ÞÁ: Ísland á hnjánum í ESB. NÚ: Ísland í ESB á hnjánum.

199382_10150105369446615_6412769_nIcesave-eplið átti að verða banabiti þjóðarinnar. Knésetja átti þjóðina í skuldaklafa svo hægt væri að sjá ESB sem himnaríkið sjálft. Ef eftir hefði gengið væri búið að stela þúsundum miljörðum króna og hneppa Íslendinga í skuldahlekki kynslóðir fram í tímann.

Reynt var að farga stjórnarskrá lýðveldisins, afnema fullveldið og afhenda fiskimiðin. Við völd sátu flokkar sem höfðu þá og hafa enn einungis eitt markmið: Að komast á spenann hjá Evrópusambandinu. Að fórna þjóðinni reyndu vinstri flokkarnir að gera með einu pennastriki. En Íslendingar eru sjálfstæðari en það. Þjóðin skipulagði sig m.a. í InDefence og kjósum.is - Fjallkonan beit ekki í eplið. Guði sé lof. 

Þjóðin getur þakkað Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinum fyrir neyðarlögin, forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir þor að nota stjórnarskrána sem lýðræðistæki þjóðarinnar og eftirfarandi þingmönnum með Framsóknarflokk í fararbroddi fyrir að standa í lappirnar og verja sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar í stærstu árás á sjálfstæði Íslands síðan Danakóngur reyndi í skjóli hervalds að gera Ísland að amti í Danmörku og Jón Sigurðsson og þingmenn þjóðarinnar sögðu: "Vér mótmælum allir!"

nei:

 

Ásmundur Einar Daðason 

Birgir Ármannsson 

Birgitta Jónsdóttir 

Birkir Jón Jónsson 

Eygló Harðardóttir 

Gunnar Bragi Sveinsson 

Höskuldur Þórhallsson 

Lilja Mósesdóttir 

Margrét Tryggvadóttir

Pétur H. Blöndal 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 

Sigurður Ingi Jóhannsson 

Sigurður Kári Kristjánsson 

Unnur Brá Konráðsdóttir 

Vigdís Hauksdóttir 

Þór Saari


mbl.is Hamingjuóskir og útrásarvíkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þessi orð þín og skrif eru fullkomlega siðlaus og ólíðandi vísvitandi ósannindi og rógur af verstu gerð.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.1.2015 kl. 12:24

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Helgi, hvað af þessu er ósannindi?  Get ekki betur séð en Gústaf hafi verið að lýsa hlutunum á sama hátt og ég sé þá.

Steinarr Kr. , 29.1.2015 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband