80% Breta vilja yfirgefa Evrópusambandið

FDailyexpressorsíða Daily Express í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið í 40 ár í Bretlandi varðandi afstöðu Breta til Evrópusambandsins kemur fram að 80% stuðningur er fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Könnunin fór fram í þremur kjördæmum í Mið-Englandi. Gögnum var dreift til 100 þúsund heimila á síðasta ári. Niðurstaðan var sláandi: Af 14.581 einstaklingum sem kusu vildu 11.706 fara úr Evrópusambandinu en 2.725 vildu vera áfram í ESB. Spurningum var dreift til 100 þúsund heimila í þremur kjördæmum þar sem andstaða við veru Breta í ESB er mikil.

Þrír þingmenn íhaldsflokksins fara á fund David Cameron í dag með kröfu um að fyrirhugaðri þjóðarkosningu um veru Breta í ESB verði flýtt um eitt ár og að hún verði haldin 2016 í stað 2017.

Að sögn Peter Bone, Philip Hollobone og Tom Pursglove þingmanna íhaldsflokksins sem skipulögðu könnunina bendir niðurstaðan á nauðsyn þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu. Hollbone telur að meirihluti Breta vilji fara úr sambandinu þótt hlutfallið í öllu landinu yrði ekki eins hátt og í kjördæmunum þremur. Pursglove sagði, að fólk væri orðið "sick to death" á súperríki Evrópusambandsins. "Við fundum það í dyragættinni, að fólk hefur djúpar áhyggjur af Evrópu." 

Þingmennirnir lýstu því yfir, að þeir myndu aðeins styðja ríkisstjórn til valda, sem hefði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á dagskrá sinni. 


mbl.is Tillaga um slit innan fárra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta er nú ótrúlega marklaus skoðanakönnun. Svarhlutfall innan við 15%, aðeins spurt í þremur kjördæmum af 650. Framkvæmdin, að dreifa bæklingum í stórum stíl og leyfa fólki að svara að vild, leiðir til þess að einungis þeir sem hafa sterkar skoðanir svara.

Könnunin var svo framkvæmd af mönnum sem eru þekktir andstæðingar ESB aðildar Breta, hversu margir fylgjendur ESB aðildar skyldu hafa hent bæklingnum í ruslið frekar en að svara? 

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.1.2015 kl. 10:35

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Skoðunin er fullkomlega marktæk fyrir þá sem tóku þátt í henni í kjördæmunum þremur og endurspeglar ástandið þar.

Það er ekki hægt að gefa sér "að einungis þeir sem hafa sterkar skoðanir svara". Niðurstaðan er sönn og marktæk fyrir þá sem taka afstöðu og aðstandendur nota niðurstöðurnar til að auka þrýsting á Cameron um að flýta kosningum um veru Breta í sambandinu. Málið er að stór umræða um veru eða ekki veru Breta í sambandinu er í gangi og stór hópur Breta vill eins og Juncker forseti ESB, að Bretar gangi úr sambandinu. Burtséð frá þessarri skoðanakönnun þá er spurningin um framtíð ESB á borðinu og lönd eins og Sviss búin að aftengjast evrunni og lönd eins og Bretland með "leyfi" ESB að ræða um útgöngu. Ímynd ESB er löskuð vegna stórríkishugmyndarinnar og evrukreppunnar með himinháu atvinnuleysi og eymd fjölda manna.

Gústaf Adolf Skúlason, 22.1.2015 kl. 12:18

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jú, auðvitað er könnunin marktæk meðal þeirra sem tóku þátt! Annað væri það nú. En svarhlutfall er fáránlega lágt, og þegar menn geta valið um að svara eða ekki, þegar þeir eru spurðir af pólítíkusum, þá gefur það auga leið að aðeins þeir sem hafa sterkar skoðanir svara. Það er sjálfgefið og gildir um allar slíkar kannanir, t.d. vefkannanir.

Nú veit ég ekkert hver raunverulegur stuðningur við ESB er í Bretlandi, eða hvað verður í framhaldinu, en þetta er vissulega mikið hitamál. 

IpsosMori gerði skoðanakönnun í fyrra þar sem 56% fullorðinna Breta vildi að landið væri áfram í ESB. Hugsa að það hafi lítið breyst!

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.1.2015 kl. 15:48

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Árið 2011 vildu yfir 50% Breta yfirgefa ESB meða aðeins rúm 30% vildu vera áfram með í ESB skv. YouGov. Fylgið hefur rokkað í skoðanakönnunum, 40-50% sem vilja út, 30-40% sem vilja vera með. Einstakar mælingar sýna stærri mun. Staðan skv. síðustu könnun er 44% vilja út, 35% vilja vera áfram í EU. Sjá graf skv. hlekknum  https://yougov.co.uk/news/2014/10/30/voters-shift-sharply-against-eu-membership/

Gústaf Adolf Skúlason, 22.1.2015 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband