Með fálkakveðju frá Stokkhólmi

SergelstorgHnarreistir standa hirtirnir á Sergelstorgi Stokkhólmsborgar.

Svíar halda upp á jólin eins og þau séu þau síðustu. Búist var við aukinni jólasölu sem sló öll fyrri met í fyrra með innkaupum yfir 66 miljarði sænskra króna eða um 1100 miljarði íslenskra króna. Sænsku stjórnmálin eru í kreppu með ríkisstjórn krata og grænna sem ekki tókst að koma fjárlögum gegnum þingið. Mikið gengur á bak við tjöldin til að afstýra yfirlýstum kosningum en auglýst hefur verið, að ákvörðun um aukakosningar verði tekin á ríkisstjórnarfundi fyrir áramót. 

324eb0d5da614638.jpgSpennandi er að fylgjast með atburðarrásinni í Svíþjóð ekki síður en á Íslandi en þar hefur hinn farsæli forsætisráðherra Íslands Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengið stórkross fálkaorðunnar úr hendi forseta Íslands þ. 13. des s.l. Er hann verðugur krossins eins og fyrirrennarar hans sem björguðu Íslandi úr klóm fjármálahrappa sem settu íslensku bankana á höfuðið 2008. Þar er ég að tala fyrst og fremst um þá mætu menn Davíð Oddsson og Geir Haarde sem settu neyðarlögin og aðskildu bankastarfsemina þannig að þrátt fyrir allt höggið var hægt að halda áfram kortaþjónustu og öðrum lágmarksviðskiptum og ríkissjóður tók ekki á sig skuldir bankasnillinganna. 

Allir þessir góðu drengir hafa helgað starfskröftum sínum í þjónustu almennings. Ég hef áður lagt til, að bæði Geir og Davíð ættu að fá sérstaka viðurkenningu þjóðarinnar fyrir björgunarstörf þeirra við kollsteypu fjármálakerfisins. Finnst mér að hanna ætti sérútgáfu stórkrossins með bandi fyrir þessi afrek til að sýna þakklæti þjóðarinnar.

Sendi þess vegna orðunefnd þá hugmynd með sérstöku þakklæti og fálkakveðju frá Stokkhólmi. 


mbl.is Sigmundur sæmdur fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni,auðvitað öðrum til ama,en læt það ríma;mér er sama. Gleðileg Jól! 

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2014 kl. 20:48

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

 Þakkir Helga og Gleðileg Jól til þín og þinna.

Gústaf Adolf Skúlason, 25.12.2014 kl. 20:54

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Það er hefð að handhafa forsetavalds fái þessa orðu.

"live with it"

Birgir Örn Guðjónsson, 26.12.2014 kl. 11:34

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

En þeir vinstri mennirnir eiga erfitt með að lifa með þessari staðreynd, Birgir Örn! Og vitaskuld reyndi Fréttastofa Rúv sitt til að gera stóra frétt úr þessari smáfrétt (nú í hádeginu), komst reyndar ekki hjá því að birta eðlilegar skýringar skrifstofu forseta Íslands á orðuveitingunni, en tókst þó að læða því að í lokin, að formaður orðunefndar væri Guðni Águstsson og að hann hafi verið skipaður af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni! En málið er vitaskuld, að þetta er eðlilegur, hefðbundinn framgangsmáti í orðuveitingu, og Guðni er vitaskuld ekki meirihluti orðunefndar.

Svo er orðuveiting tiltölulega ódýr leið til að votta mönnum viðurkenningu, m.a. ræðismönnum okkar og fulltrúum erlendra ríkja og maklegum íslenzkum borgurum, kostar vart með öllu umstangi meira en hálf laun menntaskólakennara, en til samanburðar má nefna, að laun rithöfunda og listamanna frá Alþingi miðast við mánaðarlaun slíkra kennara, og fá sumir 3 mánuði, aðrir hálft eða heilt ár og fáeinir jafnvel þrjú ár á þeim listamannalaunum.

Já, fallegt er á Sergelstorgi, Gústaf minn, impónerandi svæði, og óvenjufallegt núna, sé ég á mynd þinni. Óska þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs, með þökk fyrir allt samstarf okkar og öll þín góðu skrif hér og í Morgunblaðinu á liðnum árum.

Jón Valur Jensson, 26.12.2014 kl. 13:14

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Jón fyrir góð orð þín og röggsam skrif að venju. Ég les alltaf skrif þín mér til ánægju og óska þér sömuleiðis gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir það liðna. Höldum ótrauðir áfram næsta ár í frjósamri umræðu um landsins gagn og nauðsynjar.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.12.2014 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband