnađ, ţá höfum viđ réttinn ađ beita kjarnorkuvopnum - og ţađ munum viđ einnig gera!" Í upphafi árs 2012 kynnti Pútín 10 ára áćtlun um hervćđingu Rússa fyrir 770 miljarđi dollara. Herskip, kafbátar, 600 nýar orustuflugvélar, ţúsundir herbíla/skriđdreka og leynilegt "smart" varnarkerfi. Formálinn er bara rétt byrjađur.....

Gústaf Adolf Skúlason, 20.2.2015 kl. 23:47

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sćll, Gústaf Adolf;

Stađa Rússa er gjörbreytt til hins verra frá 2012.  Ţeir hafa ekki lengur ráđ á vígvćđingunni, sem kynnt var til sögunnar ţá.  Viđskiptabanniđ gerir ţeim ókleift ađ tćknivćđa herinn, eins og ţeir ćtluđu, og helmingun útflutningstekna gerir ađ verkum, ađ ţeir gćtu lent í greiđsluerfiđleikum međ afborganir og vexti ţegar á ţessu ári, og stađa ţjóđarbúskapar ţeirra hríđversnar. 

Orđ rússneska hershöfđingjans eru mannalćti. Rússum hefur enn ekki unnizt tími til ađ efla herinn ađ nokkru marki.  Hann er veikur.  Ţađ eru herir Vesturveldanna líka, nema BNA, en ţeir búa ţó enn ađ tćknilegu forskoti.  Hvert er mat sćnskra sérfrćđinga á herstyrk Rússa í samanburđi viđ NATO ?

Bjarni Jónsson, 21.2.2015 kl. 13:02

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sćll aftur Bjarni, ţađ er rétt ađ viđskiptabanniđ hefur áhrif en Rússar hafa ţegar náđ forskoti sbr. orđ Tomas Ries sérfrćđings í öryggis- og varnarmálum Norđurlanda og Evrópu fyrir ári síđan: "Vesturlöndin sváfu á verđinum á međan Pútín byggđi upp hernađarmátt sinn. Pútín hefur algjörlega yfirburđastöđu kjarnorkuvopna í Evrópu, Evrópa er nćstum ekki međ neitt og Rússland er međ geysilegt magn nútíma kjarnorkuvopna, sem ađeins er hćgt ađ nota í Evrópu og ekki bundin Bandaríkjunum." Máliđ er ađ međan Vesturveldin hafa skoriđ niđur framlög til varnarmála hafa m.a. Rússar og Kínverjar stóraukiđ fjárfestingar. Síđan 2008 hafa Rússar aukiđ hernađarútgjöld međ yfir 31% og voru ţriđji stćrsti kaupandi hergagna á eftir USA og Kína. Skv. áćtlun átti ađ auka innkaupin međ 44% nćstu ţrjú árin. USA minnkađi hernađarútgjöld međ 9% síđan 2008 (en er áfram langstćrst). Mikil umrćđa í Svíţjóđ um ađ niđurskurđur til hermála hefur gengiđ svo langt síđustu ár, ađ ţađ tekur allt ađ 8 ár ađ byggja upp visst grundvallarstarf aftur. Kem síđar ađ spurningu ţinni um samanburđ á hermćtti Rússa og NATÓ. kkv Gústaf

Gústaf Adolf Skúlason, 21.2.2015 kl. 13:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband